Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 8
FALKINN BÍLLINN hafði ekið nærri því klukkutíma um rykugar göturnar — í London og úthverfunum. En nú voru þau loks komin út í sveitina, og mildur sumarblær lék um ljósa lokkana á Tessu. Það var eins og rödd Geoffreys heyrðist úr fjarska, þó hann sæti við stýrið við hliðina á henni. — Það verður gaman að hitta fólkið þitt, Tessa. Við þessi orð greip hana sama óróakenndin, sem hún hafði sva oft orðið vör við síðan þau afréðu þessa helgar-heimsókn. — Finnst þér kalt, Tessa. Kannske við eigum að loka glugg- anum? — Nei, það er engin þörf á því. Það er svo notalegt að láta goluna leíka um sig. Geoffrey er alltaf svo nærgæt- inn, hugsaði hún með sér. Hún leit snöggvast á hann. Andlitið var magurt, og hendurnar, sem héldu um stýrið, voru mjúkar og grann- ar, nærri því eins og á stúlku. Var það tilfellið að hún hafði lofað að giftast honum? Hún kreppti hönd- ina. Æ, en ég elska hann ekki — ég elska hann ekki, hugsaði hún ör- væntingarfull með sér. Nú var hann að tala um systur hennar. Hún heyrði aðeins síðustu orðin: — ... svo að Marty hefur í rauninni alið þig upp? — Já, svaraði hún stutt. — Ég var fimm ára þegar hún mamma dó. Hún lokaði augunum og hall- aði sér aftur i sætinu. — Geoffrey, ég held að ég verði að fá mér svoc lítinn blund. Vektu mig þegar við komum til Henley, þá skal ég vísa þér til vegar áfram. Hún gat ekki — henni var ó- mögulegt að tala um Marty núna. Þá mundi hún missa síðustu ögn- ina af sjálfstraustinu, sem hún var að reyna að brynja sig með. Nei, henni var ómögulegt að sofna. Hugur hennar var sífelt á reiki kringum það, sem gerðist fyr- ir þremur árum. Þá hafði hún upp- götvað sannleikann um Marty, og um leið höfðu vaknað h]á henni kenndir, sem áður höfðu veriS bældar undir vilja Marty. Þetta hræðilega kvöld fyrir þremur ár- um, þegar Bill Trent og Marty skyldu í fússi ... Eftir það sem gerðist þá skildi Tessa að hún varð að fara að heim- an og reyna að bjarga sér sjálf. Hún þoldi ekki að sjá systur sína dag- lega fyrir augum sér, eftír að hún hafði afhjúpað sitt rétta eðli. Og svo hafði hún farið til London og fengið skrifstofustarf. Stundum hafði hún farið orlofsferðir heim, í sumarleyfum og um helgar og á yf- irborðinu var bezta samkomulag milli hennar og Marty. „Marty læt- ur sér svo umhugað um Tessu," var fólk vant að segja. Það var satt — að vissu leyti. Marty var fimmtán ára þegar móð- ir hennar dó, og hún hafði strax tekið að sér hlutverk eldri systur gagnvart Tessu, gætt hennar og verndað hana. Því eldri sem Tess varð því háðari varð hún systir sinni. Hún dáði hana — það lá við að hún tilbæði hana eins og goð. Þangað til þetta kvöld fyrir þrem- ur árum. Og nú sat hún þarna í bílnum með Geoffrey, og allt í einu fann hún tár hrynja niður kinnarnar. Bíllinn staðnæmdist ,og Geoffrey beygði sig yfir hana. — Tessa, ástin mín! Hvað geng- ur að þér? Hversvegna grætur þú? Hann tók varlega utan um hana. Hún hallaði sér hljóð að öxlinni á honum. Nei, hún gat ekki sagt honum að hún væri að gráta glataða ham- ingju sína ... Edward Brandon sat í bókastof- unni og horfði hugsandi á Marty eldri dóttur sína. — Hvers konar maður er þessi náungi hennar Tessu, heldurðu? — Geoffrey Furness? Ég hef ekki hugmynd um það — nema að hann er tuttugu og sjö ára og vinnur hjá vátryggingafélagi. Hún brosti. — Ef okkur fellur ekki við hann þá afsegjum við hann. Er það ekki, pabbi? vóarbara Uóeauckatrup. Gamli maðurinn strauk grátt hár- ið. — Hún er of ung til að hugsa um hjónaband. — Hún verður tvítug í næsta mánuði, sagði Marty létt Hann kipptist við. Var það mögulegt að yngri dóttir hans væri orðin tvítug? Og ef Tessa var tvít- ug, þýddi það að Marty var tuttugu og níu. Hversvegna hafði hún ekki fengið sér mann fyrir löngu — nóg var um samkvæmin þarna á óðal- inu og nóg af fjáðum biðlum. Ja, þessu atviki með Bill Trent mátti hann auðvitað ekki gleyma, en í rauninni hafði hann aldrei skilið hvað gerðist þá — hversvegna Marty hætti við allt saman, viku fyrir brúðkaupið. Marty var að raða blómum í glas á arinhillunni. Ljósblái kjóllinn hennar undirstrikuðu bláa augna- .... En ég elska hann ekki, hugsaði Tessa með sér litinn, sem stundum fékk á sig græna slikju. Kolsvart hárið var sett upp í hnút, svo að mjúkar lín- urnar í hálsinum nutu sín til fulls, og hörundið var eins og sólþroskuð ferskja. Hún hefði verið ímynd fegurðarinnar ef ekki hefði verið klumbunefið. Jæja, jæja, hugsaði gamli maður- inn með sér. Þeim liggur hvorugri á að giftast. Þær hafa allt sem þær óska sér hérna. Allt í einu fór hann að hugsa um, að eiginlega þekkti hann dætur sín- ar ákaflega lítið. Eftir að hann missti konuna hafði hann einbeitt sér að kaupsýslunni — peningar og aftur peningar — þannig hafði hann reynt að umflýja raunir sín- ar. En hafði hann umflúið þær? — Hversvegna vildi Tessa eigin- lega fara að vinna fyrir sér þegar hún var sautján ára? spurði hann. — Ja, hún hefur líklega viljað reyna að standa á eigin fótum, svona til tilbreytingar. — En því þá að loka sig inni á leiðinlegri skrifstofu í London, þeg- ar hún gat lifað frjáls og óháð hérna? Marty gekk að föður sínum og kyssti hann laust á kinnina. — Við höfum líklega ólíkar skoðanir, pabbi, en ég er að minnsta kosti á- nægð og — vel á minnst, ég hef boðið fjölda af gestum hingað á morgun. — í hvaða tilefni er það? — Aðeins til þess að fá ofurlitla tilbreytingu, og til þess að geðjast Tessu. Við höfum eitthvað við allra hæfi — tennis, sund og bridge, og svo vitanlega veitingar úti á svöl- unum. Faðir hennar brosti. — Þú er fyr- irmyndar húsmóðir, Marty! FYRSTA kvöldið . . . Eftir á fannst Tessu að hún hefði hagað sér eins og hreyfibrúða og gert allt, sem henni var skipað. — Geoffrey, þetta er hann faðir minn, og þetta er — Marty, heyrði hún sig segja. Skrítið að gælunafn- ið skyldi hafa loðað við hana síðan hún var krakki, og að hún var aldrei nefnd sínu rétta nafni — Margaret. Edward Brandon fór með Geof- frey inn í bókastofuna til að bjóða honum sérrýglas fyrir miðdegis- verðinn, og Marty fór með Tessu upp í gamla herbergið hennar. — Hann er verulega fallegur, Tessa. Hversvegna hefur þú ekki sagt mér frá honum fyrr? Marty hringaði sig í stórum hægindastól út við gluggann. — Þetta er skrítið, því að ég hélt að þú mundir ekki heillast af ljóshærðum karlmönn- um. Hvenær kynntist þú honum? Hispurslaust og glannalegt hjal Marty smitaði Tessu alltaf. En hve mikið af sannleikanum mundi Marty skilja? Einstæðingsskapinn í stórborginni, og vonin um ástina mundi á ný gagntaka tómt hjarta — Ég kynntist honum í skrifstof- unni, og ég var eins konar ritari hans fyrstu vikuna. Marty hló vorkunnsamlega. — Æ, það er þá gamla sagan um hús- bóndann og einkaritarann! — Já, það liggur við að maður geti sagt það, Tessu fannst það auð- veldasta skýringin. Hún fann allt í einu til sektar — hafði hún svikið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.