Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN Geoffrey? Enginn karlmaður, sem hún hafði kynnzt hafði verið jafn nærgætinn við hana og Geoffrey, og hann mundi eflaust alltaf verða henni trúr. Hún varð að vera góð við hann, og fyrst og fremst ærleg. Ja, ærleg — hvernig átti hún að geta það? — Og nú ertu líklega bálskotin í honum? Henni var ekki annað hægt en smitast af gáskanum í Marty. ¦—: Vitanlega. Annars hefði ég ekki trúlofast honum! Marty stóð allt í einu upp og nú var gáskinn horfinn úr augunum og hún sagði innilega: — Tessa mín, það var einmitt það sem ég vonaði. Stúlkur eins og þú verða að giftast af ást en ekki undirhyggju. Ertu alveg viss um að þú elskir hann? Hefði hún verið hreinskilin mundi hún hafa svarað: „Vitanlega er ég ekki alveg viss um það, en ég held að tilfinningar mínar geti orð- ið að ást, ef þær fá að þroskast." En í stað þess að svara fór hún að bogra yfir töskunni sinni, og Marty skoðaði sig í speglinum og sagði: — Æ, skelfing er að sjá mig! Ég hef farið of seint að hátta undanfarið! Ég verð að reyna að laga mig svo- lítið! Tessu langaði til að segja: — Marty, geturðu aldrei gleymt því sem kom fyrir . ..? En Marty var farin út úr her- berginu. MIÐDEGISVERÐARBORÐIÐ var skrautlegt, og Brandon hafði tekið fram bezta vínið til heiðurs tengda- syni sínum. Marty var í prýðilegu skapi, og systir hennar gat ekki annað en tekið eftir að hún hafði rík áhrif á Geoffrey. Hún var mild og móðuiieg við Tessu, og í því hlutverki var hún meistari. — Ég skil ekki hversvegna hún ekki er gift fyrir löngu og orðin margra barna móðir. Hún væri ef- laust fyrirmyndar móðir og hús- móðir. Tessa svaraði ekki, en vonaði að Geoffrey héldist sem lengst á þess- um hugmyndum sínum um Marty. Síðar um kvöldið kom Marty inn í svefnherbergið hennar til að bjóða góða nótt — Veiztu að þér fer ágætlega að vera trúlofuð Tessa! Og gerir þú þér ljóst að þú ert orðin mikil fríðleiksstúlka? Vitanlega var það ekki satt. Marty var fallega stúlkan í fjöl- skyldunni. Tessa vissi að hún hafði alltaf verið skör lægra, með ljósu lokkana og augun, sem voru of stór. Marty stóð frammi við dyrnar. — Og á morgun er þinn dagur, Tessa. Hef ég sagt þér að Bill ætlar að koma á morgun? Hann er kom- inn heim frá Bandaríkjunum. Sofðu vel. Svo luktust dyrnar eftir henni. Tessa lá í myrkrinu og hjartað hamaðist. Nei, það gat ekki verið satt — það mátti ekki vera satt ... Ekki Bill — ómögulega Bill, um þessa helgi. ÖLL VON um svefn var horfin. Hún skreið fram úr rúminu, dró — þykku gluggatjöldin til hliðar og starði út í nóttina. Dimmflötin, sem náði alveg niður að bátanaustinu. Svöl golan strauk mjúkt um ennið á henni. Ekkert — alls ekkert hafði breytzt, og nú neyddist hún til að lifa upp aftur það, sem hún var að reyna að gleyma. Svo langt aftur í tímann sem hún mundi, hafði Bill Trent komið þangað. Fyrst sem „strákurinn ná- grannans", og eftir að þau fluttust hingað á óðalið kom hann á afmæl- isdögum og hvenær, sem eitthvað var um að vera hjá Brandon-fólk- inu. Hann var bezti vinur Marty, en Tessa hafði alltaf fundið, að Marty vildi helzt hafa hana með sér, er þau voru saman. Þau voru alltaf ó- löt á að hugga hana, hjálpa henni. Hún elskaði Marty og Bill. Sumarið, sem hún varð sextán ára skildi hún fyrst að Bill var ást- fanginn af Marty og hafði verið það lengi. En það voru alltaf svo marg- ir ungir menn á sveimi kringum Marty. Hvernig gat hún, hugsaði Tessa æst, hugsað um aðra pilta en Bill? En hjartað í Marty hélt áfram að vera gestrisið, og Bill varð óróleg- ur og fölur, og Tessu var raun að sjá sorgina í augum hans. Þetta sumar gekk hún oft langar göngur með Bill. Þau nefndu aldrei Marty einu orði, en samt var hún eins og farg á þeim báðum — leynd kvöl. Hún var aldrei viss um hvort hann kærði sig um að hún væri með honum í gönguferðum, en stundum hafði hann það til að stanza allt í einu og segja: — Tessa, hvernig hefði ég átt að fara að án þín? Og hún kenndi hlýrrar gleði, því að hún fann að hún hafði orðið honum að liði. Og svo var allt breytt um jólin. Aldrei gleymdi hún gleðirjómanum. í augum Bills þegar hann kom þjót- andi út, er hún var að ganga inn í húsið. — Reyndu að geta hvað kom- ið hefur fyrir, Tessa! Við Marty ætl- um að giftast! — 0, Bill! Hún náði varla and- anum af gleði. Þær tvær manneskj- ur, sem henni þótti vænst um, áttu að ná saman og verða hamingju- samar. Þetta var kaldur og heiður vetr- ardagur, og hann stóð fyrir framan hana á dyrapallinum og var allur eitt bros. — Jæja, þá er ég kominn í fjölskylduna! — Mér finnst þú alltaf hafa ver-' ið þar, Bill. Hann beygði sig og kyssti hana laust á ennið. — Þakka þér fyrir, Tessa, og blessuð vertu fyrir það, sem þú ert. Um páskana var fjarræni þján- ingarsvipurinn kominn á Bill aft- ur. Marty var alltaf jafn kát og fjör- ug, — alltaf í samkvæmum, já, oftar en nokkurn tíma áður. Um vorið komu Prince-hjónin á húsbátnum sínum og lögðust við bryggju skammt fyrir neðan óðal Brandons. Þau komu frá London, og frú Prince var hrifin af umhverf- inu þarna, þó sjálf væri hún öryrki. Ralph Prince var hár og hæruskot- Allt fór prúðlega fram, þegar John Hay Whitney, sendiherra Bandaríkjanna í London, lét fánann falla, sem sveipaður var um líkneski af Walter Raleigh, sem sett hefur verið fyrir framan flug- málaráðuneytið í London. Walter Raleigh, sem var í miklum met- um hjá Elizabeth Englandsdrottningu, stofnaði fyrsta enska byggð- arlagið á meginlandi Ameríku (þar sem nú heitir North Carolina) og var yfirleitt frömuður siglinga Englendinga til Vestur-Indía og Norður-Ameríku. Oft féll hann l ónáð, og 1618 var hann líflátinn. — Afreka hans og misgerða var hvortveggja minnzt við afhjúp- un líkneskis hans. Félag tóbaks-andstœðinga í Englandi telur það mestu miðgerð hans, að hann greiddi tóbakinu götu til Englands. Fulltrúar þess lögðu áherzlu á þetta við afhjúpunina, en sögðust annars „ekki hafa neitt á móti honum, persónulega. . . ." inn, dökkur yfirlitum. Tessu leist ekki vel á hann. — Hversvegna fellur þér ekki við hann? spurði Marty. — Ég held að honum lítist býsna vel á þig. — Hann er gamall og heimskur, sagði Tessa. Marty hló. Hann er ekki nema fertugur, og hann kann að njóta lífsins. Bara að allir kynnu það! Var hún að sneiða að Bill? Brúðkaupið átti að verða í júní, og Bill kom út eftir viku áður. Margt þurfti að undirbúa. Meðal annars átti að verða einskonar æf- ing í kirkjunni laugardaginn fyrir. Hefði allt farið öðruvísi ef Tessa hefði ekki af tilviljun komið fram í forsalinn á föstudagskvöldið og mætt Marty á leiðinni niður stig- ann, með stóra tösku? — Marty ¦— hvert ertu að fara? — Ef þú vilt endilega vita það, þá ætla ég mér um borð í húsbátinn til Prince. Tessa vissi að frú Prince hafði farið til útlanda sér til lækninga nokkrum dögum áður. — Mannstu ekki að það verður æfing í kirkjunni á morgun? Marty leit hvasst á systur sína. — Ég verð að heiman um helgina. Ég skildi eftir skilaboð á náttborð- inu mínu. — Góða mín — Bill kemur hing- að. .. — Já, hvað um það? Ég á að lifa það sem eftir er ævinnar með Bill. Þetta er síðasta helgin, sem ég lifi frjáls og óháð. Tessa fékk kul fyrir hjartað. — Hvert ætlarðu, Marty? Marty leit útundan sér. — Til Betu frænku. Hún er ekki vel hress, svo að ég ætla að heimsækja hana. — Er það þetta, sem þú ætlast til að ég segi Bill? — Segðu honum hvað sem þú villt. Mér er alveg sama. En það er að minnsta kosti þetta, sem ég hef skrifað á miðann. — En Beta frænka er í Suður- Prakklandi og alfrísk, Marty. Þú mátt ekki haga þér svona við Bill. — Hvað áttu við? •—• Ég á við það, að ef þér þykir í raun og veru vænt um hann, þá geturðu ekki hagað þér svona. Það er — luppalegt. — Það verður ekki við þig átt, Tessa — þú ert alltaf sama barnið. Hver hefur sagt að ég elski einn mann? Mér líst vel á karlmenn — marga karlmenn! Settu nú ekki upp þennan angistarsvip. Bill þekk- ir mig vel og veit hvernig ég er. Og úr því að hann tekur sér þetta ekki nærri, ættir þú ekki að gera það. Nú sá Tessa allt í einu hvernig Marty var innrætt. Að hún skyldi ekki hafa séð það fyrr. Marty hafði duflað við fjölda karlmanna í mörg ár. — Marty, hvert ertu eiginlega að fara? — Ef þú villt endilega að vita það ætla ég að verða á húsbátnum hjá Prince. — En æfingin í kirkjunni á morg- un? Marty hló. Þú getur hlaupið í skarðið fyrir mig þar. Tessa fann að hún hvítnaði og varð að styðja sig við þilið. Rödd Marty varð allt í einu ís- köld: — Jæja, liggur þá svona í þessu — með allar skógarferðirnar Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.