Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Side 12

Fálkinn - 04.12.1959, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA HúeHkatariHH -x * „Gerið þér það, ungfrú Harrison," svaraði Elsie Smith og yppti öxlum. Hann gefur tæp- iega leyfi til þess. Hann er sæmilega argur út í yður fyrir, að hann varð að bíða með uppskurð- inn á krakkanum vegna þess að þér voruð að segja honum ævintýri.“ ,,Hér er um líf eða dauða að tefla, systir,“ sagði Sonja hvöss. ,,Ég veit að MacDonald yfir- læknir neitar mér ekki um að leyfa móður barnsins að koma inn.“ Hún sneri sér á hæli að Jael og klappaði herini á kinnina. ,,Nú verður þú að vera þæg og hætta að gráta,“ sagði hún. „Hún mamma þín situr hérna úti og nú skal ég fara til læknisins og spyrja hann hvort hún megi koma inn til þín.“ „Er það satt? Er hún mamma þarna úti?“ Sonja fékk t.ár í augun er hún sá hvernig gleðin Ijómaði af andliti Jaels. „Ég skal hætta að gráta, ég skal ekki gráta meira — ef hún mamma kemur.“ Sonija flýtti sér út og bað þess heitt að yfir- læknirinn væri ekki bundinn við uppskurð eða annað þess háttar þessa stundina. Hún hitti hann á skrifstofunni. Hann var að rýna í ein- hver blöð. „Hver er það?“ spurði hann án þess að líta upp. „Það er Sonja Harrison, aðstoðarlæknirinn yðar.“ Læknirinn sneri að henni bakinu og þaðan sem Sonja stóð varð henni starsýnt á andstæðuna milli stuttklippta þétta hársins í hnakkanum og hvíta hálsins, sem var svo sérkennilegur fyrir Hálendinga. Aftur var hún hrædd, reið og töfr- uð, alveg eins og nóttina sem hann hafði bjargað henni frá vasaþjófnum. Hún hafði skjálfta í hnjánum. „Ég geri ráð fyrir að þér séuð komin til að gefa skýringu á hinu einkennilega háttalagi yð- ar með Max Brentford í gær,“ sagði hann kulda- lega. „Ó, nei, yfirlæknir, ekki var það nú erindið,“ svaraði Sonja. Hún fann roða koma á hálsinn og kinnarnar, er hún minntist hins leiða atviks í ganginum. „Þér komuð þá ekki til þess að biðja afsökun- ar, ungfrú Harrison? Þá ætla ég að biðja yður um að gera svo vel að trufla mig ekki. Ég er önnum kafinn við að búa mig undir uppskurð. Ég skal láta yður vita og segja yður fyrir verk- um undir eins og ég hef lokið við sjúkdóms- greininguna.“ Vonlaus örvænting greip Sonju, en hún tók á því sem hún átti til, og reyndi að stynja upp erindinu. „Þetta varðar ekki mig, yfirlæknir,“ sagði hún með titrandi rödd, ,,það varðar sjúkling, Jael Higgins, númer fjórtán í barnadeildinni. Móðir barnsins biður um að mega fá að koma inn til þess, og og af því að barnið er mjög veikt, ætl- aði ég að biðja yður um leyfi til að hleypa móð- urinni inn.“ „Systir Elsie hefur eftirlit með barnadeild- inni, og ef barnið væri í hættu er ég sannfærður um að hún mundi láta mig vita um það strax,“ svaraði læknirinn kuldalega. „En hvernig sem þessu er nú varið, vil ég ekki að móðir heim- sæki barn sitt meðan það á í eftirköstum upp- skurðarins. Það gæti orðið til að æsa það. Heim- sóknin gerir fremur skaða en gagn.“ ,,En barnið deyr ef móðirin fær ekki að hugga það,“ hrópaði Sonja. Röddin brast. „Þér getið ekki verið svo harðbrjósta .. Philip MacDonald sneri sér hægt í stólnum. Karlmannlegt og mikilúðlegt andlitið hvítnaði af bræði, og þegar hann tók til máls var rödd hans svo ísköld, að Soniju fannst blóðið í sér frjósa. „Þegar þér hafið lokið námi yðar að fullu og orðin læknir, ungfrú Harrison, hafið þér rétt til að dæma um hvort sjúklingur er dauðadæmd- ur eða ekki. En þangað til verðið þér að láta svo lítið að hlýða fyrirskipunum mínum. Gerið þér nú svo vel að trufla mig ekki lengur. Sonja fór út, náföl af gremju. Hún hafði svo mikinn hjartslátt að henni var erfitt um and- ardráttinn. Nú kom önnur hlið skapgerðar henn- ar fram, sem var öllu læknisnámi óviðkomandi. Vonarglampinn í augum Higgins hafði vakið móðurhjarta hennar úr dvala. Sjúkrahúsregl- urnar og MacDonald yfirlæknir — svei þeim. Enginn maður, jafnvel ekki mesti læknir ver- aldar, hafði leyfi til að kremja barnshjörtu. Upplitsdjörf og rjóð í kinnum kom Sonja inn inn í barnadeildina aftur. ,,Æ, kemur hún mamma til mín?“ Veik barns- röddin gerði Sonju öruggari í ásetningi sínum. „Já, Jael,“ svaraði hún rólega og alúðlega. „Ætlið þér að segja mér að MacDonald yfir- læknir hafi gefið leyfið?“ sagði Elsie. Sonja hafði gengið of langt. Hún gat ekki snúið sig útúr því, sem hún hafði sagt. Hún var afar vönd að virðingu sinni og datt aldrei í hug að segja ósatt. En nú varð hún að gera það. Mannslíf var í veði. „Auðvitað hef ég fengið leyfi, systir Elsie,“ sagði hún rólega. „Nú skal ég sækja hana mömmu þína, Jael.“ Philip MacDonald grúfði sig yfir blöðin sín þegar Sonja var farin út. Hér var um að ræða fertugan mann með mikla barnaómegð. Maður- inn hafði ekki gætt heilsu sinnar, og læknirinn hafði litla von um hann. Hann athugaði allar aðstæður með nákvæmni, en gat ekki komizt að neinni niðurstöðu. Samtalið við Sonju Harrison hafði raskað sálarró hans. Hvað þær gátu verið hugsunarlausar, þessir kvenstúdentar. Að láta sér detta í hug að trufla hann þegar hann sat önnum kafinn og var að glíma við erfið við- — Það vœri sama þó þú vœrir alls ekki hérna inni! fangsefni. Þær gátu líklega ekki skilið, að starf- ið var heilagt. Allt í einu datt honum í hug það, sem móðir hans hafði sagt daginn áður. Að vera ekki of strangur. Mundu að margt af þessu fólki er varla nema börn, þrátt fyrir allt, sem það hefur lesið og lært, hafði hún sagt. Kannske hafði hann ver- ið of strangur við stúlkuna? Kannske hafði hin réttláta reiði hans yfir því sem hann hafði séð í ganginum . .. kannske hafði hún valdið því, að hann var ekki fyllilega réttlátur í dag. MacDon- ald yfirlæknir gerði sér alltaf far um að vera réttlátur. Þegar öll kurl komu til grafar hafði ungfrú Harrison komið og beðið kurteislega um leyfi til að fá að hleypa móður Jael Higgins inn. Hún hafði spurt hæversklega og með fullri kurt- eisi. Jafnvel þó að hann héldi ekki að zigauna- telpan væri eins veik og ungfrú Harrison vildi vera láta, hafði hann ef til vill verið full af- undinn, að þverneita um þetta alveg formála- laust. Hann leit á klukkuna. Uppskurðurinn átti ekki að byrja fyrr en eftir tuttugu mínútur, svo að hann hafði tíma til að líta inn til barnsins áður, og ef svo væri, að þörf væri á að það fengi að sjá móður sína, ætlaði hann að gera undan- tekningu frá reglunni í þessu sérstaka tilfelli. Langstígur og rólegur gekk yfirlæknirinn inn ganginn og inn í barnadeildina. Hann brosti 1 kampinn er hann hugsaði til þess hve hissa ung- frú Harrison mundi verða, er hún fengi vilja sínum framgengt. Hún hafði sakað hann um að vera harðbrjósta. Jæja, hún fengi þá að sjá að læknir, sem vill hafa settar reglur í heiðri, þarf ekki að vera ómannúðlegur fyrir því. Þegar hann opnaði dyrnar var það fyrsta sem hann heyrði kvenrödd, sem söng með djúpri rödd og einkennilegri hrynjandi. Ó-ó — sólargeisl- inn minn — ó-ó-ó ... Lengst inni í stofunni kom MacDonald auga á eitthvað hrúgald, slútandi yfir koddann á litlu barnarúmi. Það var þaðan ,sem þessi undarlegi söngur kom. í sama bili kom Elsie auga á lækn- irinn og flýtti sér til hans. Hún horfði vandræða- lega og um leið með aðdáun á hann. „Ó, yfirlæknir, en hvað það var gott að þér komuð sjálfur,“ byrjaði hún og lygndi aftur aug- unum. Hann tók fram í fyrir henni: „Hver hefur hleypt henni inn?“ spurði hann og flýtti sér til zigaunakonunnar syngjandi. „Henni var hleypt inn samkvæmt skipun yf- irlæknisins," svaraði Elsie forviða. „Þetta er móð- ir Jael Higgins. Læknirinn gaf sérstakt leyfi til að hún mætti koma inn.“ ,,Hef ég gefið leyfi? Hvað eruð þér að segja, systir Elsie?“ Nú kom sigurglampi í augun á Elsie Smith. Hún skildi þegar hvernig í öllu lá. Angurgap- inn Sonja Harrison hafði blátt áfram þverskall- ast við fyrirmælum læknisins, en slíkt var fá- heyrt á nokkru gjúkrahúsi. „Þegar ungfrú Harrison kom aftur frá yður, sagði hún að þér hefðuð gefið leyfi til að hleypa móður Jael Higgins inn. Ég vona að hér sé ekki um neinn misskilning að ræða. Þetta er að minnsta kosti ekki mér að kenna.“ Yfirlæknirinn stóð sem steini lostinn um stund. Sá vottur af samúð, sem hann hafði kennt í garð Sonju Harrison áðan, var rokinn út í veður og vind. Hún, læknastúdentinn, hafði dirfst að þverbrjóta skipanir yfirlæknisins við eitt af stærstu sjúkrahúsum landsins. „Jú, þetta er misskilningur, systir — en það er ekki hægt að áfellast yður,“ muldraði hann og færði sig nær rúmi Jaels. Bella Higgins sá hann nálgast og stóð upp og studdi fingrunum á varirnar. „Ég gat látið hana sofna,“ hvíslaði hún. „Ó, læknir, mikið er ég þakklát yður fyrir að þér skylduð hleypa mér inn. Ég bjargaði Jael frá dauða — ég finn að ég gerði þa&.“ Áður en MacDonald áttaði sig á því, hafði hún gripið hnýttri grófgerðri hendinni um hvíta hönd- ina á lækninum og borið hana upp að munni sér og kyssti hana í ákafa. „Það er gott,“ sagði MacDonald og varð vand- ræðalegur og roðnaði. „Farið þér nú heim, og ef með þarf skulum við gera yður orð.“ Með yndisþokka, sem jafnvel ekki óhreinir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.