Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 garmarnir gátu dulið, gekk zigaunakonan út úr sjúkrastofunni. „Hræðilegt!" andvarpaði MacDonald yfir- læknir. „Hún er auðvitað morandi í sóttkveikjum og alls konar óþverra," sagði Elsie Smith. Á ég að þvo yður um hendurnar úr einhverju sótthreins- andi?" „Já, þakka yður fyrir, það væri kannske rétt." En það var ekki óttinn við afleiðingarnar af að hafa snert konuna, sem olli því að hjarta yf- irlæknisins barðist hraðar og ákafar. Ástæðan var annars eðlis og miklu sérstæðari, og hann vildi ekki viðurkenna hana fyrir sér sjálfur. Þessi snögglega blíða zigaunakonunnar var fyrsta snerting af kvennavörum, sem hann hafði orðið fyrir í síðustu tíu ár. Ekki síðan á stúd- entsárunum, þegar hann hafði verið ástfanginn af hinni undurfögru Claire Davids, hafði nokk- ur kona komið svona nærri honum. Því sterkari sem fjötrarnir eru, sem menn leggja á tilfinn- ingar sínar, því ákafara verður afturkastið, þeg- ar þær brjótast fram. „Viljið þér halda höndunum yfir skálinni, yf- irlæknir .. ." Allt í einu tók MacDonald eftir því, að hann var kominn inn í lítið útskot í salnum, og þar var þvottaskál. Elsie dró fimlega upp línskyrtu- ermarnar hans og fór að þvo hendurnar með sótthreinsandi meðali. Læknirinn horfði á hana og tók nú fyrst eftir hve Ijómandi falleg þessi stúlka var. Svipurinn var unglegur og mjúkur, augun eins og djúp, safírblá vötn, og gullgult hárið, sem gægðist fram undan hettunni, var eins og ský um höfuðið á henni. „Æ, nú setti ég víst blett á ermina," sagði hún. Og svo greip hún í ofboði handklæðið og nuddaði af kappi smá vætublett á skyrtu læknisins. „Þetta gerir ekkert til, systir," sagði hann og dró höndina að sér. „Þetta gerir alls ekkert til." „Einstakur klaufi get ég verið," sagði hún skömmustuleg. En mér er ómögulegt að gera við að ég er svo feimin og fumandi." Og um leið og hún sagði síðustu orðin brosti hún svo hlýlega að flestum karlmönnum mundi hafa fundist hún ómótstæðileg. Og brgsið verk- aði eins og balsam á sár hjá MacDonald, sem enn gat ekki um annað hugsað en hinar alvarlegu yfirtroðslur Sonju á fyrirskipunum hans. „Það er ekki nema gott að vera feiminn, syst- ir Elsie," sagði hann. „Hlédrægni og hæverska er fegursta dyggð konunnar." „Það er ekki að ajá að ungfrú Harrison hafi tamið sér þær dyggðir," sagði Elsie. Hún gat ekki staðist freistinguna, að hallmæla Sonju. „Ungfrú Harrison," MacDonald príði augun- um. Hann kreppti hnefana án þess að vita af því. ,,Hafið þér nokkra hugmynd um hvar hún muni vera, systir?" „Hún er sjálfsagt í skurðstofunni." „Já, auðvitað — ég hafði alveg gleymt því. „Get ég skilað nokkru til hennar?" „Nei, þökk fyrir. Ég fer þangað sjálfur eftir nokkrar mínútur." Hörkusvipurinn hvarf af andlitinu og hann rétti fr'am höndina og brosti þannig, að hégóma- gjarnt hjartað í yfirborðsmanneskjunni Elsie herti á sér. „Þakka yður kærlega fyrir hjálpsemina, syst- ir. Ég skal muna eftir þessu." Sonja var alveg róleg þegar MacDonald kom inn í skurðstofuna. Hún vissi að hún mundi fyrr eða síðar hljóta óþægindi af því að hafa hleypt móður Jaels inn, en henni datt ekki í hug að hann væri búinn að frétta það. Hvíta gríman huldi reiðisvipinn á andliti læknisins þegar hann kom að skurðarborðinu, þar sem sjúklingur- inn lá meðvitundarlaus. Sonja kom á eftir, og svo tóku þau til starfa þegjandi. Þetta var óvenjulega erfið læknisaðgerð, og Sonja hafði engu minna að hugsa um við að- stoðina en læknirinn sjálfur. Þegar hann skar hvern skurðinn eftir annan í vöðvavefina varð hún að setja klemmurnar á jafnóðum. Auk þess sem Sonja hafði lært í læknadeildinni, hafði hún einnig lært mörg hyggindi sem í hag koma hjá föður sínum. Og það kom sér vel fyrri hana núna. Eins og oftast þegar duglegur skurð- læknir og fimur aðstoðarlæknir vinna saman, -K-K-K-****** K** ^Jízk avi * >f >f >f * >f >f >f FBA MOSKVA. Laroche í Par- ís er alls staðar á höttunum. Þessa hug^nynd sína hefur hann fengið frá kósakkabúningunum. Hvítt flúnel og svartir hanskar. I»að er glæsuegt á að líta (ef stúlkan er glæsileg lika?). En liklega mundu flestar stúlkur kjósa, að hafa dálítið önnur lit- brigði á jakkanum og pilsinu. ÞBÍSTLLAÐUB HATTUB. Sumir munu reka augun í að stúlkan er svo ber um hálsinn og þó með vetrarhatt í blá- um vetrarstíl. — En ástæðan er sú, að myndin var tekin í sumar, siðla, þegar verið var að prófa vetrarhattana, og þessvegna voru sýningastúlkurnar sumarklæddar. — Þrí- stalla-hatturinn fer vel 1111511 m stúlkum með sviðgróðu and- litslagi, og er frá CANESSA, ítölsku firma. ***************-><:*-)<-)<-)<-)<:*-)<*-)<:-)<-)<* hafði orðið þegjandi samstarfshugur milli Sonju og læknisins — það var líkast og þau gætu les- ið hugsanir hvors annars. Áður en MacDonald hafði gefist tími til að rétta fram höndina eftir verkfæri, var það kom- ið í höndina á honum. Loks var uppskurðinum lokið og Sonja rétti úr bognu bakinu. Fingurnir voru stinnir og hún var dálítið ringluð eftir sál- aráreynsluna, en brúnu, fallegu augun ljómuðu af hrifningu. Hún vissi að hún hafði upplifað eitt af kraftaverkum skurðlækninganna, sem að- eins læknar af guðs náð gátu gert. Þetta var svo óendanlega miklu meira en að skera og stinga, það voru galdrar. Sonja var alveg frá sér numin og gleymdi hve önugur MacDonald hafði verið fyrir tveimur klukkutímum. Og hún gleymdi líka brotinu á reglunum, sem hún hafði gert sig seka um. „Haldið þér að hann lifi, læknir?" hvíslaði hún með öndina í hálsinum. „Ég veit ekki," svaraði hann stutt. „Ef hann lifir það ekki af þá er það að minnsta kosti ekki yður að kenna. Þetta var hreint og beint meistaraverk." „Jæja, var það? Ég vildi óska að ég gæti sagt það sama um yður, ungfrú Harrison." Sonja kipptist við. „Hvað gerði ég skakkt, læknir. Ég hélt að ég hefði ekki farið rangt að neinu." „Ég er ekki að hugsa um verk yðar við upp- skurðinn," svaraði MacDonald, meðan hann var að draga af sér gúmmíhanskana. „Þér dugðuð vel, en það var ekki nema skylda yðar sem að- stoðarlæknis. En ég er að hugsa um þá ósvífni að leyfa móður Jaels inn í sjúkrastofuna, þvert ofan í fyrirmæli mín. Hvernig dirfist þér það?" Sonja náfölnaði. Nú var komið að skuldadög- unum, og nú missti hún alveg þá sannfæringu um að hún hefði gert rétt, sem hafði haldið henni uppi til þessa. Hún var hrædd og kvíð- andi, en því varð hún fyrir alla muni að leyna. „É skirrist ekki við neitt til að bjarga lífi barns," svaraði hún með hjartað í hálsinum. Framh. FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og IV2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.