Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Page 15

Fálkinn - 04.12.1959, Page 15
FÁLKINN 15 Mtiddu eftir wtaér — * FRAMH. AF 9. SÍÐU þínar með Bill? Allt þetta himin- bláa sakleysi — þið hafið leikið lag- lega á mig? Jæja, taktu bara við hlutverkinu mínu, litla mín. Til hamingju! Hvorug þeirra hafði tekið eftir að Bill stóð í dyrunum. Þegar hann tók til máls var röddin eins og stál. — Marty, hvað hefur þú gert á hlut Tessu? Marty tók fast í töskuna sína, en Bill stóð í dyrunum fyrir henni. — Hvert ertu að fara? — Láttu mig um það. — Það kemur mér líka við, Marty! Ef þú ferð núna, er öllu lokið milli okkar, og í þetta sinn ætla ég ekki að koma skríðandi til baka. En Marty ýtti honum til hliðar og fór. Tessa fékk ákafan skjálfta, sem hún gat ekki ráðið við. Bill stóð kyrr um stund. — Hún getur ekki að þessu gert, sagði hann hvað eft- ir annað. — Hún er svona gerð, og hún er gerólík okkur. Þú mátt ekki taka þér þetta nærri, Tessa. En vissi hún eiginlega hvers- vegna hún skalf svona? Hafði ekki Marty afhjúpað eitthvað í henni sjálfri, tilfinningu, sem hún hafði aldrei viljað meðganga — að hún elskaði Bill? Bill studdi hendinni á öxlina á henni og neyddi hana til að líta framan í sig. — Tessa, ég verð að fara á burt um stund. Þú skilur hversvegna, er það ekki? Þú ert svo ung, aðeins sautján ára. En lofaðu mér einu — þú mátt aldrei verða eins og Marty, og aldrei fleygja hjartanu í þér í hvern sem er. Nei, hún hafði aldrei fleygt hjart- anu á sér í hvern sem var. En hún hafði gefið Bill það — þetta kvöld. — Geturðu beðið eftir mér, Tessa? hafði hann sagt. — Lofað mér að þú skulir bíða ... En hversvegna átti hún að bíða? Hjarta hans var hjá Marty — þrátt fyrir allt . .. ÞAÐ var engum blöðum um það að fletta — Marty var fyrirmyndar gestgjafi. Um hálfþrjú-leytið dag- inn eftir voru gestirnir að spila tennis, synda eða sólbaka sig í fjörninni. Um sex-leytið komu nýir gestir, og glaðværðin fór vaxandi. En Bill var ekki kominn enn. Tessa reyndi að brosa og vera sem eðlilegust, en augu hennar voru alltaf á flökti — hún var að leita að einhverju. Geoffrey studdi varlega á hand- legginn á henni: — Elskan mín, hvað gengur að þér? Hversvegna ertu svona áhyggjufull. — Ég veit ekki. Það er kannske af því að svo margt fólk er hérna ... í sömu svifum kom hún auga á Bill. Hann var hærri og grannari en hana minnti að hann væri, en næmi munnurinn og augun undir dökku brúnunum var alveg eins og í gamla daga. Marty gekk á móti honum og rétti fram höndina. — Góði Bill, við vorum farin að verða hrædd um að þú mundir ekki koma. Tessa leit undan til þess að sjá ekki augnaráðið, sem hún mundi að hann hafði alltaf sent Marty — augnaráð fullt af þrá. En allt í einu heyrði hún rödd Bills bak við sig. — Nei, þarna er þá Tessa! Komdu og lofðu mér að sjá hvort þú hefur stækkað. Tessa sneri sér að honum. Und- arleg, titrandi kennd fór um hana alla er hún sá þrána, sem skein úr augum hans, og nú var það hún, sem hann horfði á en ekki Marty. Það var líkast og augu hans væri að tala við hana: Þarna sérðu, ég er kominn aftur, Tessa, en í þetta skipti er ég kominn til þín. Hún heyrði rödd Marty í fjar- lægð: — Og þetta er Geoffrey Fur- ness, unnustinn hennar Tessu. Bill fölnaði en hann hélt áfram að horfa á Tessu — sama annarlega löngunarfullt augnaráðinu . . . Samkvæmið hélt áfram eftir á- ætlun, og þrátt fyrir að Tessa var í miklum hugaræsingi, hélt hún á- fram að brosa og taka þátt í sam- ræðunum. En allt í einu — án þess að hún gæti gert sér grein fyrir hvernig á því stóð — var hún kom- in út í horn á svölunum, og Bill var hjá henni. — Þú beiðst þá ekki eftir mér, Tessa mín .. . — Ég skil ekki hvað þú átt við? Hún sá glóðina í vindlingnum hans í myrkrinu. — Ég hélt að þú skildir mig þeg- ar ég fór. Allt breyttist á því eina kvöldi. Ég skildi allt í einu að það varst þú, sem ég elskaði — ekki Marty. En þú varst svo ung . . . Tessa gat ekki komið upp nokkru orði. — Errtu staðráðin í að giftast Geoffrey? spurði hann lágt. — Ég verð að gera það, Bill. Hann hefur verið mér svo góður — svo nærgætinn við mig ... — En þú elskar hann ekki. Þú elskar mig — ég sá það í augunum á þér, þegar við hittumst í kvöld. Hún leit undan. — Nei, þetta er ekki hægt, Bill, hvíslaði hún. — Ég get ekki brugðizt honum. — Tessa! Ef þú giftist Geoffrey án þess að elska hann, þá gerir þú það sama gegn honum sem Marty var í þann veginn að gera gegn mér. En það getur þú ekki gert, Tessa. Þú ert ekki þannig gerð. — Ég get ekki svikið hann, end- urtók hún ósjálfrátt. Allt í einu kom Marty hlaupandi út á svalirnar. — Bill, hvar ertu? Komdu, við skulum dansa . . . Hún stanzaði er hún sá Bill og Tessu þarna saman. Svo gekk hún hratt til þeirra og tók í handlegginn á Bill. — Ég vil dansa, sagði hún og brosti sigurviss. Tessa fann hönd snerta öxlina á sér. Það var Geoffrey. — — Ekki núna, svaraði hún og tók eftir hve særður hann var í andlitinu. — Kannske við ættum að ganga niður að ánni, sagði hann. Hún kinkaði kolli og þau gengu hægt niður mjúkt grasið. Við bátnaustið stóð lítill bekkur. — Eigum við ekki að tylla okkur hérna, Tessa? Ég þarf að tala við þig, sagði hann. — Ég veit að þú elskar mig ekki, Tessa. Þú hefur aldrei elskað mig, en ég vonaði að það mundi breyt- ast. En nú skil ég að það breytist ekki. Hana langaði til að andmæla — segja honum að hún héldi að hún mundi læra að elska hann. En hún kom ekki upp nokkru orði. — Það er Bill Trent sem þú elsk- ar. í dag hef ég orðið sannfærður um það. En ég held að þú hafir ekki gert þér það ljóst, daginn sem þú lofaðir að giftast mér. — Það er búið með það núna, sagði hún, og röddin brast. — Nei, ég veit að þú elskar Bill, sagði hann, og á því augnabliki fann hún að hjarta hennar hrópaði: já, ég elska hann! Fyrirgefðu mér — en ég elska hann! Hann stóð upp og sagði lágt: — Bíddu svolítið hérna, Tessa. Og svo hvarf hann út í myrkrið. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði setið og biðið, en allt í einu sat Bill við hliðina á henni og hún hallaði sér að honum. — Geoffrey sagði mér hvar þú værir, sagði Bill loksins. — Ó, Bill — hann er svo góður Ofan frá húsinu heyrðist ómur af danslögum. Bill þrýsti henni að sér. — Ástin mín, hvíslaði hann, — ég er svo glaður að við skyldum finna hvort annað aftur. Hljóðfæraslátturinn þagnaði. En áin raulaði með hægum nið í myrkr- inu, á leiðinni til hafsins . . . ★ Þeir hafa gert skrá urn ríkustu konur heimsins, vestur í Ameríku. Gœti þetta orðið til leiðbeiningar þeim, sem vilja ná sér í ríka konu. Má þá sérstaklega benda á Doris Duke, dóttur tóbakskóngsins James Buchanan. Hún erfði kringum 300 milljón dollara. SKEGGKÓNGURINN DANSAR. Þegar bændurnir í Allgau-Ölpun- > um flytja heim úr selinu á haust- ih, er haldinn mannfagnaður í sveitinni og þar er meðal annars kosinn „skegg-kóngur“. Það er skilyrði fyrir þátttöku í keppn- inni, að maðurinn sé nýrakaður, þegar hann fer í selið að vorinu. Verðlaun fyrir fallegasta skeggið er gríðarstór kýrbjalla, og heiður- inn að auki. Hér sést skeggkóng- urinn dansa við fallega selstúlku. ★ í Bandaríkjunum sem heild eru engir lögskipaðir helgidagar. Sam- kvcemt stjórnarskrá ríkisins skal hvert fylki fyrir sig lögákveða hvaða dagar skuli vera haldnir helgir. Hestu hlífbiti - fyviv henduvnar: það er gott að bera NIVEA-smyrsl á hendurnar að loknum þvotti eða uppþvotti, en pó er enn betra að nota pau dður en verkið er hafið. það er þyðingarmest að veita höndunum vernd gegn sáþu og þvottaefni. Með því móti verða þær jafnan fallegar. þá má með sanni segja:

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.