Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 13
9 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 þVí aS honum hafði oft dottið í hug við lestur smásagna eftir skáldið: ,,Hvers vegna samdi hann ekki þetta fyrir leiksvið?“ — „Samtölin eru svo lifandi, persónurnar svo skýr- ar og atburðirnir svo ákveðnir, að ekkert virðist vanta á, aðeins form- ið, leikrit í stað sögu,“ Út frá þessum atburði í leiklist- arlífinu, sem sýningin á Lénharði fógeta varð, leggur svo Leiklistar- vinur og er meginefni greinar hans áskorun til Reykvíkinga og Leikfé- lagsins að koma upp húsi fyrir fé- lagið. Hann segir: „Öllum er það fullkunnugt, hve ófullnægjandi það hús er, sem not- að hefir verið til sjónleika að und- anförnu (Iðnó), bæði fyrir leikend- ur og áhorfendur. Og til samsöngva og hljómleika er það með öllu ónot- andi. Ég mun verða spurður, hvaðan eigi að fá peninga. Jú, því er auðsvarað. Peningana á höfuðstaðurinn og landið að leggja til. Sómi þeirra er í veði, ef fram- kvæmd leikhússbyggingarinnar dregst um mörg ár enn.“ „Hverjir eiga að beitast fyrir framkvæmdinni? — Það á Leikfé- lag Reykjavíkur að gera. Hvað? Leikfélagið? Heyrist mér allir meðlimir þess segja. Enga pen- inga hefir það, né tök á slíku. Hið fyrra mun vera rétt, en hið síðara ekki. Ég talaði við gjaldkera þess í haust um leik og fleira, og hann sagði efnahag félagsins þröngan, jafnvel að það væri í skuld frá síð- asta vetri. En það raskar að engu skoðun minni.“ Greinarhöfundur minnir á fórn- fúst starf, sem margir félagsmenn í Leikfélagi Reykjavíkur hafi unnið við verstu starfsskilyrði, og hann bendir á, að allt kapp sé á það lagt að gera skemmtihús sem vistlegust, m. a. kvikmyndahúsin, sem orðin eru tvö, og hann telur illa farið, ef þau yrðu leikmennt bæjarins að fjörlesti, „og það því fremur sem nú má vænta, að innlend leikrit bjóð- ist á hverju ári.“ „í Leikfélaginu, og í sambandi við það, munu vera margir þeirra manna, sem ekki aðeins bera bezt skyn á leikmennt, gildi hennar og gagn, heldur og eru öðrum færari til að gera öðrum skiljanlega nauð- syn hennar, en það er eitt höfuðat- riðið í þessu máli. Og meðal annars af þessari ástæðu álít ég forustu fyrirtækisins bezt borgið hjá Leik- félaginu.“ — Leikhúsvinur lýkur grein sinni með því að segja: „Ég treysti því, að Leikfélag Reykjavíkur taki málið til alvar- legrar íhugunar, og að það komist að þeirri niðurstöðu, að ekki aðeins þarfir heldur og beinlínis tilveru- skilyrði þess og leiklistarinnar sé undir því komið, að málið komist í framkvæmd áður en langt um líður.“ Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafold- ar, var ekki myrkari í máli um þýðingu þess, að leiksviðið hér hefði nú eignazt tvö sambærileg íslenzk leikrit. Hann segir í blaði sínu 27. des. 1913: „Það var bjart yfir hugum manna í leikhúsinu í gærkveldi — á báða bóga, meðal áhorfenda og leikara. Það var vaxandi samúðarstraumur milli þessara aðila eftir því sem leið á kvöldið. Og þakklætishugarþelið til skáldsins kom bezt í ljós eftir leikslok, er fólk linnti ekki á lát- um fyrr en það var búið að votta skapara kvöldsins með alúðarlófa- taki og fagnaðarópum, er hann kom fram á leiksviðinu, hve mikils þótti vert þetta fyrsta sjónleikaskáldverk hans. Lénharður fógeti varð sigur bæði fyrir skáldið og fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Leiksýningin í gær- kveldi var tvimælalaus bending um, að það er íslenzkur leikritaskáld- skapur, sem leikara vorir eiga að fást við. Þetta sama kvöld í hitteð- fyrra sýndi Leikfélagið Fjalla-Ey- vind. Það var áreiðanlega bezta leik- sýning félagsins — þangað til í gær- kveldi.“ Og enn bætir Ólafur Björnsson við: „Leikfélagið hefur aldrei sýnt neitt hér á leiksviði með líkt því eins góðum heildarleik og Lénharð fógeta. — Sá viðburður gerðist í leikannálum vorum þetta sinni, að enginn lék illa.“ Lénharður fógeti er viðburður í íslenzkum bókmenntum, þar sem hann er fyrsta spor eins helzta skálds vors, á leikrita-brautinni — og það svo vel stigið. Lénharður fógeti er viðburður í íslenzkri leiklist, því að hann hefur gefið leikurum vorum tækifæri til að sýna hvað þeir geta, og er nýr vottur um, að íslenzk leiklist getur verið góður fulltrúi íslenzks leik- ritaskáldskapar á leiksviðinu.“ Þessar glöðu raddir heyrast aftur, þegar Galdra-Loftur var sýndur á jólum 1914. Það er eins og áhorf- endur vaxi, krefjist meira olnboga- rúms en þrengslin í Iðnó leyfa, er þeir sjá Leikfélagið færast í aukana og vinna hvert þrekvirkið á fætur öðru. Ólafur Björnsson ritstjóri segir í ísafold 9. jan. 1915: „Vel er það, að Galdra-Loftur skyldi fyrst leikinn á aðalleiksviði íslands, og enn betur þó, að svo verulega góð var meðferðin af hálfu Lokaatriðið í Lénharði fógeta á jólunum 1913. Lénharður stendur bundinn fremst á leiksviðinu, annar maður frá vinstri. — Aðrir leikendur eru: Eysteinn úr Mörk (Jens B. Waage), Guðný á Selfossi (Stefanía Guðmunds- dóttir), Ingólfur á Selfossi (Herbert Sigmundsson), Magnús biskupsson (Ragnar Kvaran), Ólafur í Vatnagarði (Stefán Runólfsson), Helga og Torfi í Klofa (Þóra Möller og Andrés Björnsson). í aftari röð sjást auk manna Torfa: Freysteinn á Kotströnd (Jakob Möller), Bjarni á Hellum (Jónas H. Jónsson) og Jón á Leirubakka (Þor- finnur Kristánsson). — „Enginn lék illa,“ sagði ísafold. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.