Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 14
10 ^14. cj'4t ^M^ .$'£. £\u, ^M/^ ^Yi, MfcSJfc ^14. ^M/^ ^M/^ ^M/^ .jM^. •$'£. jM£. ^M^. .$!£. ^M/^ ^M/^ ^M-fc, j,M£. ^M/^ jjlfe. ^M/^ ^M/^ ^M/^ ^M^ jV£. ^M^. ^M/^. .$!£. _$!£. JOLABLAÐ FÁLKANS 1959 Leikfélags Reykjavíkur. íslenzku leikritin, sem Leikfélagið hefir sýnt siðustu árin, Fjalla-Eyvindur, Lén- harður og nú síðast Galdra-Loftur, hafa stórum aukið tilverurétt þess og áunnið því virðingar og þakk- lætiskröfur hjá öllum þeim, er ís- ienzkum listum unna. Ef ytri um- búnaður leiksviðsins og aðbúnaður á áhorfendasvæði væri nokkurn veginn eins og gerist í sæmilegum leikhúsum erlendis, mundi heildar- svipurinn eigi gefa eftir því, er þyk- ir talsvert meira en í meðallagi gott erlendis.“ Og honum verður hugsað til að- búnaðarins í Iðnó og segir: „Það er stórsynd, stór menning- armisbrestur, að eigi skuli enn efni og ástæður til að reisa hér sæmilegt leikhús." Þakklátum huga minnist hann leikendanna: „Eftir mörg ár, þegar við, sem nú erum ungir, erum orðnir gamlir menn og ungu mennirnir fara að dást að þeirrar tíðar leikendum, þá spái ég, að hjá okkur körlunum kveði við: „Þá hefðuð þið átt að sjá frú Stefaníu og Jens Waage í Galdra-Lofti! Þá hefðuð þið séð vel leikið.“ Svo lengi mun endurminn- ingin um leik þeirra lifa ljós í hug- um vorum.“ „Næst mun Leikfélagið ætlað að sýna annað íslenzkt leikrit, Syndir annarra, eftir Einar Hjörleifsson. íslenzkum verkefnum handa því fer fjölgandi, og því fleiri sem þau verða, því meiri framsókn má búast við í íslenzkri leiklist. Það tvennt mun saman fara. Leikhús og leik- list mun eigi þrífast í neinu landi, þar sem eigi er til þjóðlegur leik- ritaskáldskapur.“ Syndir annarra er síðasta leikrit- ið í þessari upptalningu, en eftir þetta komu fram leikrit Guðmund- ar Kambans og fleiri íslenzk leik- ritaskáld. Ef til vill er rétt að telja síðast í þessari röð, Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur, en á þriðja tug aldarinnar verður snögg breyting til hins verra hvað snertir íslenzk leikrit, þeim fer aftur fækk- andi í hlutfalli við sýningar er- lendra leikrita og áhugi manna dofnar fyrir hinu íslenzka leiksviði. Ef til vill hefur leiklistin hér í Reykjavík aldrei staðið með þvílík- um blóma og annan áratug Leikfé- lagsins. Hér er ekki átt við það, að útbnúaður leikanna hafi verið með glæsibrag, þó að þeirrar tíðar áhorfendur fyndu honum fátt til foráttu. Það þarf ekki annað en að líta á mynd frá sýningu á Lénharði fógeta frá 1914 til þess að átta sig á því, að það voru ekki búningar og tjöld, sem sköpuðu hrifningu á- horfenda, sem hér hefur verið drep- ið á. Á myndinni sjáum við ýmis- legt skrítið, hér skal aðeins minnzt á vopn þeirra Lénharðs-manna. Ing- ólfur á Selfossi er með byssusting frá samtíma heimsstyrjöld að vopni, Ólafur í Vatnagörðum og Torfi í Klofa eru vopnaðir dönskum ridd- araliðssverðum frá 1864, og Torfi er auk þess með broddhjálm frá Bismarks-tímanum, en Eysteinn ber konsúlssverð vopna. Skylt er að geta þess, að leiktjöldin voru smekk- lega máluð af Einari Jónssyni mál- ara og trúverðuglega gerð eftir sunnlenzku landslagi. Það, sem gerir svo einkennilega bjart yfir leiklistinni í Reykjavík áratuginn 1907-—17, var það, að þá komu íslenzku leikritin fram, og þá voru hér leikendur, sem kunnu að leika sitt eigið þjóðlíf, eins og Matt- hías kvað. Áratuginn á undan, hinn fyrsta í sögu félagsins. höfðu íslenzk leik- rit aðeins 3,3% af samanlögðum leikkvelda-fjölda, dönsk leikrit voru þá með 42,5%. íslenzka áratuginn, 1907—17, snýst þetta alveg við. Þá hafa íslenzk leikrit 49,4%, dönsk eru þó með 19% og næst-hæst að leikkvelda-fjölda. Þetta tímabil, sem er mesta vaxtartímabil Leikfélags Reykjavíkur, er um leið íslenzkasta tímabilið. Nú er svo komið, að síð- asta áratuginn, 1947—57, eru ís- lenzku leikritin komin ofan í 23,5% af sýningarfjöldanum, en ensk-am- erísk leikrit skipa hinn fyrri heið- urssess íslenzku leikritanna með 43,2% af heildartölu leikkveldanna. Það er ekkert tilhlökkunarefni, ef hlutfallstölurnar eiga eftir að síga enn meir á ógæfuhlið. En hér er verkefni að vinna, fyrir Leikfé- lagið í nýjum húsakynnum og fyrir alla, sem unna leiklistinni, að styðja að íslenzkum verkum og sýningum þeirra, því að það er óyggjandi, sem Ólafur Björnsson ritstjóri sagði: „Leikhús og leiklist mun eigi þrífast í neinu landi, þar sem eigi er til þjóðlegur leikritaskáldskap- ur.“ Og við skulum bæta við, með Matthíasi Jochumssyni: Leikendur — sem kunna að leika sitt eigið þjóðlíf. Lárus Sigurbjörnsson. Stefanía Guðmundsdóttir sem Steinunn í Galdra-Lofti. Jens B. Waage í sœringaratriðinu í Galdra-Lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.