Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 22
18 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 Íp AÐ væri synd að segja, að |9 Jörundur — eða Jörgensen, ^ hafi verið athafnalaus þessa m tæpa tvo mánuði, sem hann stjórn- aði landinu. Það, sem fyrst lá fyrir, er hann hafði gefið úr „Proclama- tion“ sína, var að taka verzlanir hinna dönsku kaupmanna og fá við- urkenningu embættismannanna á hinu nýja stjórnarfari og tilkynn- ingu þeirra um hvort þeir vildu þjóna Jörundi eða segja af sér emb- ætti. Jörundur tók ómýkstum hönd- um á þeim verzlunum, sem dansk- ir eigendur og framkvæmdastjórar voru að; við kaupmenn, sem hann taldi íslenzka, var hann liðlegri og lét þá halda áfram störfum og hirti ekki eignir verzlunarinnar. Meiri hluti embættismannanna vildu una við breytinguna og halda áfram starfi, og notuðu sumir þeirra tækifærið til að biðja um launavið- bót, svo sem Björn Stephensen yfir- réttarritari. Aðrir svöruðu tvírætt en sumir vildu vera konungi trúir og' vildu ekki gegna embætti undir Jörundi. En nokkrir vildu vera Jör- undi ljúfir og eftirlátir, svo sem Guðmundur Scheving sýslumaður í Haga á Barðströnd, enda skipaði Jörundur hann amtmann yfir Norð- ur- og Austuramtinu í stað Stefáns Þórarinssonar, sem sagði af sér emb- ætti. Næstu daga eftir „proclamation- ina“ gerði Jörundur út umboðs- menn sína til þess að ráðstafa verzl- ununum í Hafnarfirði, Keflavík og Eyrarbakka. Og 28. júní fer Jör- undur að koma sér upp varðliði eða lífverði. Hann hafði notað tólf hermenn af skipi Phelps, er hann handtók Trampe, en mun hafa þótt þjóðlegra að koma sér upp íslenzku varðliði. UFVÖRÐUR JÖRUNDAR. Gísli Konráðsson „telur flesta liðs- mennina sundurgerðarmenn“, segir dr. Helgi Briem í riti sinu um Sjálf- stæði íslands 1809, „og er ekki vafi á að Jörgensen hafi viljað hafa menn sína hermannlega og glæsi- lega, enda gekk hann „glæsilega klæddur og ætlaði sér auðsjáan- lega að ganga í augun á almenn- ingi“. Sjálfur segist hann hafa geng- ið í bláum frakka með axlaskúfum, en það hafi verið einkennisbúning- ur sinn frá víkingadögunum. Og vit- anlega fengu varðmennirnir ein- kennisbúninga. Þeir voru grænir og með rauðum leggingum. Til er reikningur um saum á fatnaði líf- varðarins og er þar tekið 6 stk. bláar mussur, 2 bláir einkennisbún- ingar, 2 grænar stórtreyjur, 12 fínar skyrtur, 4 grófar skyrtur, 6 svartir silkiklútar, 8 lök og 8 skyrtur, 4 grófar skyrtur, 6 svartir silkiklút- ar, 8 lök og 8 matressur með kodd- um. Varðmennirnir bjuggu í betrun- arhúsinu þáverandi (Stjórnarráðs- húsinu). Og þeir fengu hesta til af- nota ,,ok var áður stýfdr hálfr stertr af þeim til þess að Jörundur fékk auknefnið „mera taglskeri". Vopn fengu þeir einnig, og var Savignac kaupmaður látinn kenna þeim að nota þau. „Hafa þeir að vonum þótzt eiga nokkuð undir sér, er þeir riðu um á þeim stertstífðu,“ segir dr. H. Br. „í grænu treyjunum rauðbryddu og með bláar ferðatreyjur, á heið- bláum síðbuxum og korða við hlið, með stærðar stigvél og silkiklútinn um hálsinn, enda segir Espólín, að „þeir fóru óskaplega, ok riðu yfir tún ok bæi, ok mæltust til margs illa, ok helzt ef ei varð náð tali af honum sjálfum; sidadi hann þá ok lítt, því hann var örr ok framgjarn, ok ólærdr“.“ í liði Jörundar voru tí menn, auk yfirmanns, en munu hafa orðið 8 áður en lauk. Yfirmaðurinn var Jón stúdent Guðmundsson, kallaður ,,greifinn“, og kann auknefnið að stafa af því, að hann hafði áður verið í þjónustu Trampe greifa, og síðar ísleifs dómara á Brekku, eftir að Trampe setti hann í stiftamt- mannsembættið í fjarveru sinni, en reynzt hvorugum vel. Jón mun hins vegar hafa verið í áliti hjá Jörundi, sem fól honum ýmis trúnaðarstörf, auk lífvarðarforustunnar. En þessir voru liðsmenn Jóns: 1) Samson Samsonarson, Hún- vetningur, 26 ára. „Hann var mest- ur maður í liðinu að vallarsýn og herðibreiður mjög, 67 (4 þuml. á hæð, en 2014 þuml. yfir herðarnar. Hann „var maðr álitlegr, í knárra lagi, kallaðr kvennamaðr mikill. .. Var hann snauðr mjök, ok ætla menn hann geingist fyrir mála þeim er Jörgin gallt ok svo klæða- burði, voru þeir allir á grænum treyjum ok heiðbláum öklabrókum, en Samson kallaðr sundurgerðar- maðr af eðli.“ 2) Jónas Jónsson úr Ávík í Strandasýslu, nýsloppinn úr betr- unarhúsinu áður en Jörundur kom, rúmlega þrítugur. Hafði kona hans, sem kölluð var Sesselja Tukta og var 11 árum eldri en hann, stolið sauðfé og varð Jón samsekur henni, fyrir hylmingu. — Þessir tveir voru undirforingjar Jóns og fengu 24 skildinga dagkaup, en hinir aðeins 16 skildinga. Þeir voru: 3) Jón eða Jóel Jónsson af Skaga- strönd, 32 ára. 4) Jón Bjarnason úr Gullbringu- sýslu, 28 ára. 5) Gísli Einarsson af Akranesi, 21 árs, „langleitur, linmæltur en nefstór — vel viti borinn... hvat- legur og sundurgerðargjarn". 6) Dagur Jónsson var Skagfirð- ingur, aðeins 19 ára. „Ekki var Dagr óvitur mjök en gambraði mikit — ok verstur þótti hann allra fylgjara Jörgins". En áður en Jörundur lét af völd- um er svo að sjá að tveir í viðbót hafi verið komnir í liðið: 7) Sveinn Pétursson „kallaði sig Hjaltalín og var hann einbirni og hafði verið um tíma í Hólaskóla, en fór þaðan og sóaði fé sínu og var ekki vinsæll. . . Hafði keypt líntjald eptir Hólabiskupa og ferðaðist með mikilli sundurgerð . . . Lét hann af námi er hann tók arf sinn, sóaði hann honum brátt, svo að kynjar máttu heita, átti í þrakki við menn marga, ok barði á sumum, því mik- ill var hann vexti, ok í sterkara lagi, og lét þá úti jafnan fébætr.“ 8) „Gísli Guðmundsson var einn- ig Skagfirðingur. Hafði hann komizt í þjófnaðarmál, en ekki undir mannahendur, og hafði hann verið árið áður hjá Ólafi Stefánssyni í Viðey.“ Þetta var allur her Jörundar. Það fyrsta, sem þessi her gerði, var að handtaka Sigurð Thorgrímsen, sí8- ar land- og bæjarfógeta, þáverandi skrifara Trampes, en honum var sleppt aftur þegar í stað. Sögulegri varð aðförin að ísleifi á Brekku 2. júní. Dr. Helgi Briem segir þannig frá henni, og er frásögnin byggð á skýrslu ísleifs sjálfs: „Segir Isleifur, að Jörgensen og 8 íslendingar hafi gert árás á sig á Brekku 2. júlí. Voru þeir allir vopn- aðir, og höfðu varðmennirnir bæði sverð og skammbyssu. Gekk Jón Guðmundsson inn í stofu til ísleifs með sverð eitt mikið og skamm- byssu og ógnaði honum til þess að koma þeim til Reykjavíkur og af- henda sér lykilinn að hirzlu einni, þar sem hann geymdi mikilsvarð- andi skjöl. Þóttist ísleifur ekki fá rönd við reist, þar sem hann var vopnlaus, og var eftir nokkurra mín- útna viðstöðu lagt af stað til Reykja- víkur og riðu varðmennirnir með brugðnum sverðum. Fyrir utan greifahúsið ætlaði ísleifur að segja eitthvað sér til varnar, en Jörgen- sen ógnaði honum með vopnunum til þess að þegja. Var hann síðan leiddur sem fangi upp á loft í hús- inu og lokaður inni í kompu, sem it í Fálkanum í sumar (23. blaði) var sagt frá komu Jör- undar Hundadagakonungs til Reykjavíkur, handtöku Tram- pes stiftamanns og valdatöku Jörundar, 25.—26. júní. Stjórn hans stóð að nafninu til þang- að til 22. ágúst um sumarið 1809, er allar athafnir Jörund- ar voru ónýttar, með samningi milli þeirra Stephensens- bræðra, Magnúsar dómstjóra og Stefáns amtmanns annars vegar og Alexanders Jones skipherra og Phelps kaup- manna hins vegar. — Jörund- ur fór af landi burt 25. ágúst, en óvænt atvik réðu því, að hann kom hingað aftur 4 dög- um síðar — „snögga ferð“. — Hér segir frá tiltektum Jörundar eftir að hann tók völd, og eru flestir söguþætt- irnir teknir orðrétt úr riti dr. Helga Briem; „Sjálfstæði Is- lands 1809“. e9 atr JÖRUNDIJK átjórna Éi ^diíandi « Dansleikur í Reykjavíl « 14. ágúst 180S O i! Alexander skiphern ö p dansar vii jrú Vancouver p sem festir hárkollum í Ijósahjálminum í!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.