Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 26

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 26
22 -^'4- ^'/í. ^J^. ^\J£. .jM^ ^S'/i. jMfc. ^J^. ^J/i. ^J/i- ^C-Wc. ^J/<i. ^J/;. ^J/<i. ^\J/<i. ^Ufe. ^\J/<i. ^\'/<i. •$'£. ^\'/<i ^\'/<^ ^\'/<i. ^\'/<i ^\'/<i. ^\'/<i ^\'/<^ ^\'/<i ^\'/<í. ^M/^ ^M/<i. ^\t£. .jJIA ^M/^ JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 Nú verðurðu, aldrei þessu vant, að hugsa ekki aðeins um sjálfa þig . ■ . etftir yiotctk C. Jaftted lOKO;i«!ÍÍSÍÍÍi;iKO«í5;i;i;5;iíÍtt;ííiO«OíiíÍttí>«tt;i;sít!ií«iíl!iOíiíi;i;i;i;iíiíiS;0!Síiíi«ai ;|cN ÚN var skírð Noel af því að Jjliffg hún fæddist á jóladaginn. Með- an hún var að vakna var hún að hugsa um þetta. Út um gluggann sá hún gráa skímu, — en hún lokaði augnum aftur, hún vildi helzt ekki vakna og horfast í augu við það, sem hún átti von á. Fyrir tveimur árum mundi hún hafa borðið þennan dag velkominn. Þá lá barnið hennar í vöggunni milli rúma hennar og Kenrys. En þetta barn hafði hún misst úr löm- unarveiki fyrir nær tveim árum. Eftir að litli drengurinn dó, hafði sett að henni einhverskonar hjarta- kal, sem lokaði allar aðrar tilfinn- ingar úti. Henry muldraði eitthvað upp úr svefni og hún var dauðhrædd um að hann mundi vakna. Hann mundi undir eins muna hvaða dagur var í dag, en henni var um megn að taka á móti hamingjuóskum hans fyrr en hún hefði búið sig betur undir. Henni sárnaði að henni skyldi vera svona innanbrjósts, og henni var harmur að því að Henry gat ekki huggað hana nú orðið. Hann var enn sá sami sem hann hafði verið fyrir fjórum árum, er hún varð ástfangin af honum, jafn glað- lyndur og hugulsamur. Það var hún, sem hafði bægt honum frá sér eftir að barnið dó. Allar tilraunir hans til þess að brúa djúpið milli þeirra höfðu mistekizt. Var honum eigin- lega ljóst, hvernig sambúð þeirra hafði breyzt? hugsaði hún með sér. Hún strauk silkimjúku hárinu frá enninu á sér. Og um leið rann lakið niður af öxl hennar og geigur fór um hana. Henni var hugsað til síðasta sum- arsins sem hún var ógift. Henry iá við hlið hennar á heitri klöppinni, sjórinn gjálpaði í grjótinu fyrir neðan þau og það urgaði í öldun- um, er þær soguðust út og báru með sér steinvölurnar. Og yfir þeim sveimuðu gargandi máfar. Henry hafði risið upp við dogg til að horfa á hana, þar sem hún lá út af og sleikti sólskinið. Hann hvíslaði, eins og hann vildi ekki spilla kyrrðinni. Hann sagði: And- litið á þér er eins og filabein, sem sólin hefur gefið líf. Þetta var leikur, sem hún hafði gaman af að leika við hann — að láta hann koma með einhverjar furðulegar lýsingar á úliti hennar. — Geturðu fundið nokkra aðra sam- líkingu? sagði hún. — Fegurð þín er þannig, að erfitt er að lýsa henni. — Ég er ekki viss um að mér líki þetta vel. Hann hafði snert augnabrúnir hennar með fingurgómnum. — Mér er ómögulegt að skilja, hvernig þær geta verið svona fallegar og jafn- ar . . . Þau heyrðu í reiðhjólsbjöllu og settust upp. Þau vorn bæði vör um sig gagnvart ókunnugum, —- enginn átti að vera sjónarvottur að ást þeirra. Tveir smástrákar hjóluðu fram hjá á fleygiferð. Noel gat enn séð þá í huganum, —- hún mundi meira að segja litinn á skyrtunum þeirra. Gult blóm á stuttum legg stóð upp úr græna grasinu, og Henry sleit það upp. Hann hélt því undir hökunni á henni og sagði: — Það varpar gullnum skugga á hálsinn á þér. — Ætli það sé ekki eitthvað líkt og ég hefði klínt á mig eggjarauðu, hafði hún svarað brosandi. — Ó, ég er svo sæl, hafði hún hugsað með sér. Eftir fáeina mán- uði væri hún orðin frú Colwell. Henni fannst lífið eintómt yndi — svo unaðslegt, að eigi væri rúm fyrir meira. Hún beit á vörina. Veslings Hen- ry, -— mikil vonbrigði hlutu þetta að vera fyrir hann . . . hugsaði hún með sér um leið og hún fór varlega fram úr rúminu. Kalt loftið næddi um hana gegnum þunnan náttserkinn, en hún reyndi ekki að ná í morgunkjólinn sinn. Hún ætl- aði að reyna að komast inn í bað- klefann án þess að vekja Henry. Meðan hún lá í volgu baðinu starði hún upp í loftið og á sólar- geislana, sem allt í einu lagði inn um gluggann og sló gullbjarma á gufuna í klefanum. Og Noel hugs- aði með sér: Guði sé lof, að það verður sól og milt veður, þá verð- ur síður jólalegt. Hún fór að hugleiða hvað gera skyldi í dag. Klukkan 11 áttu þau Henry að heimsækja foreldra hans, sem áttu heima í útjaðri Lundúna- borgar, klukkutíma bílferð. Þau voru vön að hjálpa þeim með jóla- undirbúninginn eftir að tengdafaðir hennar varð blindur. Hún kunni þetta utan að. Þau mundu ganga inn í litla húsið og verða innilega fagnað. Tengda- mamma hennar mundi kyssa hana á kinnina og segja: — Gleðileg jól, Noel mín! Svo mundi hún snúa sér að Henry og óskað honum gleði- legra jóla líka. Noel vissi, að hún mundi fá bæði jóla- og afmælisgjöf hjá tengdaföður sínum, — tengda- mamma mundi stinga þeim í hönd- ina á honum og hann alhenda gjöf- ina með nokkrum vel völdum orð- um. Þannig mundi dagurinn líða, en öðru hverju mundi verða þögn í samtalinu, þegar einhver væri að því kominn að segja eitthvað, sem minnt gæti á missirinn mikla. Eins og þetta hús minnti hana ekki á það! Þegar drengurinn henn- ar dó, var hann nýfarinn að ganga, og Henry hafði ljósmyndað hann frá öllum hliðum. Og myndirnar stóðu í fallegum umgerðum á borð- inu, arinhillunni og víða annars- staðar. Hún sá andlitið hans, hvar sem henni varð litið. Það var hræði- legt. Allt í einu heyrði hún kjökur í barni ofan af efri hæðinni — svo hratt fótatak út í hornið, sem vagg- an hlaut að standa í. Noel andvarp- aði. Þetta var eitt af því, sem tók hana svo sárt — að hafa þessa ná~ granna á efri hæðinni. Philip Simpson var listamaður — og þegar hjónin fluttu í íbúðina fyrir ári, hafði Noel einsett sér að vera vingjarnleg við þau. Þau voru svo ung, og það var auðséð á öllu, að þröngt var í búa hjá þeim, svo að hún hafði samúð með þeim. En þegar hún komst að því, að Ruth Simpson átti barn í vonum, breytt- ist hugurinn í hennar garð. Og það gerði illt verra, að Henry var alltaf að biðja hana um að vera alúðleg við ungu hjónin, — hún fann, að hún átti að vera það. Henry sagði, að þau mundu vafalaust eiga erfitt, og það vissi hún líka sjálf. Ungu mennirnir með skjalatöskurnar, sem stundum voru að heimsækja hjónin á efri hæðinni, voru eflaust að rukka um afborganir. En öfundin fór vaxandi hjá Noel eftir því sem Ruth gildnaði. Og hún fór að neyta allra hragða til þess að komast hjá að sjá unga konuna á efri hæðinni. Og eftir að barnið var fætt, breyttist öfundin í annað verra, og Noel lagði fæð á hina ungu móður. Hvað höfðu þessi Simp- sonhjón gert, til að verðskulda þessa hamingju, sem hún hafði verið svift — spurði hún sjálfa sig. Hún gerði sér vel ljóst, að sorg hennar yfir dána barninu var óeðli- leg og lýsti vanstillingu. Það var hræðilegt að krefjast þess að Henry minntist aldrei á barnið, og það var rangt að neita honum um að bera sorgina með henni. En svona var það nú samt, — hún gat ekkert gert til að breyta því. Nú þagnaði barnsgráturinn uppi og hún fór að hugsa um annað. Meðan hún var að þurrka sér, reyndi hún að manna sig upp — hún reyndi meira að segja að brosa. — Ég má ekki vera svona síngjörn, hugsaði hún með sér. Ég verð að láta sem ég hlakki til að fara með honum til foreldra hans. Þau eru jafn vingjarnleg og ástrík og þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.