Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 30

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 30
 OG JARLINIV SÍKLEGA hefur raunasaga Maríu Stúart gripið fleiri manneskjur en saga nokkurrar ann- arar drottningar. Allt frá þeim tíma er borgararnir í Edinborg gláptu á hana er hún reið um göturnar i skartklæðum með hirðfólki sínu og fram á vora daga, er fólkið fyllir kvikmyndahúsin þegar mynd um Maríu Suart er í boði, hefur áhug- inn fyrir þessari manneskju og ör- lögum hennar verið jafn lifandi. Því að konan var fögur og heill- andi og örlög hennar svo einstæð og raunaleg að af ber. Enda hafa skáldin reynt að túlka athæfi henn- ar og örlög, bæði í ljóðum, sögum og leikritum. Af leikritum um Mar- íu Stuart munu Schillers og Björn- sons kunnust hér á landi. Ástandið var bágt í Skotlandi, þegar María fæddist í þennan heim. Óáran og flokkadrættir og sífelldar erjur við Englendinga. Ef María Stuart hefði fæðzt til valda í frið- uðu landi, mundu örlög hennar ef- laust orðið önnur og betri. En hún varð leiksoppur sér verri manna, enda var henni flest betur gefið en gætnin. Hún lét tilfinningarnar ráða, ekki sízt í ástamálum, og kærði sig kollótta um afleiðingarnar — en þær urðu dauðinn á höggstokknum. Jakob 5. Skotakonungur, faðir hennar, var Stuartættar og Tudors- ættar, en þessar ættir börðust um völdin. Aðallinn var ráðríkur í þá daga, ekki sízt í Skotlandi, og hag- aði sér líkt og íselnzkir ribbaldar á Sturlungaöld, en Jakob hafði þeg- ar á unga aldri slitið af sér þau bönd, sem ráðríkir aðalsmenn höfðu lagt á konungsættina, og stjórnaði landinu eftir eigin geðþótta. Hann var djarfur og ráðríkur, slægur og stórhuga í athöfnum sínum og svall- samur mjög. Með fyrri drottningu sinni eignaðist hann engan ríkiserf- ingja. En svo giftist hann Maríu af Lorraine, dótur hins volduga her- toga af Guise í Frakklandi. Hinrik 8., sem alræmdur var fyrir gifting- ar sínar og meðferðina á konunum, hafði beðið hennar en fengið hrygg- brot. Honum sárnaði mjög, er Jakob „smákonungurinn í Skotlandi" náði í hertogadótturina, og taldi hann upp frá þessu hinn argasta fjand- mann sinn — og Englands. En f jand- skapur milli konunga hafði jafnan stríð í för með sér í þá daga, og varð vitanlega stríð milli Hinriks María Stuart og jarl. inn af Bothwell, œv- intýramaðurinn, sem náði ástum hennar. og Jakobs út af þessu, og enda fleiru. Skotar biðu lægra hlut í þeim ó- friði, í orustunni á Solway Moss, og þegar Jakob reið burt úr orust- unni, sjúkur á sál og líkama, bár- ust honum boð um að drottning hans í Edinburgh hefði alið dóttur. Barn þetta, sem fæddist 8. desember 1542, var Maríu Stuart. Sex dögum síðar andaðist Jakob konungur, langt inni á heiðum. Hann hafði flúið þangað og falið sig fyrir óvin- unum, en lézt þarna af sárum, án þess að fá að sjá dóttur sína. María Stuart var ekki orðin eins árs þegar hún var krýnd sem drottn- ing Skotlands, en ríkisráð skipað aðalsmönnum, skyldi annast stjórn- ina í hennar nafni. Þegar hún var fimm ára, var hún send til Frakk- lands, til þess að mannast þar undir handleiðslu móðurbræðra sinna, hinna voldugu Guise-hertoga. Átti hin víðkunna Frakkadrottning Katharine af Medici að verða eins- konar fóstra hennar. María ólst upp við glaum og gleði hins franska endurfæðingartíma. Við frönsku hirðina voru skáld og listamenn, þar fluttu skáldin, svo sem Ronsard, drápur sínar og trúbadorar sungu manvísur og gamankvæði. Þar voru dýrar veizlur, burtreiðar og ótamið ástalíf, en jafnframt svik, lestir og lokaráð. Morð voru algeng, bæði eiturmorð og víg, mönnum var gerð fyrirsát í hinum skuggalegu götum og rýting stungið í bakið á þeim. Og í kjötkveðjuærslunum var fram- in allskonar ruddamennska. í þessu umhverfi ólst María Stuart upp. Þegar hún varð fimmtán ára, var afráðið að hún skyldi eiga Franz, elzta son Kathrinar drottningar og ríkiserfingja Frakklands, þannig að Frakkland og Skotland sameinuðust undir einum konungi. Ef Elizabeth Englandsdrottning dæi ógift og barnlaus, mundu þau Franz ogMaría einnig erfa það ríki, sem nánustu erfingjar. Franz prinz var aumingi, bæði á sál og líkama og hjónaband hans og Maríu stóð ekki nema eitt ár. Franz dó, og draumurinn um stórveldið Frakkland—Skotland— England varð um leið að reyk. María Stuart. María Stuart lærði margt í Frakk- landi, bæði gott og illt. Hún var greind og hafði menntazt vel og tal- aði bæði ítölsku, latínu og frönsku. Hún var mannþekkjari og það varð lesið úr augum hennar hvernig henni leizt á fólk, sem hún um- gekkst. Og þó hún væri mjóslegin var hún samt þrekmikil. Stuart- blóðið í henni lét sig ekki án vitn- isburðar, því að hún var uppstökk og ónærgætin og fór sínu fram. En af franska blóðinu og Tudorættinni hafði hún erft greindina og glögg- skyggnina. Tvær hvatir börðust um völdin í hug hennar: valdagirnin og ástarþráin. Ástasaga Maríu Stuart er raunasaga. Hún var alla æfina að leita að manni, sem hún gæti litið upp til, sem var jafn sterkur og djarfur og brennandi eins og hún var sjálf, — en um leið þrekmeiri og stöðugri í rásinni. Þegar hún var á átjánda ári kynntist hún manninum, en mörg ár liðu þangað til þau náðu saman, og kynni þeirra urðu þeim báðum að falli. Einn hennar eigin þegna var sendur til hennar til Frakk- lands. Það var James Hepburn, jarl af Bothwell. Sagnfræðingurinn Maurice Hewlett lýsir honum þann- ig: „Bothwell var blóðríkur og herðibreiður herramaður, svo glað- legur og heillandi í framkomu, að allir urðu honum fegnir og hlutu að trúa öllu góðu um hann. Hann klæddist skarti og var afreksmaður í íþróttum. Roðinn í andliti hans bar með sér, að þetta væri hraust- ur maður og heilsugóður. Augnaráð- ið var svo glaðlegt, að enginn tók eftir lymskunni og græðginni, sem í augunum bjó. Hörkusvipur var á munninum, en ómótstæðilegt bros- ið leyndi honum. En það sem heill- aði mest var frjálsmannleg og hisp- urslaus framkoman. Hann var einn af þeirri harðleiknu en um leið riddaralegu manngerð, sem allsstað- ar vinnur á,“ sagði Hewlett. Þegar hinn ungi jarl af Bothwell hafði rætt við drottninguna og sagt henni, að skozka þjóðin væri farin að þrá að sjá hana, fór hann sína leið. Hann hafði rekið erindið, sem skozku lávarðarnir höfðu falið hon- um. En upp frá þeim degi hvarflaði hugur Maríu Stuart oft til þessa prúða riddara, og hana fór að langa til að sjá ættjörð sína, sem hún hafði aldrei séð, en þeim mun meir heyrt talað um. Bothwell var tví- mælalaust mikill svallari og kvenna- bósi, og sverðið var laust í slíðrum hjá honum. Hann kunni að berjast, en hann gat hugsað líka. Hann kunni ítölsku og frönsku og skrif- aði latínu viðstöðulaust. Hann hafði gaman af bókum, en það var fátítt um unga aðalsmenn í Skotlandi í þá daga. í honum voru margs kon- ar öfl. Hann hafði ekki verið nema stutta stund hjá drottningunni, en samt hafði hann þau áhrif á hana, að eftir það varð henni alltaf hugs- að til James Hepburn, jarls af Both-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.