Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 27 Elizabeth Englandsdrottning undirskrifar daudadóm Maríu Stuart frœnku sinnar. well, þegar hún hugsaði til karl- manna. Við hirðina í París átti hún marga aðdáendur. Hirðmenn, skáld og ung- ir aðalsmenn gerðu sig blíða við hana. Fjórar konur bundust vináttu við hana æfilangt — María Lev- ingstone, María Fleming, María Bea- ton og María Seton. Skáldin Rons- ard og Chastelard orktu brennheit ástarljóð til hennar. Síðasta árið, sem hún var í París, bar hún af öllum konum þar. En nú sigldi hún með allt sitt, og kom aldrei framar til Frakklands. Hún sigldi inn Forthfjörðinn á vordegi og sá nú hið sviphaðra land sitt í fyrsta sinn. Það var munur á sólbjörtu hlíðun- um í Frakklandi og rigningunni og þokunni þarna og lágum húskofun- um. Þegar hún kom í höfuðstaðinn, voru fáir á bryggjunni til að fagna henni, en er hún reið yfir ásinn upp að Holyrood Palace sá hún hópa af sviplausu hversdagsfólki koma út úr þokunni, og það starði forvit- ið á drottninguna og hið útlenda fylgdarlið hennar. Það var ekki nema eðlilegt að Skotarnir, sem flestir voru orðnir mótmælendatrú- ar, litu með tortryggni á hina ka- þólsku drottningu sína. Og hið skrautbúna fylgdarlið hennar virt- ist sanna sögurnar, sem borizt höfðu um léttúð og gjálífi drottningarinn- ar. Nú var hún meðal þessa fólks og einsetti sér að vinna að velferð þess. í Frakklandi hafði hún séð hve eyðileggj andi trúarbragðastyrj aldir eru. Hún ætlaði að virða réttindi mótmælenda út í æsar. Og það á- form tókst sæmilega fyrst í stað. Fólki fannst það ekki vera í hættu er það fann, að hún ætlaði sér ekki að útrýma átrúnaði þess. Fegurð hennar var bezta vopnið hennar. Jafnvel John Knox, hinn járnharði mótmælendaprédikari, beygði sig fyrir drottningunni fögru. Hann fann aldrei að henni opinberlega, þó hann kallaði hana „hunangs- krukkuna“, þegar hann talaði um hana við sína nánustu. Hún vann af kappi að stjórnar- störfunum, en loks varð hún að láta það eftir sér og hirð sinni, að gera sér glaða daga og efna til skemmt- ana. Hún hélt veizlur, kjötkveðju- fagnaði, hljómleika og gerði út veiðiferðir, og lenti brátt í ýmiskon- ar æfintýrum. Skotland var ribb- aldaland, þar voru uppreisnir og samsæri, fjandskapur milli „klan- anna“ eða höfðingjaættanna og hefndarvíg voru alltíð, eins og í íslendingasögum. Stjórnlausir aðals- menn flugust á og stungu hverir aðra með hnífum í návist drottning- arinnar. Drottningin reyndi að sætta og miðla málum með lægni, en það stoðaði ekki. Allsstaðar var fjand- skapurinn. Þetta var svipað og vend- ettan á Korsíku — og þó verra. Hún vildi eignast mann, sem gæti orðið henni stóð og styrkur í bar- áttunni við óöldina í landinu. Þótt- ist hún finna rétta manninn þar sem var Darnley lávarður, náfrændi hennar, kaþólskur og enskur í aðra ætt. Hún reyndi að telja sér trú um að hún hefði gleymt jarlinum af Bothwell. Hún þóttist sjá í Darnley mannkosti og dugnað, sem hann hafði aldrei átt. Darnley var hár maður og fríður og drottningin gekkst fyrir æsku hans og sam- kvæmishæfni. En reyndin var sú, að hann var geðlaus hrotti og fávís. Og af því að Darnley var kaþólskur, þótti mótmælendum í Skotlandi sér ögrað með þessu hjónabandi drottn- ingarinnar. Og Elízabeth Englands- drottning taldi ríki sínu hættu búna af því. Darnley var nefnilega af Tudor-konungsættinni ensku og gat komið til mála sem erfingi Eng- landskrúnu. María fékk Bothwell til að giftast stúlku af skozku aðalsættinni Gor- don. Bothwell, sem líka var Orkn- eyjajarl, var kunnugur í Noregi, sér- staklega á Hörðalandi. Hann hafði verið kvæntur Önnu Rustung, dótt- ur Kristofers Tronssonar Rustungs, aðmíráls, en skildi fljótlega við hana. Eftir að María Stuart hafði gifzt Henry Stuart Darnley, kom Anna Rustung til Edinburg og leit- aði á fund drottningar. María Stu- art tók henni vel og lét hana fá vegabréf, en ekki náði hún fundi Bothwells né neinum samningum við hann, og hvarf þá heim aftur og fór að búa á ættaróðali sínu í Sæheimi í Kvinnhéraði. Gekk hún jafnan undir nafninu „Skotafrúin“ og lifði miklu lengur en drottningin og jarlinn. Eftir að María Stuart var gift, varð enn meiri ófriður í landinu en verið hafði áður. Mótmælendalá- varðarnir gerðu uppreisn gegn henni, og ekki þýddi að ætla Darn- ley að skakka leikinn. Varð drottn- ingin að fara sjálf gegn óvinunum með lensuriddara sína, en Darnley sat heima. Hann var jafnan að klekja út fáránlegustu meinráðum, og drottningunni blöskraði heimska hans og illkvittni. Fór svo, að hún fékk megna fyrirlitningu á þessari mannleysu. Nú leið að því, að veizlur skyldu hefjast í Holyrood Palace. María Stuart talaði ekki svo við nokkurn karlmann, að sögusmetturnar bæru ekki út, að hann væri friðill henn- ar. Franska skáldið Chastelard, sem hafði komið með henni frá París, hélt lengi vel að hann væri sá út- valdi. En það var ítalinn David Riccio, sem hún treysti bezt og varð vinveittust. Hann var dugnaðar- og hæfileikamaður og hún réð hann einkaritara sinn. En sá, sem varð víkja úr stöðunni fyrir honum, kærði mál sitt fyrir Darnley. Af- dankaði ritarinn sagði honum að drottningin og Riccio hittust á laun, og Darnley varð stjórnlaus af hatri og afbrýði. Og eitt kvöldið var Ric- cio drepinn í smásamkvæmi fyrir augunum á drottningunni. Hún sat hjá Darnley, sem hélt utan um hana, en allt í einu ráku félagar Darnleys rýtinga sína í Riccio. Fram að þessu hafði María talið Darnley ræfil og haft fyrirlitningu á honum, en upp frá þessu hataði hún hann af lífi og sál. Hún beið þess aðeins að fá við- urkenningu hans fyrir því, að hann ætti barnið, sem hún gekk með. Þetta barn varð síðan Jakob I. kon- ungur Englands og Skotland. Síðar kom Bothwell aftur að hirð- inni í Holyrood Palace og nú fór María Sturt ekki dult með, að hann væri eini maðurinn í veröldinni, sem sér þætti nokkuð til koma. Djarf- mæli hans og kaldhæðni, háð hans og frekja sigraðist á öllu. Nú leit- að hún til Bothwells, hvað sem hver sagði, — mannsins, sem í einu og öllu var alger andstæða við Darnley. Og jarlinn lét ekki ganga eftir sér. Um þessar mundir var það, sem drottningin skrifaði hin frægu ástar- bréf, sem síðar voru notuð sem gögn gegn henni. Það hefur verið mikið þrefað um þessi alræmdu bréf, með- al bókmenntafræðinga. „Kasettu- bréfin“ eru þau köllu, en það er ekki sannað mál að drotningin hafi skrifað þau. Mörgum þykir líklegra, að þau hafi verið fölsuð, til þess að nota sem gögn til að sanna land- ráðakæruna, sem síðar var flutt gegn henni fyrir dómstólunum í Englandi. Nú rak hver viðburðurinn annan. Um nýjársleytið 1567 fékk Darnley bóluna, og lá í húsi fyrir utan Edin- burgh. María heimsótti hann þar og kom fram við hann sem ástúðleg og fyrirgefandi eiginkona. Eitt kvöldið sat hún og söng fyrir hann og lék undir á hörpu, en kvaddi hann svo í skyndi og sagðist eiga að vera í brúðkaupi um kvöldið. Um tvöleytið um nóttina vaknaði fólk í borginni við hvell af spreng- ingu. Hún hafði orðið í húsinu, sem Darnley lá í, og hann fannst dauð- ur úti í garðinum. Var öllum ljóst, að þarna hafði verið framið morð. Fólk var ekki lengi að geta sér þess til, að Bothwell hafi verið morðinginn, og eflaust hefur það verið rétt, en drottning, sem senni- lega hefur verið við þetta riðin, vildi ekki heyra það nefnt. Hún sást þráfaldlega á almannafæri með jarlinum af Bothwell. Hún gaf hon- um eina stærstu höllina í Skotlandi, en þó tók út yfir allan þjófabálk, er hún giftist honum þremur mán- uðum eftir að Darnley dó. Hinir kaþólsku vinir hennar signdu sig, og mótmælendur, með John Knox í broddi fylkingar, höfðu í heiting- um við þessa fordæðu-drottningu, sem þeir kölluðu. Og lávarðarnir risu upp gegn „hórkonunni og morð- kvendinu". Hún safnaði saman dá- litlum her, með aðstoð Bothwells og hélt gegn uppreisnai'her aðals- mannanna. Bar fundum þeirra sam- an á Carberry Hill. Hún beið ósig- ur og gekk aðalshernum á vald með því skilyrði, að Bothwell mætti fara óskaddaður af hólmi. Hann komst líka undan og tókst að komast til Holyrood Palace.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.