Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 34
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 IfRÚ JANSEN leit yfir reikn- inginn frá kaupmanninum, — nei, það var ekki að sjá að hún hefði gleymt neinu. Þetta var allt skelfing dýrt, en til allrar hamingju hafði hún fengið senda gæs frá skyldfólki sínu austur í sveit, og það munaði um minna! Hvað þurfti hún nú að gera fyrir hádegið? Jú, fara upp á loft og ná í jólatrés- skrautið. Hún var búin að kaupa jólatréð, — það var ekki sérlega stórt. Heimilisfólkið var allt upp- komið — það var annað mál á með- an Pétur var lítill, en nú var hann orðinn 23 ára, og þá þurfti jóla- tréð ekki að ná upp undir loft. Frú Jansen fór fram í ganginn, varð litið á sjálfa sig í stóra spegl- inum um leið og hún gekk hjá honum, — hún var dálítið rjóðari í kinnum en hún var vön, en það var vegna þess að hún hafði verið í eldhúsinu og þar hafði baksturs- ofninn verið í notkun síðustu dag- ana. Hún var 42 ára og var fallega vaxin, árið fór vel og augun voru fjörleg. Hún var einstaklega dugleg húsmóðir. Nú mundi Nils koma niður í morg- unmatinn þá og þegar. Henni sárn- aði, að hann skyldi ekki komast á fætur í tæka tíð og borða morgun- matinn um leið og hún, en hann hafði þann vana, að liggja og lesa fram yfir miðnætti. Og einhvern- tíma varð hann að sofa. Hún heyrði, að hann var kominn á kreik uppi á loftinu og flýtti sér inn í stofuna til að líta eftir hvort Kristín hefði ekki gleymt neinu, þegar hún lagði á borðið. Og svo fór hún fram í eldhús til að athuga hvort hún hefði ekki gleymt eggj- unum. — Mamma! Nú, þarna ertu þá, sagði Pétur um leið og hann kom inn í eldhúsið. — Heyrðu, ég verð að segja þér dálítið .... — Getur það ekki beðið? spurði frú Jansen. — Ég hef svo margt að hugsa núna. Hann pabbi þinn kemur niður eftir augnabilk og þarf að fá morgunmatinn sinn. — Nei, ég vil heldur segja þér það núna, svo að þú þurfir ekki að kvarta yfir því eftirá, að ég hafi ekki látið þig vita um það í tæka tíð. Ég verð ekki heima á aðfanga- dagskvöldið, — ég er boðinn til Oxfeldt. — Verðurðu ekki heima? hváði frú Jansen og var fegin að hún sneri bakinu við Pétri, svo að hann gat ekki séð svipinn á henni. — Nei, það á að verða stórt sam- kvæmi hjá Oxfeldt, fjöldi af ungu fólki, og það verður áreiðanlega skemmtilegt. Birgitta Oxfeldt spurði mig hvort ég vildi koma, og ég þakkaði fyrir og sagði já. — Þú verður auðvitað að hafa það eins og þér lízt, sagði móðir hans. — En mér finnst jólin alltaf vera hátíð, sem maður eigi að halda heima hjá sér, og nú hefur þú verið 23 jólakvöld heima hjá foreldrum þínum. — Þú segir þetta af því að þér líkar ekki við Birgittu, sagði Pétur. — Ég þekki hana lítið, svaraði — Við megum vera við því búin, að hann verði ekki mikið heima næstu árin. Ég skil vel, að þér eru þetta vonbrigði, Lovísa, en þér er það sjálfri að kenna, því að þú ger- ir svo mikið tilstand út af jólunum. — Ég geri það til þess að gleðja ykkur, svaraði hún og nú komu herpir kringum munninn á henni. — Ég veit það vel, og mér þykir vænt um það. Þegar Pétur er kvænt- ur, eftir nokkur ár, verður hann — Vitanlega þykir mér leiðinlegt, að Pétur skuli ekki vilja vera heima á jólunum, en það er ekki aðeins það, — það er annað, sem meira máli skiptir, og það er það, að Bir- gitta Oxfeldt er alls ekki kona handa Pétri. — Hún er einstaklega lagleg stúlka, og ég get ofurvel skilið, að drengnum lítist á hana. — En geturðu ekki séð .... ja, ég veit ekki hvernig ég á að skýra Thomas Krogstad: Bros ungrar stúlku Frú Jansen áleit, að lund fólks endurspeglaðist í brosi þess, og þegar sonur hennar varð ástfanginn, ráðlagði hún honum að taka eftir hvernig hún brosti .... hún, — en það er rétt hjá þér, að mér fellur ekki við hana. Hann lang- afi þinn, sem þú sást aldrei, en sem var einn bezti maðurinn sem ég hef þekkt, sagði einhverntíma við mig, að maður gæti lesið lund- erni fólks út úr brosi þess. — Birgitta brosir fallega, sagði Pétur. — En mér finnst brosið hennar flærðarlegt, svaraði frú Jansen og leit á eldhúsklukkuna. í huganum sá hún Birgittu Oxfeldt, stúlku um tvítugt, þó að hún virtist eldri og reyndari; með losta í vörunum, og brosið var ekki ekta. Frú Jansen féll illa, að Pétur var farinn að vera með henni, því að hún var ekki af því tagi, sem frú Jansen óskaði að sonur hennar umgengist. — Ég hugsa, að honum pabba þín- um þyki þetta leiðinlegt, sagði hún. — Ég sagði honum frá því, flýtti Pétur sér að svara. -— En nú verð ég að fara á fyrirlestur. Vertu sæl, mamma! Frú Jansen fannst það ótrúlegt, að hún ætti ekki að fá að vera með syni sínum aðfangadagskvöldið, — hún minntist fyrstu jólanna, þegar Pétur hafði setið á handlegg föður síns og iðað af gleði, og jólaljósin endurspegluðust í glaðlegum barns- augunum. Nú voru eggin soðin, og hún fór með þau inn í stofuna. í sömu svif- um kom maðurinn hennar inn. — Hvað er klukkan? spurði hann, og hún vissi, að hann mundi spyrja um það að minnsta kosti þrisvar sinnum enn, áður en hann færi, — honum var sama um hvað klukkan var, en spurði aðeins til þess að segja eitthvað. — Kortér yfir átta, svaraði hún. -—- Er blaðið ekki komið? — Jú, það er komið, Nils, en get- uru ekki látið bíða að lesa það þang- að til í lestinni á leiðinni, — ég þarf að tala við þig um dálítið. Það er viðvíkjandi honum Pétri, hann seg- ist ekki verða heima á aðfangadags- kvöldið. — Já, alveg rétt, hann sagði mér það í gærkvöldi, svaraði Nils og kinkaði kolli. — Og þú hefur ekki minnzt á það við mig? sagði hún. — Nei, ég hélt að hann mundi segja þér það sjálfur, muldraði Nils og leit á konuna sína. Eftir stutta þögn hélt hann áfram, og nú var röddin mýkri: miklu elskari að okkur en hann er núna. Það er alltaf skeið úr æsk- unni, sem unga fólkið vill fá að eiga sig sjálft. En svo hænist það að hreiðrinu aftur! Nils Jansen brosti hughreystandi til konunnar sinnar. — Annars dettur mér í hug, að þegar við vorum trúlofuð og á Péturs aldri, þá baðst þú mig um að halda jólin heima hjá foreldrum þínum. En henni móður minni hefði kannske þótt það miður. það, en ég þekki stúlkur af hennar tagi. Hún er að verða ein af þess- um stúlkum, sem gína yfir öllu, en vilja ekkert gefa. — Þetta eru hörð orð, Lovísa. Þú hefur sjálfsagt ekki séð hana nema fám sinnum. Annars minntist ég á það við bankastjórann í vikunni sem leið, að Pétur og Birgitta væru farin að vera svo mikið saman, og honum virtist líka það vel. Ég er enginn uppskafningur,Lovísa, en ... — En það kitlar í þér hégóma- girdina, að sonur þinn sé með dótt- ur Oxfeldts ríka, tók frú Jansen fram í, dálítið snefsin. — Pétur er fullvaxta, og hann verður að ráða gjörðum sínum sjálf- ur, við ráðum engu um það, hvorki til eða frá. Mér skildist á honum, að þarna ætti að vera stórt sam- kvæmi hjá Oxfeldt, og þar verður sjálfsagt margt af ungu fólki, sem miklu skemmtilegra er að vera með en okkur gömlu hjúunum. — Mér finnst ég alls ekki vera gömul, Nils. — Þú mátt ekki misskilja mig. Frá Péturs sjónarmiði erum við gömul, og það er ekkert við því að segja, að hann kjósi fremur að um- gangast sína eigin ■ kynslóð. Ég vil ekki biðja hann um að verða heima aðfangadagskvöldið, — hann verð- að fá að hafa það eins og hann vill. Frú Jansen hætti þessu tali við manninn sinn. Hann gat ekki — eða vildi ekki sjá kjarna málsins, sem var sá, að Birgitta Oxfeldt væri ekki rétta konuefnið handa Pétri. Þangað til fyrir nokkrum mánuðum hafði hann verið með Alice Berg, ljóshærðri, nettri stúlku; foreldrar hennar áttu hús þarna skammt frá. Frú Jansen vissi, að Alice hafði holl áhrif á Pétur, þau gengu oft út saman, fóru í bíó eða í samkvæmi í stúdentafélaginu. En þau höfðu hætt þessu eftir að hann kynntist Birgittu. — Nils, sagði Lovísa Jansen, — get ég ekki aðhafst neitt, þegar ég sé að sonur minn er á leiðum, sem kannske geta orðið honum til ó- gæfu? — Sannast að segja held ég að þú lítir skakkt á þetta, svaraði Nils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.