Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 4
VjölmenmtÉsta nertuen i tnát á íslandi: Lögfræðingamótið um komið fyrir hjá fólki úti í bœ, og þeir gestirnir, sem komu með Gullfossi bjuggu um borð. Skipið hafði nokkru lengri viðstöðu vegna mótsins en ella mundi, en með því að sleppa viðkomu í Leith í þessari ferð getur skipið þó haldið réttri á- ætlun framvegis eigi að síður. Margar undanfarnar vikur hefur hvert norræna mótið rekið annað í Reykjavík og má sérstaklega nefna þing Norðurlandaráðsins, með fast að hundrað þátttakendum, þar af tæpum 30 ráðherrum. Og nú síðast kom lögfræðingamótið, sem sett var á fimmtudaginn var. Þar voru sam- an komnir um 500 lögfræðingar, þar af 360 erlendir og er þetta því langfjölmennasta norðurlandamót, sem haldið hefur verið hér á landi. Það er sem sé samband norðurlanda- lögfræðinga, sem heldur mótið. Mótið var sett í Þjóðleikhúsinu kl. 10 á fimmtudagsmorguninn. Karla- kór Reykjavíkur söng Völuspárlag Þórarins Jónssonar, „Ár vas alda“, en þá bauð Árni Tryggvason hæsta- réttardómari, formaður Islandsdeild- arinnar, gestina velkomna, minntist meðlima sambandsins, sem látizt hafa síðan síðasta mót var haldið, og vék því næst máli sínu að íslenzkri lagamenningu og norrænu samstarfi um lögfræðileg efni. Var erindi hans einkar glöggt og skilmerkilegt og prýðilega flutt. Að því loknu söng kórinn hið þjóðfræga lag ,,Þér land- nemar“ úr kantötu Sigurðar tón- skálds Þórðarsonar. Olavi Honka þakkaði heimboðið fyr- ir hönd erlendu gestanna. Stakk hann því næst upp á Árna Tryggvasyni sem forseta mótsins og var það sam- þykkt samhljóða. Hver deild kaus síðan varaforseta og ritara, en að auki eru fastir þingritarar á mótinu, sem skrifa allar ræður. Því næst flutti Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra fyrsta erindið á dagksrá, um Friðhelgi einkalífsins. Rakti hann þar í stuttu máli algeng- ustu árásir á þá friðhelgi, en gerði hverju atriði svo glögg skil, að furðu ANNIE TEDCASTLE í Wallasey, Englandi, rak upp stór augu þegar hún fékk þakkarbréf frá Elizabeth Bretadrottningu fyrir hinn smekklega barnafatnað, sem hún hefði sent til Buckingham Palace í tilefni af fæðingu síðasta drottning- arbarnsins, Andrews prins. Svo var mál með vexti, að bezta vinkona Annie, Mabel Kesley, eignaðist son um líkt leyti og drottningin, og þess vegna sendi Annie henni böggul með barnafatnaði. Og í gamni skrifaði hún í hornið á bögglinum:: „Til hans há- tignar drengsins". En póstmaðurinn sem afgreiddi böggulinn, mun hafa hugsað svo mikið um drottningarson- inn í Buckinghamhöll, að hann sendi böggulinn þangað í ógáti. „En ég er ekkert reið honum fyrir það,“ segir Annie. NÝ MANNDRÁPSTÆKI. — Myndin er af nýrri gerð tundurspilla, sem Bret- ar hafa látið smíða síðustu árin og einkum er œtlað að gera út af við kaf- báta. Fyrsta skipið af þessari gerð hét ,,Torquay“. Sýnir myndin djúp- sprengjuvarparana á afturþilfari þessara skipa. legt mátti heita. Síðdegis hófust um- ræður um þetta erindi, en að lokn- um fundi bauð Reykjavíkurbær full- trúum til mannfagnaðar í Lido og flutti Geir Hallgrímsson borgarstjóri þar bráðsmellna og um leið fræðandi ræðu. Daginn eftir var m. a. á dagskrá erindi Ólafs prófessors Lárussonar um félagsmálalöggjöf á 12. öld og auk þess fundir í þremur deildum þingsins, og hafði hver deild sín sér- mál til umræðu. Um kvöldið voru erlendu lögfræðingarnir gestir ís- lenzkra starfsbræðra sinna. Lengra verður sagan ekki rakin að sinni. En margir munu spyrja: hvernig er hægt að hola öllum þess- um mannfjölda niður? Gistihúsin voru auðvitað troðfyllt, f jölda af gest- Árni Tryggvason hœstaréttardómari, forseti þings norrænna lögfrœðinga- 4 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.