Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 4
Ath. Húsráðendur Önnumst hreingerningar á íbúðum, skrifstofum og verzl- unum með hinni þægilegu og fljótvirku kemisku vélhrein- gerningu, sem er í alla staði til hagræðis fyrir yður. Þér þurfið ekki að óttast skemmdir á húsmunum yðar. Skapar yður á engan hátt erfiði. — Sérstakar blöndur á allar tegundir málningar. — Kappkostum að veita yður sem bezta þjónustu. "X -X * Fötin sem að fara vel færðu bezt hjá Daníel -X -X * Veltusundi 3 . Sími 11616 4 FALKINN Louis Armstrong heldur nú hverja tónleikana á fætur öðrum í Palais de Sports í París. Nýlega skýrði hann frá því, hvernig hann færi að því að hrífa áheyrendur kvöld eftir kvöld. — Ég þarf þrjár klukku- stundir til þess að undirbúa mig undir hverja hljómleika. Svo langan tíma tekur það mig að vera andlega og líkamlega „upphitaður", ef ég má orða það svo. Allan tímann blæs ég veikt í trompetinn minn og ég finn glöggt hvernig ég verð heitari og heitari smátt og smátt. Þegar ég er kominn á „suðupunktinn“, sem ég kalla, — þá geng ég inn á sviðið. í sama viðtali upplýsti Armstrong annað, sem ekki er síður athyglisvert. Þegar hann var spurður að því, hvers konar tónlist hon- um geðjaðist bezt að, svaraði þessi kommg- ur jazzins: ■— Auðvitað klassískri tónlist! FRANSKI leikarinn Yves Montand hefur að undan- förnu verið bendlaður við Marilyn Monroe, síðan hún skildi við Arthur Miller. Sambúðin milli Montand og eiginkonu hans, leikkon- unnar Simone Signoret, er víst ekki upp á marga fiska, en samt fylgdi hún honum út á flugvöll, þeg- ar hann þurfti að bregða sér til Hollywood ekki alls fyrir löngu. Hún kvaddi hann með þessum orðum: — Reyndu nú að hafa eitthvað gagn af ferð- inni og gleymdu ekki að kynna þér Monroe- kenninguna! Hinn fransk-belgíski saka- málarithöfundur, Georges Si- menon, fékk upphringingu rétt undir áramótin frá bók- menntablaði í París: — Hvaða skáldsaga hafði mest áhrif á yður á árinu 1960, herra Simenon? — Skáldsaga? Ég hef ekki lesið eina einustu skáldsögu í 25 ár. — Það var undarlegt. Og þér sem sjálfir hafið skrifað hundruð af þeim? — Já, þar liggur einmitt hundurinn graf- inn. Ef ég læsi góða skáldsögu, þá yrði ég hræddur um næstu skáldsögu mína. Ef ég læsi hins vegar lélega skáldsögu, þá kynni ég að fara að gera minni kröfur til sjálfs mín, og það er heldur ekki gott. Þess vegna: Ævisögur og sagnfræðirit fyrir mig, en ekki skáldsögur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.