Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 5
að íbúðum fjölgar jafnt og þétt í Evrópu? Ef borin er saman íbúða- fjöldinn í fyrra og árið áður, kemur það á daginn, að hvergi hefur íbúðafjöldinn aukizt eins mikið og í Sviss. Aukningin þar er 34%, en í Danmörku 20%, í Svíþjóð og Sovét-Rússlandi 11%. En í Englandi og Noregi er aukn- ingin engin. — Þegar litið er á aukninguna í hlutfalli við íbúatöluna, hefur Rúss- land byggt 14 nýjar íbúðir á hverja 1000 íbúa, Svíþjóð 9,4, Noregur og Sviss 7 og Danmörk og England milli 5 og 6 íbúðir á hverja þús- und íbúa. ★ hversvegna Forn-Egyptar töldu 3,skarabœ“ heilagt dýr? Þetta skordýr, en af því eru til kringum 150.000 teg- undir, er með einskonar kög- VD-33 ur kringum hausinn, og fannst Egyptum það minna á sólina og geisla hennar, en sólin var tignuð sem guð. Stóra kúlan, sem kvikindið hnoðar úr mykju og veltir áfram, var hins vegar talin eftirlíking af jörðinni. -K ★ Húsmóðir í Noregi skrif- aði einu dagblaðanna bréf, þar sem hún rakti raunir sínar út af ungdóminum nú á dögum. Hún hafði stórar áhyggjur og þungar út af æskunni og reynslu sína byggir hún á fimm dætrum, sem hún á. Hún sagði orð- rétt í bréfinu: „Þegar Farah Diba fékk sér nýja hár- greiðslu, þurftu allar dætur mínar að fá nákvæmlega eins hárgreiðslu. Og nú er Farah Diba búin að eignast barn og. .. Guð hjálpi mér! Hvað á ég að gera? .. ★ Fanny Esler var fræg- asta dansmær sinnar tíðar og lagði París, Berlín, Lon- don og Vín undir sig, og síð- ar líka Bandaríkin. Hún kunni að meta mátt auglýs- inganna, og eitt sinn er blaða. maður nokkur bað hana að gefa sér skó af henni til minja, sendi hún honum ball- ettskó fullan af dollurum. Blaðamaðurinn varð að sjálf- sögðu himinlifandi, en gat samt ekki stillt sig um að skrifa í bakkarbréfinu: — Ó, guðdómlega Fanny! Hvers vegna hafið þér svona lítinn og nettan fót? ★ Hlustað á samtal tveggja ungra stúlkna í strætisvagni: — Hvers vegna ertu aldrei með gleraugun, manneskja, þegar þú ert með honum Jóni? — Af því að Jóni finnst ég fallegri gleraugnalaus, og mér finnst Jón miklu sætari, þegar ég er ekki með gler- augun. ★ Bezta ráðið til þess að l'inna síðasta prjóninn í nýju skyrtunni er — að fara í hana. 'jZAAsCuK, — 1774 fyrirfór sér mað- urinn, sem lagði Indland imd- ir Bretaveldi, Robert Clive. Hann fór til Indlands ungur að aldri. Þar var þá ókyrrt og miklar viðsjár, en Clive skakkaði leikinn og varð brátt frægur fyrir ýms afrek. Árið 1757 vann hann sigur í orustunni við Plassey, og eignuðust Bretar þá Bengal, ríkasta hluta Indlands. Varð Clive landstjóri þar og Breta. konungur aðlaði hann. En hann féll í ónáð hjá þinginu í London og Austur-Indíafé- laginu, og var m. a. kennt um öll þau illvirki, sem Eng- lendingar höfðu framið í Ind- landi. Þessar ásakanir ásamt ofnautn ópíums, urðu til þess að hann stytti sér aldur. — 1703 hrundi Eddystone- vitinn fyrir utan höfnina í Plymouth, og fórst þar bygg- ingameistari vitans, Henry Winstanley. Hann byrjaði á vitabyggingunni 1696 og var hún úr timbri, en áður en kveikt var á vitanum í fyrsta sinn, 1698, náðu sjóræningj- ar í Winstanley og höfðu hann á burt með sér. Sat hann lengi fangi í Frakk- landi, en komst þó loks heim til þess að ljúka við stórvirki sitt. Winstanley treysti því að bygging hans mundi þola öll veður, og í ofsaveðri í nóvember 1703 lét hann róa sér út í vitann. En morgun- inn eftir var vitinn horfinn af skerinu ásamt höfundi sín- um. Og sama daginn brotn- aði líkan af vitanum heima hjá Winstanley fyrir slysni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.