Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 6
Yísindamenn og listamenn berjast alla ævi fyrir frægð og frama, en flestir ná ekki að jafnaði settu marki fyrr en þeir eru komnir á grafarbakk- ann eða jafnvel undir græna torfu. í heimi kvikmyndanna eru þó annað uppi á teningnum. Kvikmyndin getur gert þjóna sína heimsfræga á nokkrum mán- uðum. Þannig var með Marlene Dietrich. Hún þurfti ekki nema eina kvikmynd til þess að verða í einu vetfangi heims- fræg. Myndin var „Blái engillinn“, þar sem hún lék daðursdrósina og kippti fótunum undan barnakennaranum og smáborgaranum, sem Emil Jannings lék af engu minni snilld en hún. En enginn skyldi halda, að hún hafi unnið þennan sigur undirbúningslaust. Það var margt búið að drífa á daga henn- ar áður. Þegar hún var barn að aldri, langaði hana til þess að verða fiðluleikari og var byrjuð að læra. Þá varð hún fyrir því óláni að snúa á sér úlnliðinn svo illa, að hún varð að leggja þetta nám „Hugrökk og heiÖarteg", segir Ernest Hemingway um Marlene Dietrich. með öllu á hilluna. Að öllum líkind- um hefur þetta litla atvik ráðið úrslit- um um það, að Marlene Dietrich varð heimsfræg leikkona. Þau eru oft og tíð- um undarleg, þessi litlu en örlagaríku atvik. Marlene Dietrich er gervinafn, eins og svo margt listafólk notar. Réttu nafni heitir hún hvorki meira né minna en Maria Magdalena von Losch. Faðir hennar var liðsforingi í prússneska hern- um, búsettur í Weimar, hinum fræga bæ Goethes, og þar fæddist Maria Mag- dalena 27. desember 1904. Faðir henn- ar féll á austurvígstöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni og fluttist hún þá með móður sinni til Berlínar. Eftir að hún varð að hætta fiðluleiknum lærði hún jöfnum höndum söng og leiklist og gekk á leikskóla Max Reinhardt. Það var einnig hjá honum, sem hún fékk fyrsta hlutverk sitt á leiksviði, í „Taming of the Shrew“ eftir William Shakespeare. Næstu árin lék hún jöfn- um höndum á leiksviði og í kvikmynd- um. En fyrsta stóra hlutverk hennar á leiksviði var í „The Great Baritone“ árið 1925 og síðan sigldu ýmsir söng- leikir í kjölfarið. Og loks varð það, að hún lék í hinni margrómuðu og víð- frægu mynd „Blái engillinn“, að margra dómi minnisstæðustu og mest hrífandi kvikmynd, sem gerð hefur verið. Eftir leik sinn í þessari mynd var Marlene Dietrich orðin sú stjarna, sem skærust þótti á kvikmyndahimni Evrópu. Þetta var rétt fyrir 1930. Síðan var hennar nær eingöngu getið í sambandi við amerískar kvikmyndir frá Paramount og United Artists. Þar rak hver stórmyndin aðra, og margar þeirra voru á sínum tíma sýndar hér á landi og fólk man eflaust eftir þeim. Við skulum nefna fáein nöfn til upp- rifjunar: „Marocco", „Shanghai Ex- press“, „The Blonde Venus“, „The Devil is a Woman“, „The Lady is Willing“, austurlandamyndin „Kismet“, og svona mætti telja lengi vel. Það er ekki svo lítið, sem skrifað hef- ur verið um Marlene Dietrich, og af þeim skrifum er ljóst, að hún er sterk- ur persónuleiki, sem þeir gleyma seint, er kynnzt hafa. Ernest Hemingway skrif- aði langa grein um hana, og birtist hún fyrst í LIFE 1952. Hann segir þar meðal annars: „Hún er hugrökk og heiðarleg, góð og göfuglynd. Hún var aldrei leiðinleg og jafn heillandi hvort heldur er að morgni dags, þegar hún er klædd í síð- buxur og vaðstígvél eða að kvöldi dags, þegar hún er uppbúin og skartar sínu fegursta. Tilfinning hennar fyrir lífinu er tengd hvort tveggja í senn, hinu skoplega og harmræna, og gerir það að verkum, að hún er aldrei fyllilega hamingjusöm, nema hún sé ástfangin. Þegar hún elskar, gerir hún gys að því. En það er aðeins kaldhæðni, Þótt hún hefði ekki annað til að bera en rödd sína, þá gæti hún samt hrifið hjarta þitt. En hún hefur að auki hinn 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.