Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 7
Myndirnar, sem fylgja þessu greinarkorni um Marlene Dietrich, eru dálítið sögulegar. Þær eru teknar af henni, er hún kom hingað til Reykjavíkur í september 1944 til þess að skemmta bandarískum hermönnum. Hún kom fram bæði í Trípolí og inni á Hálogalandi og nokkr- ir útvaldir og nokkrir, sem höfðu hermannakynni, fengu að sjá þessa frægu kvikmyndaleikkonu. íslenzkir blaða- menn fengu að ræða við hana stundarkorn, og myndin hér að neðan er einmitt af þeim fundi. Til hægri sést ívar Guðmundsson, sem þá var blaðamaður við Morg- unblaðið. — ÖIl stríðsárin ferðaðist Marlene Dietrich milli herstöðva með ofurlítinn leikflokk og skemmti her- mönnum. 1 janúar 1944 fór hún í sex mánða ferð tií herstöðvanna í Afríku og Asíu. Eftir stutta dvöl heima lagði hún síðan í ferðina hingað, en kom fyrst við í Lab- rador og á Grænlandi. Héðan fór hún til Englands. dásamlega vöxt og þessa endalausu ástúð í svipnum. .... Hún getur ekki verið grimm eða óréttlát, en hins vegar get- ur henni sárnað, og heimskingjar íara í taugarnar á henni, og hún lætur það í ljós, nema því aðeins að heimsking- inn sé í vanda staddur. Hún hefur sam- úð með öllum þeim, sem eiga við vanda- mál og erfiðleika að stríða. Marlene Dietrich hefur yndi af bók- menntum og hún er gáfaður og sam- vizkusamur gagnrýnandi. Aldrei er ég eins hamingjusamur og þegar ég hef skrifað eitthvað, sem ég er viss um að er gott og að hún les það og henni geðjast að því. Af því að hún þekkir það, sem ég skrifa um, en það er fólkið, landið, lífið og dauðinn, þá met ég álit hennar meira en margra gagnrýnenda. Af því að hún þekkir ástina og veit, að hún er nokkuð, sem annaðhvort er til eða er ekki til í brjósti manns, þá met ég skoðun hennar meir en margra pró- fessora. ..“ ☆ Marlene Dietrich giftist Rodolph Sie- ber og eiga þau eina dóttur, sem er fyrir löngu orðin uppkomin og hefur eitthvað fengizt við kvikmyndaleik eins og móð- ir hennar. Marlene Dietrich er nú komin á 57. aldursár og orðin amma fyrir þó nokkru síðan. En hún er ugglaust ung- legasta amma í heimi, því að enn vekur hún athygli hvar sem hún kemur fram fyrir fegurð og heillandi framkomu — að ógleymdum söng og leik . . . ☆ Það eru ekki margar af hinum frægu kvikmyndadísum, sem hafa komið hing- að til lands, en Marlene Dietrich er ein af þeim fáu. Hún kom hingað seint í september 1944, með sex manna leik- flokk og skemmti bandarískum her- mönnum. Nokkrir íslendingar, þ. á m. blaða- menn, sáu Marlene Dietrich, er hún skemmti hér, og minnast þess atburð- ar lengi. HINN BLÁI ENGILL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.