Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 10
LIFIO 4^ Margt er ritað og rætt um lífið eftir dauðann og sýnist sitt hverjum. Mót- ast skoðanir manna oftast af trúarleg- um ástæðum eða ofsalegri efnishyggju. Með hinum fimm skilningarvitum telj- um við okkur skynja þann heim, sem við dveljum nú í. Það er vitað mál, að til eru hljóðbylgjur, sem eru ýmist fyrir ofan okkar heyrnarskynjun eða fyrir neðan hana. Sama gildir einnig um öll hin skilningarvitin. Til eru menn, sem tekizt hefur að þroska skilningarvitin svo mjög, að þeir skynja aðrar víddir. Opnast þá fyrir þeim heimur eftir heim, vídd eftir vídd. Virðist ekkert upphaf vera til og enginn endir þar á. — Virðist hér vera um sveiflusvæði að ræða, sem ganga gegn um hvert ann- að, þannig að heimur virðist vera innan í heimi, land inn í landi og hús innan í húsi og íbúar þessara heima virðast almennt ekki vita af tilveru ann- arra heima. Yogar Austurlanda telja, að sérhver maður hafi yfir mörgum líkamsgerfum að ráða, þannig, að við dauða manns hér í efnisheiminum eigi sér ekki annað stað en það, að maður- inn kastar af sér ham efnisheimsins og stígur upp í hinn ljósvakakennda lík- ama. Er það líkamsgerfi ósýnilegt öðr- um en skyggnu fólki og er mikið létt- ara í meðförum en efnislíkaminn og því auðveldara fyrir fólk. Með vissum yogaæfingum er mögulegt að stíga út úr hinum jarðneska líkama um stundar- sakir og reika að vild um þessi svið hinna framliðnu og þeirra vera, sem þar dvelja. Efnis í eftirfarandi þætti hef ég að mestu sótt í frásögn Swami Pancha- dasi af ferðalagi hans og nemenda hans um þessi svið. Kennir þar margra grasa og lýsingar oft á tíðum hinar áhrifa- mestu. HALDIÐ YFIR LANDAMÆRI LÍFS OG DAUÐA. Ég álít óráðlegt að fara nákvæmlega frá tæknilegu sjónarmiði séð út í það, hvernig maður fer úr líkamanum og inn í skynheim fínni efna. Sérhver lýsing þessarar tegundar, jafnvel þó um smá tilvitnun væri að ræða, gæti komið ó- vönum manni til að fitla við þetta, en það gæti haft hinar óæskilegustu afleið- ingar í för með sér. Ég mun því sleppa því úr vegna ofangreindrar ástæðu, sem ég veit að sérhver dulfræðingur er sam- mála mér í. Jæja, nemandi góður, þá erum við komnir út úr hinu efnislega líkamsgerfi og klæðumst stjörnulíkamanum ein- göngu. Sennilega heldurðu að ég sé að gera að gamni mínu við þig, því þegar þú lítur á líkama þinn sérðu, að hann lítur ekkert öðru vísi út en venjulega. Jafnvel klæðnaðurinn er sá hinn sami, í hinum minnstu smáatriðum. Þetta á sér stað vegna fullkomlega eðlilegra lög- mála á stjörnusviðinu en út í þau get ég ekki farið nánar núna. Þér mun samt sem áður verða ljóst að þú ert stiginn út úr hinum jarðneska líkama, þegar þú snýrð höfðinu og sérð líkama okkar beggja í hægindastólun- um að því er virðist sofandi. Ef gáð er betur að sést, að stjörnu- líkamar okkar eru tengdir hinum jarð- nesku líkömum með örmjóum, tegjan- legum þræði úr etherefni, sem líkist silkileitum kóngurlóarvef. Þessi þráður styttist eða teygist eftir því sem þörf þín krefur á ferðalögum þínum um stjarn- heima. Nú skaltu einbeita þér að því að hækka ljóssveiflur stjörnulíkama þíns, en samt gættu að því að þær fylgi tíðni líkama míns, þannig að þú lendir ekki inn á önnur svið. Þér mundi ekki reyn- ast létt að lenda einhvers staðar annars staðar en ég er, því það er ekki svo auð- velt að hafa stjórn á sér á þessum svæð- um. Þér mun verða ljóst að þú ert þegar 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.