Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 11
011 viljuan við vita sem mest um lífift eftir dauðann, og enda þótt ekkert sé vitað með vissu um það, er alit for- vitnilegt, sem um það er ritað. Þór Baldurs hefur tekið saman þessa grein, sem segir frá því er yogi og nemandi hans stíga út úr hinum jarðneska líkama. □RUQHNN kominn inn á annarleg svið, enda þótt þú hafir ekki hreyft þig einn þuml- ung. Fyrir aftan þig skynjarðu óljóst herbergið, sem við dvöldum áðan í, og fyrir framan okkur ef svo mætti að orði kveða sérðu einkennileg ljós og ljósblik, sem taka á sig mismunandi liti og mót. Þetta eru sveiflur og tíðni orkunnar, því nú förum við í gegnum orkusviðin. Þessi bláleiti ljósbjarmi er einhver rafmagns- sveifla, sennilega útvarpssending, sem þýtur gegnum rúmið. Bak við þig á borðinu mínu sérðu segulstálið, sem ávallt liggur þar. En nú sérðu hinn sérkennilega ljósbjarma umhverfis pól- ana, sem venjulega er ekki sýnilegur. Þú tekur einnig eftir því að einkenni- leg glóð virðist fylgja sérhverjum jarð- neskum hlut. Þetta er atomorkan o. s. frv. Enn veikar skynjarðu útgeislun, sem virðist vera alls staðar fyrir hendi, þetta er aðdráttaraflið. Þetta er allt mjög eftirtektarvert, og ef þú værir lærður læknir eða eðlisfræðingur væri sjálf- sagt varla hægt að draga þig út frá þessu sviði, svo skemmtilegt er að at- huga þessi öfl, sem gerð eru sýnileg. En þar sem því er ekki að dreyfa muntu sjá það sem skemmtilegra er á hærri sviðum. Jæja, núna finnurðu að lífsorkan er komin á hærra tíðnisstig, og þú finnur að þyngdaraflið fer dvinandi. Þér finnst þú nú vera léttur sem lauf, og þú finn- ur að þú getur farið um algjörlega án áreynslu. Nú geturðu byrjað að ganga. Já, „ganga“ sagði ég. Þú ert enn á jörðinni hvað rúmfræðilega stöðu áhrær- ir og herbergisgólfið er enn undir fót- um þínum. Gakktu nú með mér gegnum vegg herbergisins og út á götuna. Óttastu ekki, gakktu rakleitt gegn um vegginn, rétt eins og hann væri aðeins gerður úr þoku. Jæja, fannst þér það ekki auð- velt? Einkennilegt! Að ganga í raun og veru gegn um hlaðinn múrsteinavegg, finnst þér það ekki? En enn einkenni- legra er að þegar við hugsum okkur um þá fór veggurinn gegnum hið þunna efni líkamsgerfis okkar, í staðinn fyrir hið gagnstæða, Það er hið raunverulega leyndarmál við það. Nú skulum við ganga niður eftir stræt- inu. Gakktu til hliðar, rétt eins og þú værir í líkamanum, stoppaðu andartak. Þarna léztu mann ganga beint í gegn um þig. Og hann sá þig ekki einu sinni. Er þér ekki ljóst, að við erum aftur- göngur? Ekki síður en vofa föður Ham- lets, en í okkar tilfelli eru líkamar efnis- heimsins í dásvefni inn í herbergi, en líkami föður Hamlets lá rotnandi í gröf- inni. Þarna sá hundurinn þig. Og þetta hross skynjaði óljóst nærveru okkar. Sjáðu hvað hann verður taugaóstyrkur. Skepnurnar hafa yfir að ráða mjög næm- um sálrænum skynjunum, samanborið við skynhæfni mannsins. Hættu nú að hugsa um sjálfan þig og taktu eftir fólki, sem fer framhjá þér. Þú tekur eftir að sérhver maður er um- vafinn egglaga ljósbaug eða áru, sem er í um það bil tveggja til þriggja feta fjarlægð frá líkamanum. Þú tekur eftir straumiðum litanna og hvernig þeir móta litasvip árunnar. Taktu eftir mismun- inum í skuggum litanna og taktu einnig eftir að mismunandi litir virðast vera ráðandi hjá mismunandi fólki. Þú veizt hvað þessir litir merkja, því ég hef sagt þér til í litafræðum áður. Taktu eftir hinum fagurbláa andlega hjúp, sem sveipast umhverfis höfuð þess- arar konu. Og sjáðu þetta ljóta litarfar umhverfis manninn, sem gengur fram- hjá henni. Þarna kemur stórgáfaður maður, sjáðu hversu liturinn er sólgul- ur umhverfis höfuðið. En mér geðjast ekki að þessum rauðu litbrigðum um- hverfis líkama hans, og of lítið er af hin- Frh. á bls. 30 FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.