Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 12
 l!!lII!!!S!!!li!ll!ii!!r 21. MARZ — 20. APRÍL 21. APRÍL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. JÚNl — 22. JÚLl 23. JÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ ■■■naiaaaaiMHMHMHHiiiHnu STJÖRNUS PÁl N Hrútsmerkiö: Vikan mun hafa upp á ýmsa möguleika að bjóða, en til þess að geta notfært sér þá, þurfið þér að vera vel á verði^ og helzt geta snuðrað uppi, hvar helzt er von á góðum byr. Ótt- izt ekki að leggja út á nýjar brautir og vera sjálfstæðari en þér hafið verið hingað til. Nautsmerkið. Þér skuluð ekki takast á hendur of erfið verkefni á næst- unni. Reynið heldur að einbeita yður að verkefnum, sem þér ráðið fyllilega við. í einkalífinu verðið þér fyrir talsverðu mótlæti, sem stafar af lítilfjörlegu rifrildi. Verið fyrri til að sættast í þessu máli. Tvíburamerkiö. Þér munuð þarfnast hjálpar og aðstoðar í sambandi við miklar kröfur, sem gerðar verða til yðar í þessari viku. En það mun bjargast allt saman og hjálpin berast úr ólík- legustu átt. Gætið yðar í fjármálunum. Þar er aðeins eitt ráð til: Að spara og spara. Krabbamerkiö. Vikan byrjar heldur báglega: erfiðleikar á erfiðleika of- an, en bér skuluð ekki missa móðinn, heldur þrauka, og þá mun þegar í seinni hluta vikunnar fara að rofa til. Og hún endar á glæsilegan hátt með gleðilegum tíðindum, veg- legum skemmtunum og tilheyrandi rómantík. Ljónsmerkið. Vikan verður öllum þeim, sem vilja tilbreytingu frá grá- um hversdagsleikanum, sérstaklega kærkomin. Þér þurfið að leggja dálítið á yður til þess, en það erfiði mun áreiðan- lega borga sig. Þér fáið tilboð frá manni, sem þér hafið litlar mætur á, en samt skuluð þér ekki vísa því á bug. Jómfrúarmerkiö. Þetta verður vika, sem þér komið til með að muna eftir lengi. Það gerist margt, sem kemur yður á óvænt, bæði gott og miður gott. Það verður þó allt undir yður sjálfum komið, hvernig fer. Bregðizt vel og skynsamlega við, bæði hinu gleðilega og því, sem leiðindum veldur. V o garskálarmerkiö. Þér komizt að raun um í þessari viku, að vissir menn, sem þér hingað til hafið álitið yður vinsamlega, vinna öllum árum að því, að koma yður á kné. Reynið að beita klæk- indum og leika á þá, en gerið yður vel ljóst, að gerðir þeirra stjórnast fyrst og fremst af öfund. Sporðdrekamerkið. Strax í byrjun vikunnar fáið þér fast land undir fæturna og áætlanir yðar komast vel á veg. Látið ekki erfiðleika í einkalífi trufla hið vænlega starf yðar. Þér eruð orðinn flæktur í ástamálunum og verðið að greiða úr þeirri flækju. Því fyrr því betra. Bogmannsmerkiö. Það mun hyggilegast fyrir yður að fara að öllu með gát í þessari viku, bví að hún virðist ætla að verða viðsjárverð. Leggið ekki í nein stórræði. Stundið starf yðar eins og venju- lega og sinnið fjölskyldulífinu meir en þér eruð vanur. Steingeitarmerkið. Miðvikudagur, föstudagur og laugardagur verða beztu dag- ar vikunnar. Þér munuð fá heimsókn, sem er hvort tveggja í senn skemmtileg og hagstæð fyrir atvinnu yðar. Þér skul- uð ekki hampa um of hugmyndum yðar og ekki búast við skilningi yðar nánustu á þeim. Vatnsberamerkið. Það verður óvenju mikið um skemmtanir í þessari viku og þér munuð fá óvænta gjöf eða styrk. Annars verður þessi vika svipuð þeirri á undan og þér skuluð halda áfram að framkvæma áætlanir yðar. Fiskamerkið. Þessi vika verður hagstæð, en krefst mikils erfiðis og and- legrar áreynslu, sem þér skuluð ekki láta yður vaxa í aug- um. En það, sem er fyrir mestu er, að leiðin sé rétt. og það á eftir að koma í ljós. | m 1 ;|| :! | I | !!! ! :t III Á ÁRINU 1950 var ákveðið í Hollandi, að Hinar konunglegu hollenzku flugvéla. verksmiðjur Fokker skyldu smíða nýja vélflugu af meðalstærð. Átti vélfluga þessi að rúma a. m. k. 40 farþega og fljúga um 450 km á klst. Vandvirkni og elju Hollendinga er við brugðið, enda stóðust þeir áætlanir sínar um þessa smíð og betur þó, því að fyrsta vélin var tilbúin viku fyrr en ætlað var. Hún flaug fyrst 24. nóvember 1955. Nú á tímum þykja það e. t. v. engin tíðindi, þótt ný vélfluga reyni vængi sína í fyrsta sinn. Vélflugnaiðnaðurinn er svo stórkostlegur, að einn maður gerði ekki annað, ef hann ætti að fylgjast með öllu því, sem framleitt er. Hins vegar vekur það mikla athygli, þegar vélflugu er tekið svo opnum örmum sem Fokker F-27. Hún hlaut nafnið „Friendship“, sem þýðir vinátta, og hef- ur F-27 aflað sér margra vina í hópi lærðar sem leikra. Hátt á annað hundr- að F-27 hafa nú verið seldar, og er hún í fimmta sæti á söluskýrslum vélflugna- verksmiðjanna. Þetta átti nú ekki að verða nein mærð- arrolla um F-27, en jafnvel hlutlausir aðilar verða að viðurkenna ágæti henn- ar. Til þess að vera sanngjarn, eru hinir miklu kostir F-27 ekki hið eina, sem ráðið hefur úrslitum um gengi þessar- ar flugvélategundar. Hollendingum til hróss verður að geta þess, að þeir skildu öðrum betur og fyrr kröfur tímans. All- ir kepptust við að smíða risaþotur, sem voru yfirleitt eingöngu ætlaðar til lang- flugs. Hvað átti að gera fyrir farþega, sem þurftu aðeins að fljúga t. d. 300 —1200 km loftlínu? Að vísu gleymdust þessir farþegar ekki alveg, en Hollend- ingar urðu þó fyrstir til að bæta úr. Bretar urðu á eftir með sínar Herald og Avro 748, enda blæs ekki byrlega fyrir þá. Bandaríkjamenn voru allir í stóru þotunum og svo fór, að þeir, eða réttara sagt Fairchild-verksmiðjurnar, fengu leyfi til að framleiða F-27 vestan- hafs. Frá bandarískum flugvélaverksmiðj- um kom enginn keppinautur, enda varla von, því að F-27 var svo fullkomin, að Bandaríkjamenn vissu ekki, hverju þeir ættu að hrósa mest í sambandi við fluguna. Þetta eru sterk orð, en þó ein- róma álit litlu bandarísku flugfélag- anna. í Evrópu var það írska flugfélag- ið Aer Lingus, sem fyrst tók F-27 í notkun, og láta forráðamenn þess mikla ánægju í ljós. Braathen hinn norski var og meðal fyrstu kaupendanna, og það er maður, sem ekki kaupir köttinn í sekknum. Um forsendur alls þessa lofs geta menn m. a. sannfærst með því að líta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.