Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 13
 jájr FÆXIMI - TÆKNI - TÆKIMI - TÆKIM jggF > Holbndingar hafa smíðað nýja vélfiugu af meðalstærð, sem almennt er kölluð á ársskýrslur flugfélaganna, sem birt- ast í tímaritinu ,,Flight“ (bandar.). Þar stendur, að F-27 hafi verið tekið jafnvel betur en DC-3 á sínum tíma, og þá er nú mikið sagt. Mesta lofið kemur þó ekki sízt frá farþegunum. Ber þar margt til. Þægindin eru hin sömu og í hinum afarvinsælu Viscount- hverflum, en F-27 er líka knúin hverfil- hreyflum; sömu gerðar og Viscount, og mætti því líka nefna hana hverflu. En eitt mikilvægt hefur F-27 umfram, en það er, að hún er háþekja. Það er stór gluggi við hverja sætaröð, og útsýni er algjörlega óhindrað af vængnum. Far- þegarnir njóta því ferðarinnar í miklu ríkari mæli, þeim er farið að þykja gaman að fljúga. Samkvæmt ársskýrsl- um bandarísku flugfélaganna 1959, ári eftir að þau tóku F-27 í notkun, hefur fjöldi farþega aukizt þetta frá 22 til 59%. Þessi aukning, sem haldið hefur áfram, er eingöngu þökkuð F-27, og kostnaðurinn við rekstur vélanna varð minni en búizt hafði verið við. Þar eð taka verður alla endurskoðun trúan- lega, fer ekki hjá því, að menn hrífist af þessum farkosti. -x Hér á landi er öðru hverju verið að ræða flugvélakaup,. en því miður er getan minni en áhuginn. Flugvélakost- ur okkar til millilandaflugs er nú ágæt- ur, en við liggur, að innanlandsflugið fari að komast í vandræði. Sumir segja sem svo, að fólk þurfi ekki að vera skemur en klukkustund á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta mætti samþykkja, en hefur nokkur á móti því að vera hálftíma? Dakota-vélarnar hafa reynzt okkur mjög vel á liðnum árum, en viðhaldskostnaðurinn eykst ár frá ári. Ef tekið er dæmi með F-27, þá get- ur ein slík auðveldlega unnið það, sem þrjár Dakotavélar gera nú. Það er ekki verið að segja, að við eigum endilega að kaupa Fokker F-27 „Friendship“, en farþegafjöldinn eykst ekki mikið, ef ekkert heillar. Það er gaman að fljúga, og við þurfum að fljúga meira, miklu meira. Það er spá manna, sem til þekkja, að farþegum flugfélaganna muni fjölga mikið á næstu árum. Það gæti vel gerzt á íslandi, og því þurfum við á næstu árum að eignast glæsilega og vinsæla farkosti. Hver þeirra, sem verður fyrir valinu, verður ekki sagt, en víst er, að F-27 gleymist ekki, þegar ákvörðun verður tekin. Arngrímur Sigurðsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.