Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 14
NÝ SMÁSACA EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON ÞAÐ kom nafnlaust bréf til mín einn morguninn. Þegar ég opnaði umslagið, gaus á móti mér alveg prýðileg ilm- vatnslykt, og á blátt, útflúrað pappírs- blað voru skrifuð þessi orð: Kæri vinur, Leyfðu mér að kalla þig vin, þótt þú hafir aldrei séð mig! Ég hef séð þig oft og mörgum sinnum, án þess að þú hafir haft hugmynd um það. Og nú langar mig svo til að tala við þig eitt einasta skipti. Viltu koma og heimsækja mig, ef ég bið þig ósköp vel? Ég er hvorki ljót né gömul, og ég skal reyna að þreyta þig ekkí með of mikilli mælgi. En mig lang- ar til að tala við þig einu sinni og sjá þig hérna í stofunni minni bara eitt skipti. Þú mátt ekki neita mér um það. Síðan ætla ég að minnast þess, og aldrei skal ég ónáða þig oftar. En ég er ekki frjáls gerða minna, og enginn má vita, að þú hafir komið til mín. Þess vegna máttu ekki verða hissa, þó að ég biðji þig að koma á óvenjulegum tíma, kann- ske seint um kvöld. Og þú mátt ekki misskilja mig! Það er svo margt, sem ég get ekki sagt. Ég er — ekki hamingju- söm. Ég treysti þér. Vertu sæll. Nafnlausa vinkonan þín. Ég er aðeins afgreiðslumaður í banka og ekkert sérstakt við mig, og því var mér svona ævintýri talsvert nýnæmi. Reyndar hafa stúlkurnar stundum gefið mér auga, en ekki framyfir það, sem gerist um unga menn, og þetta var hreint og beint fyrirbæri á borð við þau, sem skáldin skrifa sögur um. Næstu daga hafði ég auga á öllum kvenpersónum, sem í bankann komu, en satt að segja fannst mér engin þeirra líkleg til að hafa skrifað þetta rómantíska bréf. Heil vika leið, án þess að nokkuð gerðist, og ég var farinn að halda, að þetta væri bara tómt bannsett plat úr einhverjum kunningja mínum. En þá var það kvöld eitt, að ég sat heima hjá mér og var að lesa í bók. Klukkan var langt gengin tólf. Glugginn var opinn, því að þetta var á hlýju sum- arkvöldi, og utanfrá heyrðist hægur nið- ur af lífi og umferð borgarinnar. Mér gekk illa að festa hugann við lesturinn, því að það var einhver óróleiki í mér öllum, einhver eftirvænting, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Mig langaði til að aðhafast eitthvað, fara á eitthvert veitingahúsið, dansa, sjá annað fólk, — sjá stúlkur. Ég var alveg hættur að lesa og sat niðursokkinn í dagdrauma mína, þegar síminn hringdi allt í einu. Það var svo óvænt, að ég hrökk við og fékk hjart- slátt; ég þreif símtólið í einhverju fáti og sagði stamandi ..Halló! Halló!“ „Ó, ert það þú!“ sagði indæl stúlku- rödd. „Ég var svo hrædd um, að þú værir ekki heima. Þú skilur vonandi, 14 FÁLKINN að þetta er Nafnlausa vinkonan þín? — Já, nafnlaus verð ég að vera; þú mátt aldrei spyrja, hvað ég heiti, því að það get ég ekki sagt þér. — Geturðu komið til mín núna? Viltu það? Ó, segðu ekki nei! Þú verður að koma. — Náðu í bíl og komdu strax, komdu alveg á stundinni! Hrunagötu 16. Komdu bak- dyramegin og farðu upp á aðra hæð; — þú mátt alls ekki koma að aðaldyr- unum! Hrunagötu 16. — Ertu þarna ennþá? Kemurðu þá, og geturðu kom- ið strax?“ Ég tautaði eitthvað, mér var svo mik- ið niðri fyrir, að ég gat ekki talað. En hún tók það auðheyranlega sem sam- þykki, því að hún sagði: „Ó, þakka þér kærlega fyrir! Flýttu þér nú bara!“ Og svo lagði hún símtólið á. Ég hringdi á bíl og flýtti mér út. Hann hefur sjálfsagt ekki verið margar mín- útur á leiðinni, en mér fannst það heil eilífð. Ég var kominn inn í bílinn og setztur við hliðina á bílstjóranum áður en hann hafði tíma til að stoppa. Svo hvíslaði ég óðamála, hvert ferðinni væri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.