Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 17
Til allrar hamingju sluppu ferðalang- arnir okkra út úr dýragarðinum í tæka tíð, áður en hinum stóru og þungu járn- hurðum var lokað. Þeir eru nú orðnir kunnugri í borg- inni og ákveða að eyða einum degi í að skoða markverðar byggingar, brýr og önnur mannvirki. Sem að líkum læt- ur, hefja þeir ferðina með því að fara í sporvagni til Ráðhússtorgsins, sem þýzkir nefna ,,Rathausmarkt“, en hét á valdatímum nazista „Adolfsplatz“. Ráðhúsið í Hamborg er mjög stór og fögur bygging, mikið útflúruð og skraut- leg. Þak koparslegið. Er inn kemur, er engu minna um dýrðir, salir margir og fagrir, sögulegar minjar og listaverk á veggjum. Við ráðleggjum hér með hin- um heppnu vinnendum, að fá einhvern starfsmann ráðhússins til leiðsagnar, því villugjarnt er í hinum mörgum göngum og sölum. í kjallara ráðhússins er mjög góður veitingastaður. Enda þótt Hamborag hafi sitt ákveðna skjaldarmerki, er þó mynd af turni hinn- ar veglegu St. Michaelskirkju mjög oft notað sem tákn borgarinnar. Ferðalangarnir fara fótgangandi til kirkjunnar, því að turn hennar gnæfir yfir og engin hætta á að villast. Enda þótt mörg íbúðarhverfi í næsta nágrenni St. Michaelskirkju yrðu sprengjum bandamanna að bráð í síðari heimsstyrjöldinni, hélt hún velli, varð þó fyrir nokkrum skemmdum og sprungur mynduðust í turninn. Það er ekki ýkjalangt síðan viðgerð var lokið og gestum og gangandi gafst þess kost- ur að fara upp og njóta útsýnisins. Við skiljum í dag við hina heppnu, sem vinna flugfar til Hamborgar með Viscount Flugfélags Islands í Bingó-spili Fálkans, þar sem þeir eru stignir inn í lyftu, sem flytur þá upp í turn St. Michaels kirkjunnar. Við vonum, að þeir njóti útsýnisins vel og við hittum þá aftur í næsta Fálka. Hér birtast næstsíðustu tölurnar í hinu spennandi Bingóspili. Hver hlýtur flugfar til Hamborgar með Flugfélagi íslands? Myndin er af ráðhúsinu í Ham- borg. Það er stór og fögur bygg- ing, mikið útflúruð og skraut- leg. Þegar inn er komið, er engu minna um dýrðir, salir margir og fagrir, sögulegar minjar og listaverk á veggjum. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.