Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 20
Hann kinkaði kolli, eins og hann hefði búizt við þessu svari. — Og Grant Stewart, sem vinnur með honum — hvernig líkar þér við hann? Það varð dálítil bið á að hún svaraði: — Mér finnst hann nokkuð einþykk- ur, en að því er mér skilst, er hann mesti dugnaðarmaður. — En hvað álítur þú um hann sem mann, Kata? sagði hann og laut fram á borðið til hennar. — Ég held að ég gæti aldrei treyst honum eins og ég treysti Bern, svaraði hún eftir stutta þögn. — Ég held að hann sé einn af þessum gáfumönnum, sem allt springur í höndunum á fyrr eða síðar. Hann sagði varlega: — Og þú heldur að Williams sé ekki af sömu manngerð- inni? Hún leit á hann, uppstökk: — Nei, vitanlega ekki. Hvert ertu eiginlega að fara, Adrian? — Æ, ég veit það eiginlega ekki, sagði hann dræmt. — Ég er bara að komast að tilfinningum þínum og viðhorfum. Þú er hrifin af Williams, er ekki svo? Hún fann, að hún roðnaði. Horfði niður á diskinn sinn og svaraði: — Ég held að „hrifin“ sé ekki rétta orðið. Mér fellur vel við hann. Og ég met hann mjög mikils. — En elskar þú hann? spurði hann létt, eins og meðal annarra orða. — Ef manni fellur vel við einhvern og treystir honum út í æsar, getur ást- in gert vart við sig fyrr eða síðar, býst ég við. — Heldurðu það? Horfðu á mig, Kata! Hún leit upp, og grábrúnu augun hans mættu hennar augum, ertandi en við- kvæm um leið. — Þú veizt, að þú ert að bulla, — er það ekki, sagði hann lágt. — Þú talar eins og bók. Það kemur ekkert veruleikanum við. Ástin er alveg óvið- komandi reglum og kenningum, hún er tilfinning. Hún tekur ekkert tillit til skynsemi eða raka. Og enginn getur flúið frá henni. Hann laut enn lengra og stutt bil varð milli andlitanna. — Elskar þú Williams, Kata? — Hún gat ekki horft í augun á hon- um og logið um leið. Og hana langaði að ljúga, metnaðar síns vegna og fram- tíðarinnar. — Nei, sagði hún loksins og ýtti frá sér matnum. Kjúklingurinn var löðr- andi í feiti og ógirnilegur, allt í einu. 20 FÁLKINN — Mér Þykir vænt um að þú ert hreinskilin, Kata. Mér þykir vænt um að þú hefur enn ástæðu til að vera hreinskilin, sagði hann og tók um hönd- ina á henni. — Þú mátt ekki binda þig, Kata, — að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það leggst í mig, að eitthvað muni koma fyrir. Þú hefur vonandi ekki lofað að giftast Williams. Hún stundi upp með erfiðismunum: — Við höfum komizt að einskonar samkomulagi .... — Ég met einskis allt svokallað sam- komulag, meðan þú ert ekki gift hon- um, Kata! Hann tók um báðar hendur hennar og þrýsti fast að þeim. — Lofa þú mér að giftast honum ekki — að minnsta kosti ekki fyrst um sinn! — Ég lofa því, sagði hún lágt og fann að tárin runnu niður kinnarnar. Hún var kramin, og um leið undarlega glöð. — Það er svo margt, sem mælir móti mér, sagði Adrian. — Ég bið þig ekki um að treysta mér, en reyndu að var- ast, að sambúð ykkar Williams verði náin, og lofaðu honum engu. Ég segi þetta ekki eingöngu af persónulegum hug til þín, en vegna þess sem þér er fyrir beztu, Kata. Og svo er eitt enn: Farðu ekki heim til Dennison þó að þau bjóði þér, en það gera þau vafa- laust. Hún gat ekki stillt sig um að spyrja: — Elskar þú Fredu, Adrian? Hann leit á hana eins og hann vor- kenndi henni. — Og það spyr þú um .... Kata! Kata fór ekki til Dennisons, en Freda kom til hennar. Kata var að hvíla sig eftir erfiðan dag í rannsóknastofunni og hafði hugs- að sér að fá sér matarbita og fara svo að hátta. Hún lá í hvílustólnum og var að reykja, þegar bjallan hringdi. Hún vissi, að þetta gat ekki verið Bern. Hann hafði sagt henni að hann yrði að vinna langt fram á kvöld. Adrian? Hún fékk hjartslátt og var máttlaus í hnjánum þegar hún gekk til dyra. En það reyndist vera Freda, glæsileg að vanda. Andlitið var fölt, en varirn- ar mikið rauðmálaðar, eins og vant var. — Halló, Kata! brosti hún. — Mér datt í hug að líta inn og rabba dálítið við þig. Og mig langaði til að sjá íbúð- ina þína. Mér finnst þú hefðir átt að bjóða Rodney og mér heim upp á glas, en þú hefur líklega ekki haft tíma til þess ennþá. Kata fann, að hún roðnaði. -— Afsak- aðu, Freda, ég veit vel að ég hefði átt að gera það. Og ég hef verið að hugsa um það, en það hefur farið svo, að ég hef ekki boðið neinum heim. Við höf- um haft svo hræðilega mikið að gera í rannsóknastofunni. Komdu inn, gerðu svo vel. Freda yppti öxlum. — Ég veit, að þið hamist eins og óðir menn með þetta leynivopn. Ég veit líka, að enginn á að fá að vita um þetta, en sögurnar ganga, og þær eru alltaf spennandi í svona holu eins og þessum bæ .... Hún brosti, er hún fór með Kötu inn í stofuna. — Ljómandi er þetta skemmti- legt og svo heimilislegt um leið! Þú varst svei mér heppin að ná í þetta, Kata! — Já, það er víst og satt, sagði Kata. — Má bjóða þér glas af sherry? Ég hef víst ekki neitt annað að bjóða. — Já, mig langar í sherry og mig langar til að rabba við þig líka. Við vorum svo góðir vinir, meðan þú varst hjá okkur, — að minnsta kosti hélt ég að við værum það. — Ég verð þér alltaf þakklát fyrir að þú tókst mig upp á þína arma, Freda, sagði Kata og brosti. Freda kinkaði kolli og dreypti á sher- ryinu. Hún horfði út um gluggann. — En hvað þú hefur dásamlegt út- sýni yfir garðinn. Það er nærri því ótrúlegt, hvað fólki tekst að láta gróa hérna í Ástralíu, þar sem vatnsveiturn- ar eru í lagi. Þetta er merkilegt land . . . Kata var henni sammála um það, en hún vissi vel, að Freda var ekki komin þarna til þess að tala um Ástr- alíu. Freda hafði alltaf ákveðinn tilgang með öllu sem hún gerði. Freda hafði tæmt annað glasið, þegar hún sagði eins og af tilviljun: — Jæja, svo að þú hefur heimsótt Helgu á hverjum degi? En hvað það var fallega gert af þér, Kata mín. Hún er svoddan einstæðingur, veslingurinn. Ég held hún viti ekki hverjir eru raun- verulegir vinir hennar og hverjir ekki, og hún lifði hræðileg bernskuár þarna í fangabúðunum, og ég er hrædd um að hún hafi átt mótdrægt síðan, líka. Við vissum allt um hana, þegar við réðum hana og ég hélt að henni mundi létta við að finna, að hún væri í góð- um höndum hjá okkur. Það var slæmt að þessi kónguló skyldi bíta hana —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.