Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 21
kvikindið! Bara að ég gæti skilið, hvern- ig hún hefur komizt inn í herbergið þitt! En það er svoddan fjöldi af hættu- legum skorkvikindum hérna í Ástralíu. Við vitum, að þú hefðir getað orðið fyrir þessu, Kata, en ég vona að þú skilj- ir, að svona getur alltaf komið fyrir. Þú skilur það — er það ekki? Freda horfði fast á Kötu. Kata kinkaði. — Jú, auðvitað. Og hún hefði bitið mig, ef Helga hefði ekki bandað henni frá mér. — Og þess vegna finnst mér fram- koma Helgu svo óskiljanleg, hélt Freda áfram. — Hún fékk slæmt hitakast eftir bitið, en það var ekki við öðru að búast. En hvers vegna í dauðanum vill hún ekki koma til okkar aftur? Mér finnst þetta barnaskapur, hreint og beint. Við erum meira en fús til að hafa hana hjá okkur meðan hún er að ná sér. Þá gæti hún fengið algera hvíld og stúlk- urnar mínar hugsað um hana. Mér f innst það hrein fásinna, að ætla sér til Ade- laide til að hressast. Ertu ekki sam- mála mér, Kata? Freda hallaði sér áfram og talaði í sig móð. Hún drap í vindlingsstúfnum og kveikti sér í nýjum. — Það er sjálfsagt réttast, að Helga geri það, sem læknarnir ráðleggja henni, sagði Kata varfærnislega. Freda fussaði. — En þegar á allt er litið, finnst mér hún eigi að gera það sem hún sjálf vill. Ef hún vill koma til okkar aftur — og Það finndist mér óneitanlega eðlilegast, — get ég ekki hugsað mér, að læknarnir ömuðust við því. Mér datt í hug, að úr því að þú hittir hana daglega, og ert auðsjáanlega orðinn mikill vinur hennar, gætirðu kannske komið henni í skilning um hve miklu betra væri fyrir hana að koma til okkar aftur. Kata fékk sér vindling líka og hönd- in skalf ofurlítið þegar hún kveikti í. — Ég get vitanlega sagt henni hvað þú álítur um þetta, Freda, en vitanlega verður hún sjálf að fá að ráða. — Verður hún? Freda rétti úr sér og starði grænum augunum á Kötu. — Ég held áreiðanlega að . . . þú getir haft mikil áhrif á hana, því að hún var ástfangin af bróður þínum. Jú, góða mín, við vitum það öll. Það er svo að sjá sem þau hafi kynnst einhversstaðar í Evrópu, og þau fundu hvort annað. Það var víst ekkert alvarlegt — að minnsta kosti ekki af hans hálfu. Þú veizt að ég þekkti bróður þinn vel, og ef þetta hefði verið eitthvað alvarlegt, mundi hann eflaust hafa sagt mér það. Ungar stúlkur geta stundum verið mikil flón í því tilliti. Það þarf ekki annað til en piltur sýni þeim hugulsemi, þá halda þær strax, að hann sé bálskotinn — ekki satt, Kata? Kata velti fyrir sér hvort þetta væri sagt til ögrunar, en hún svaraði aðeins: — Það er hugsanlegt, að ungum stúlk- um þyki gaman að halda að piltur sé skotinn í þeim, þótt hann sé það ekki í raun og veru. Freda kinkaði kolli. — Ungar stúlk- ur ímynda sér svo margt! Þegar um ást er að ræða, er það ótrúlegt, hvað þær geta látið sér detta í hug. En það var nú Helga og framtíð hennar, sem við vorum að tala um. — Já, ég vil fúslega gera hvað sem vera skal til þess að hjálpa Helgu, sagði Kata rólega. Auk þess sem Kötu var vel til Helgu, fann hún til persónulegrar ábyrgðar á henni, eftir að hún hafði lesið bréfið frá Frank. Freda hafði sagt, að þetta hefði ekki verið alvarlega meint af Franks hálfu, en Kata vissi betur. — Helga hefur ágæta möguleika til þess að eiga góða ævi hérna, hélt Freda áfram, alvarleg. — Ef hún vill ekki halda áfram heimilisstörfunum, getur Rod útvegað henni góða stöðu í Flug- félaginu. Hún er bráðgreind. Ég veit vel, að hún þarf talsverðan tíma til að jafna sig — bæði andlega og líkamlega. Það er ekki eingöngu vegna þess að ófétis kóngulóin beit hana, — ég er viss um að hún var afar veikluð á taugunum þegar hún kom hingað. Ef hún kemur til okkar, getur hún hvílt sig í garðin- um allan daginn, og við skulum gera okkar bezta til þess að henni líði vel. Freda drap í vindlingnum og stóð upp, eins og allt væri afráðið og út- kljáð. — En ef hún hefur afráðið að fara til Adelaide, er ég hrædd um að ég geti engin áhrif haft, af eða á, sagði Kata. Freda glápti á hana. Augun voru hörð. — Ég hugsa, að þú getir ráðið miklu, Kata, og ég er viss um að þú vilt vinna með okkur, þegar þú hefur hugsað mál- ið betur. Okkur kom saman um að þér væri í hag að gera þitt ítrasta til að hjálpa okkur? Orðin voru ekki hótandi, í sjálfu sér, en það var ótvíræð hótun í hreimnum. — Ég held samt, að ég geti ekki talið Helgu hughvarf, ef henni er þetta þvert um geð, sagði Kata rólega. — Og mig langar heldur ekki til að reyna það. — Það væri raunalegt, ef þú yrðir að hætta starfinu þínu hjá Bern, finnst þér það ekki? sagði Freda kuldalega. — Bern veit allt um Frank — að minnsta kosti það, sem við vitum, sagði Kata. Hafi Freda orðið hissa, lét hún að minnsta kosti ekki á því bera. — Það eru til hærra settir menn en Bern, sem kannske hefðu gaman af að kynna sér málið, sagði hún. Nú var Kata ekki í vafa um, að verið var að ógna henni. Og síðar mundu eflaust koma fleiri hótanir, sem vissu að mikilsverðari málum en því að hjálpa til að hindra að Helga færi til Adelaide. Var það áformið, að þjarma svo að henni, að hún yrði að lokum fús til að ljósta upp leyndarmálum, sem vörð- uðu öryggi landsins? Sir Alexander hafði ráðlagt henni að tala við Adrian, ef einhver vandi steðjaði að. En hann vissi ekki það sem Kata vissi: að Ad- rian var vildarvinur Dennisons. Hún áleit enn, að sá eini sem öruggt væri að tala við í trúnaði, væri Bern. Hann vissi um Frank og hann var tryggur eins og tröll. Hún hafði lofað að koma til hans með allar sínar áhyggjur. En hún vissi, hve önnum kafinn hann var núna við þetta fjarstýrða skeyti. Hún gat ekki betur séð en að Stewart og Bern væru nær allan sólarhringinn í rannsóknastofunni. Hún sá hann sjald- an utan vinnutímans, og þó hann væri alltaf alúðlegur, virtist hann ekki geta um annað hugsað en rannsóknir sínar. Samt fékk hún tækifæri til að tala við hann um Fredu, og að sér fynd- ist að Freda hefði í hótunum við sig. Hann virtist ekki leggja mikið upp úr því sem hún sagði. — Ég get ekki séð að það skipti nokkru máli, hvort Helga fer til Ade- laide eða ekki, sagði hann. — En per- sónulega er ég þeirrar skoðunar, að henni væri bezt að fara beint til Denni- sons og verða þar. Hún er farin að hress- ast mikið, og það virðist þarflítið fyrir hana að fara til Adelaide. — En hún vill það helzt, Bern, sagði Kata. Svo bætti hún við: — Ég held, að hún sé hrædd við að fara til Dennisons aftur. — Ég veit, að hún fékk taugaáfall út af þessari kónguló, sagði Bern. — En þetta hefði getað komið fyrir hvern sem vera vildi .... Svo bætti hann við: — Heldurðu að þú gerir ekki of mikið úr þessu atviki, góða mín? Hún fann, að hann vildi helzt ekki tala meira um þetta mál, og henni sárn- aði það. Líklega hefur hann tekið eftir því, því að hann klappaði henni á hand- arbakið og sagði: Frh. á bls. 30 Nú var Kata ekki í vafa um, aÖ verið var að ógna henni. Síðar mundu eflaust koma fleiri hótanir, sem snertu mikilsverðari mál en að koma í veg fyrir að Helga færi til Adelaide FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.