Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 24
Þér skuluo ekki hneykslast á bréður yðar, sagði hann. — Hann er ekkert einsdæmi. Þér yrðuð sennilega undrandi, ef þér sæjuð lista yfir viðskiptavini mína... ÞRJÚ þrep lágu upp að dyrum verzlun- arinnar, en jafnskjótt og þeim hafði verið lokið upp, blasti fyrirtækið við augum með bókahillur upp um alla veggi. í einu horninu var eins konar skrifstofa, þar sem kraftalegur maður með gráan hörundslit sat og vann við dauft lampaljós. Þegar hann heyrði að dyrnar opnuðust, leit hann snöggt út- undan gleraugunum og sá háan og grann. an herramann með stuttklippt og grátt yfirskegg standa þegjandi við borð með skiltinu: „Bækur á 50 sent“. Að því búnu sneri hann sér aftur að hinu sam- anvöðlaða eintaki af trúarlegu vikublaði sem lá á borðinu fyrir framan hann. Hann las enn einu sinni dánarlistann, tók síðan upp vasablokkina sína og pár- aði eitthvað í hana. Þegar hann hafði lokið því, leit hann aftur upp og sá, að herramaðurinn með hvíta yfirskeggið hafði gengið þvert yfir búðina og stóð nú hjá honum. — Já, herra, sagði hann og ýtti papp- írunum til hliðar. — Hvað get ég gert fyrir yður? Maðurinn með hvíta skeggið leit hvasst á hann. — Er það eigandinn, herra Joreth, sem ég tala við, spurði hann. — Já, herra. Svo er nú það. — Gott. Nafn mitt er Ingalls, Ingalls ofursti. — Minn er heiðurinn, herra ofursti. En hvað get ég... — Þér kannizt náttúrlega ekkert við nafnið? Herra Joreth tók gleraugun af sér og leit rannsakandi á hann. — Nei, ég er hræddur um að ég kann- ist ekki við neinn með því nafni, herra Ingalls. Ingalls ofursti stakk montprikinu sínu undir annan handlegginn og dró umslag upp úr jakkavasanum. Upp úr því dró hann pappírsbleðil, breiddi úr honum, virti hann fyrir sér andartak með hnykl- aðar brúnir, en fleygði honum síðan á borðið. — Kannski þetta hjálpi yður til að muna, sagði hann. Herra Joreth nuggaði á sér nefið and- artak, leit athugandi á Ingalls, en setti síðan upp gleraugun. — O, já, reikningur, sagði hann. — Þér verðið að fyrirgefa, en ég er neydd- ur til að eiga viðskipti gegnum póst við fólk, sem ég hef aldrei hitt persónulega. ,,Séra Godfrey Ingalls, St. Johnes sókn“. Ó, já, já . .. nú man ég greinilega eftir þessu. — Séra Ingalls sálugi var bróðir minn. Reikningur yðar hlýtur að vera á mis- skilningi byggður, því að hann mundi aldrei hafa pantað, móttekið, hvað þá haft minnstu löngun til þess að lesa neitt af þessum bókum. Og að sjálfsögðu fund- ust ekki bækur af þessu tagi meðal þess, sem hann lét eftir sig. — Hm, já, ég skil, sagði herra Joreth. Hann renndi augum yfir reikninginn og ræskti sig. -— Ég skil, já. Við skulum nú sjá. Ég ætla að bera saman bækur mínar and- artak. Hann tók risastóran og slitinn doð- rant niður úr hillu fyrir framan sig. — G...H...I... tautaði hann. — Látum okkur sjá. Jú, Ingalls! Hérna kemur það. — Þér getið sparað yður allt þetta ómak, sagði Ingalls ofursti. — Þetta eru mistök og það meira að segja mjög ein- kennileg mistök að mínum dómi. Ég ráð- legg yður í fyllstu alvöru að gæta yðar betur. Fyrst þér viljið sjálfir leggjast svo lágt að selja bækur af þessari teg- und leynilega, þá er það yðar einkamál. En . .. Herra Joreth kinkaði kolli aftur og aftur og hallaði sér aftur á bak í stóln- um. — Já, herra ofursti. Enginn getur bannað yður að hafa yðar skoðun á mál- inu, sagði hann, Sízt vil ég gerast dóm- ari yfir bókmenntasmekk viðskiptavina minna. En í þessu tilfelli er ekki um neitt að villast: Hingað barst pöntun frá Godfrey Ingalls, sóknarpresti í St. John- es og hann bað um þessar bækur. Þann 15. maí hef ég afgreitt pöntunina og bækurnar hafa einnig verið mótteknar formlega. Hvað síðan hefur orðið af þeim, kemur mér ekki við. En í sam- bandi við ásakanir yðar, þá mætti ég kannski benda yður vinsamlega á, að svona bókmenntir eru oftast geymdar vandlega, nánast faldar og lesnar með leynd. Átta undanfarna mánuði hef ég sent uppgjör, en aldrei fengið borgun. Að sjálfsögðu var mér ekki kunnugt um, að þessi viðskiptavinur minn hefði legið fyrir dauðanum og væri nú látinn. Mér þykir mjög leitt, ef ég hef. .. — Þér eruð ósvífinn þorpari, sagði Ingalls og var nú heldur betur orðinn heitur í hamsi. — Er það í raun og veru ætlun yðar að halda því ákveðið fram, að séra Ingalls sálugi hafi keypt svona bækur? Ég skal bara láta yður vita það ... — Andartak, herra minn, andartak, ef þér vilduð vera svo góður, sagði herra Joreth. — Eruð þér í raun og veru svo sannfærður um að þér hafið á réttu að standa? Ég vil ekki á neinn hátt sverta minningu hins látna klerks og vil ekki fullyrða annað en það, að ég hef afgreitt þessar bækur og á heimt- ingu á að fá þær að fullu greiddar. Ég er fátækur maður. Ef fólk borgar mér ekki, hvað get ég þá gert annað en .... — Hvað segið þér, fjárkúgarinn? .... Herra Joreth lyfti hendinni í mót- mælaskyni. — Nei, nú verðið þér að afsaka, mót mælti hann. — Ég er hræddur um að þér séuð farinn að hegða yður á rang- látan og vanhugsaðan hátt, herra of- ursti. Þessi reikningur hefur legið hjá mér í fleiri mánuði án Þess að ég hafi nokkuð gert í málinu. Ég skil mætavel, hvílík óþægindi það gæti haft í för með sér fyrir marga af viðskiptavinum mín- um, ef reikningur upp á bækur af þessu tagi kæmust í hendur hins opinbera til innheimtu. En þér þurfið ekkert að óttast og alls ekki að hneykslast á bróð- ur yðar út af þessum bókum. Hann er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Þér yrðuð sennilega undrandi, ef ég sýndi yður lista yfir viðskiptavini mína, en ég er að sjálfsögðu bundinn þagnar- heiti .... — Vilduð þér ekki heldur sýna mér hina upphaflega pöntun bróður míns, sagði Ingalls hægt. — Þetta er ekki heiðarlegt af yður, herra ofursti, sagði herra Joreth hæðnis- lega. Þér getið sagt yður það sjálfur, að ég hef hana að sjálfsögðu ekki. Hugs- ið yður, hversu óvarkárt það væri af mér að varðveita pappíra, sem gætu haft slík vandræði í för með sér. En ég þykist hafa sönnunargögn í höndun- GLAPPASKOTIÐ 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.