Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 26
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP — Þú getur boðið Fairburn ef þú vilt, Irena. Ég hef ekkert sérstakt á móti honum. Ef þér fellur vel við hann, er sjálf- sagt að þú bjóðir honum í samkvæmið. Hana langaði ekkert sérstaklega til að bjóða Brian. En hann mundi vafalaust gjarnan vilja koma. — Ég skal hringja til hans og bjóða honum, sagði hún áherzlulaust. Hugh rétti fram höndina og brosti allt í einu. — Þú ert vonandi ekki reið, er það? Hún kom sér hjá að taka í hönd hans með því að snúa sér undan og láta sem hún hefði ekki séð hana. — Nei, vitanlega ekki. Hún var hvorki reið né neitt annað á þessu augnabliki. Hún var innantóm og tilfinningalaus — alveg eins og hún hefði fengið högg og ekki náð sér eftir áfallið. Bráðum mundi hún ná sér aftur og læra að ráða við röddina og svipbrigðin. Þegar öllu var á botninn hvolft hafði hún ekki uppgötvað neitt nýtt í kvöld. Síðan hún hitti Coral í fyrsta skipti hafði hún skilið að Hugh þótti vænt um Diönu ennþá. Það gerði hvorki til né frá að hann hafði sagt það berum orðum sjálfur. JÓL í BRASILÍU. Það var skrítið — en þetta samtal hafði hreinsað loftið. Og enn skrítnara var að hún gat skotið aftur fyrir sig öllu því, sem henni hafði áður fundizt vera svo hræðilega mikils- vert. Hún gat verið kát og áhyggjulaus og drepið tímann með samkvæmum og skemmtunum, eins og allir hinir gerðu. Hún skildi núna að óframfæmin og veiklunin, sem hún hafði kvalizt af fyrst í stað, átti rót sína að rekja til kvíðans um það, hvernig Hugh mundi líka við hana. Hún hafði verið hrædd um að verða honum til vonbrigða. Nú skeytti hún ekkert um það lengur. Og það gerði tilveruna miklu ein- faldari. Og þegar jólin nálguðust var nóg að hugsa. Valerie sagði henni að það væri aðeins tuttugu ár síðan farið var að halda upp á jólin í Brasilíu, sem nokkuð annað eða meira en venju- lega trúarhátíð. En samt var nýárið í meiri metum en jólin. Verzlanirnar skreyttu gluggana með öllu, sem nöfnum tjáir að nefna — frá flugeldum til nálabréfa — og á öllu voru miðar með orðunum „Presente de Natal“. Jólainnkaupin voru erfið í 40 stiga hita og lofti, sem var líkast heitri ullarvoð. Ýmislegt í sambandi við jólahald, sem ómissandi þótti í Englandi, þekktist ekki í Rio. Þar voru jólatré, en enginn söng jólasálma. Jólakort fengust keypt, en aðeins á einum stað var hægt að fá keypta „smelli". En skrítnast var þó að ekki var hægt að senda bögglapóst innanbæjar. Annaðhvort varð maður að færa gjöfina sjálfur, eða láta verzlunina, sem hún var keypt í, senda hana. Flest Evrópufólk hélt samkvæmi jóladaginn. Hugh og Irena Þær töluðu lengi saman, og Irena fann sér til undruiiar, að henni féll mæta vel vi5 Díönu Þegar húii heyrði Coral nefna hana í fyrsta skipti hafði hún ósjálfrátt ímyndað sér, að þarna væri vágestur hennar eigin hamingju. voru boðin í þrjú samkvæmi þann dag. Þau voru mjög frjáls- leg. — Þeir, sem fastheldnastir voru á fornar venjur, borðuðu kalkúna, en enginn gat hugsað sér að leggja heitt „pie“ sér til munns. Hugh gaf Irenu skartgripi með akvamarín-steinum — nælu, hring og eyrnalokka. Það var falleg gjöf, sem mundi hafa glatt hana framúr hófi einni viku áður. En nú skoðaði hún gjöfina aðeins sem vott um vonda samvizku, af því að hann hafði ekki sagt henni frá Diönu áður en hann bað hennar. Hún þakkaði honum fyrir og lagði gripina á afvikinn stað, fastráðin í að láta ekki undan þó hana langaði til að skoða þá. Einn daginn um jólin hitti hún Diönu í annað sinn. Þær stóðu allt í einu andspænis hvor annarri, er þær voru að kaupa til jólanna í Rua do Ouvidor, og hvorug gat skotizt undan hinni án þess að það yrði talin ókurteisi. Irena sá strax, að Diana ætlaði ekki að flýja hana. Diana brosti til hennar og heilsaði glaðlega og vinalega. — Það er Irena Congreve, er ekki svo? Við hittumst í samkvæmi hjá Coral Farbray ... Hún var í skraddarasaumaðri dragt úr bláu líni. — Það gljáði á ljósa hárið í morgunsólinni. Hún er fullkomin, hugs- aði Irena með sér meðan hún horfði á hana. Hún er enn fallegri en mér fannst hún vera. Það er engin furða að Hugh geti ekki gleymt henni. — Ég ætlaði einmitt að skreppa einhvers staðar inn og fá mér glas af ísköldum sítrónusafa, sagði Diana með sinni hljómþýðu rödd. — Viljið þér ekki koma með mér? Það hafði verið bjánalegt að afþakka. — Jú, það vil ég, sagði Irena og fylgdist með henni inn í lítið kaffihús. Þær töluðu lengi saman, og Irena fann sér til undrunar, að henni féll mæta vel við Diönu. Þegar hún heyrði Coral nefna hana í fyrsta skipti hafði hún ósjálfrátt ímyndað sér, að þarna væri vágestur hennar eigin hamingju, en nú uppgötvaði hún að Diana var alúðleg og viðfelldin manneskja. Ekki beinlínis viljasterk, en öllu fremur manneskja, sem lét leiðast af sér sterkari vilja. Það var ekki fyrr en þær bjuggust til að fara, að Diana minntist á fortíðina, og hún gerði það með afvopnandi hrein- skilni. — Ég fór skammarlega illa með Hugh — en ég vona, að það verði ekki til þess, að þér og ég getum ekki orðið vinir. Mig langar svo til þess að þér komið út í Ilha das Pedras einhvern daginn og sjáið hvernig umhorfs er hjá mér. Irenu fannst þetta frekar vera bón en boð, það var þannig sagt. Kannske leiddist Diönu þarna úti í eyjunni, fjarri vin- um sínum í Rio. — Mig langar til að sjá eyjuna, sagði hún. — Brian hefur sagt mér svo margt um hana. Diana kinkaði kolli. — Já, einmitt. Þið urðuð samskipa hingað, var ekki svo? Hann hefur talað mikið um yður. Hún slökkti í vindlingnum og sagði dræmt: — Það var Brian, sem sagði mér að Hugh væri giftur, og ég sá að bréfið mitt hefur komið til hans um líkt leyti sem hann hefur ætlað að fara að skrifa mér að hann væri giftur. Hún brosti. — Ég varð dálítið sár, sagði hún. — En það dró úr samvizkubitinu. Hún vissi þá ekki að Hugh elskaði hana ennþá, hugsaði Irena með sér. Á heimleiðinni var Irena að velta fyrir sér, hvort hún ætti að segja Hugh frá að hún hefði hitt Diönu, og að hún hefði boðið sér út í eyjuna. Ég ætla að segja honum að ég hafi hitt hana, en ekki að minnast á að ég hafi í hyggju að heimsækja hana, hugsaði hún með sér. Hún gleymir kannske þessu heim- boði. Flestir þeirra, sem höfðu boðið þeim að koma, en ekki tiltekið daginn, en lofað að hringja síðar, höfðu ekki látið heyra frá sér. Hún sagði honum þetta sama kvöldið, og ofur rólega og eins og það væru engin tíðindi: — Ég hitti Diönu í dag þegar ég fór út í bæ. — Gerðirðu það? sagði hann í sama létta tón og hélt svo áfram að tala um eitthvað annað. Hún vissi ekki hvort hon- um þótti vænt um það eða ekki — eða hvort það skipti hann nokkru máli. Það síðasta var líklegast. Hvorugt þeirra nefndi Diönu aftur. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.