Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 27
Og Diana hringdi ekki. Líklega hafði hún gleymt Irenu á sama augnablikinu og þær skildu, hugsaði Irena með sér. Henni fannst að Diana mundi vera ein af þeim, sem lifa að- eins í augnablikinu, og ummæli Brians um konu húsbónda síns staðfestu þetta. BRIAN VANTAR SJÁLFSTRAUST. Irena hitti Brian oft. Hann kom í land tvisvar í viku, og þegar hann kom fann hann sér alltaf átyllu til að heimsækja hana eða hringja til hennar. Hugh vissi um þessar heimsóknir og hann vissi líka að Irena snæddi oft hádegisverð með Brian í litla kaffihúsinu við Avenida Atlantica, þar sem þau höfðu borðað saman fyrst. Hún gætti þess vel að segja Hugh frá því, hvert skipti sem hún hafði verið með Brian, og alltaf reyndi hún að taka eftir hvernig það verkaði á hann að heyra, að hún væri svona oft með öðrum manni. En það var ekki annað að sjá á Hugh en að hann gleddist yfir því að hún hefði fengið sér félaga. Og var þá nokkur ástæða til að neita sér um þá ánægju að vera með Brian? Hann var kátur og lífs- glaður, og hann fór ekki dult með að hann dáðist mikið að henni. Hann var ekki ástfanginn af henni — ef hann hefði verið það, hefði hún orðið að hætta að vera með honum, en það var augljóst að hann hafði gaman af að vera með henni. Það var Brian, sem sagði henni frá hinum ævagamla sið Brazilíubúa, að færa Sægyðjunni fórnir á Gamlárskvöld. „A Sereia do Mar“ kalla Brazilíubúar Sægyðjima — Hafmey sævarins — og á síðustu klukkustundum gamla ársins róa þeir út á sjó með fórnir sínar. Þegar klukkan slær tólf er krökt af bátum á höfninni, þá er leikið á hljóðfæri og fólk fleygir fórnunum í sjóinn. — Hvers konar fórnir eru þetta? spurði Irena. — Alls konar skran, sagði Brian. — Fólk fómar eftir efn- um og ástæðum, frá smáum blómvöndum til kampavínsflaska, kjólaefnum og ilmvatna — öllu, sem fólk heldur að Sægyðjan hafi gaman af. — Það finnst mér óþarfa sóun, sagði Irena. — En það er ódýrt samt, ef það færir gæfu í hejla tólf mánuði, eins og fólkið heldur. Hún leit forviða á hann. — Heldur þú að fólkið trúi því? — Já, það gerir það. — Og allir, sem finna fórnir, sem sjór- inn hefur skolað í land, eru skyldugir til að fleygja þeim í sjóinn aftur, annars fer illa fyrir þeim. Þeir trúa þessu eins og nýju neti. — En þetta er hjátrú og bábylja, sagði hún alvarleg. — Ég hélt að fólkið væri hákaþólskt. Hvað segja prestarnir um þessar fórnir til Sægyðjunnar? Hann yppti öxlum. — Þeir sjá í gegnum fingur með þessu, líklega. Þeir geta líklega ekki gert annað. Svo bætti hann við hugsandi: — Þegar maður fer að hugsa um það, er margs konar hjátrú ríkjandi hjá ómenntuðu Brazilíufólki. Þeir þurfa ekki nema fáein glös af romminu, sem þeir brugga hérna og kalla „cachaca“, til þess að þeir byrji að fremja „Macumba". — Hvað er það? — Eldgamlir galdrar — bannaðir með lögum, vitanlega, en iðkaðir samt. Við höfum átt í hörðu við verkamennina úti í eyju nokkrum sinnum út af þessu, en nú held ég að Summ- ers hafi þaggað niður í þeim fyrir fullt og allt. Þeir þora ekki að fást við þetta meðan hann er þar, — en ef hann færi... Hann þagnaði og hnyklaði brúnirnar. — Ef satt skal segja verð ég feginn þegar hann kemur aftur frá Buenos Aires, bætti hann við. — Er hann fjarverandi? spurði Irena hissa. Diana hafði ekki minnzt einu orði á það. Framh. i ■ "■ <r=i sm'a ORft KAVP STAfl UR TÍMA RIT $L/\ G UR RÖE) IMA * FLJ 6t PRF- lí> AR SPI1. K/Rft w\ v\ < FEL LUR 'AilVL IST RTÆKI FISKS 0 \ VIST ? tí t>VR FJOtL FUÓl * f+LJÖÖ FÆRI W>IR koiLA £K ST 1.0 & iN F LOM AR * OOR4 INN 1 ðMFLbi WAfUlR þVOTT . SFNl 2&’. . B N 0 nv«i Aí> STftíft Nl gaqn AR m FiOKK f L'AT PÚL m TA NAFN 1 é L kVðLíi G-OIA í RÖÐ OT PtíK1 UST $nsr SÉR NLJ. OrfFi 1 fr A | 11. VERÐLAUNA- KROSSGÁTA FÁLKANS FÁLKINN birtir verð- launakrossgátu í hverju blaði. Hér birtist hin ellefta. Verðlaunin eru 100 krónur. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur. Lausn á gátu nr. 9 er á bls. 32. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.