Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 28
Nafnlausa vinkonan Frh. af bls. 15 nefnilega þekkt hana, um leið og hún opnaði munninn og fór að tala; — þetta var engin önnur en Nafnlausa vinkonan mín. Ég þekkti rödd hennar glögglega úr símanum! Ég var góða stund að ná mér og gaf því engan gaum, sem karlinn var að segja, fyrr en hann fór að grenja aftur beint upp í andlitið á mér: „Heyrið þér ekki til mín, maður, — hver andskotinn gengur að yður! Á hvað eruð þér að glápa þarna inni í gangin- um, ha?“ „Svei mér sem ég veit,“ tautaði ég. Þannig leið nokkur stund, og ístru- maginn var orðinn fjári æstur, en ég hafði allan hugann við stúlkuna og beið þess í ofvæni, að hún kæmi aftur. Og að lokum kom hún, en var þá enn dular- fyllri á svipinn en áður. Nú sá ég greini- lega, að hún brosti til mín glettnu og blíðu brosi, en á næsta andartaki var hún aftur orðin alvarleg. „Ég finn hvergi systur mína,“ sagði hún með þessari fallegu rödd, er hafði heillað mig svo í símanum. „Ætli hún hafi farið eitthvað út?“ ístrubelgurinn horfði á hana, og það var líkt og augun væru að springa út „Ha, forstjórinn í mat? Nei, ég sagSi það nú bara til þess að fá einu sinni almennilegan mat.“ „Á ég að trúa því, Nikulás, að þú getir ekki munað hvað varð að hjólaskautunum hans Nilla litla.“ 28 FALKINN úr höfðinu á honum. Hann tautaði nokk- ur óskiljanleg orð, svo öskraði hann upp yfir sig: — „Ha — út? — Sagðirðu út?“ Hann sneri sér einn eða tvo hringi með ótrúlegum hraða og steðjaði síðan inn ganginn, hrópandi nafn konunnar sinnar hástöfum: „Elsa! Elsa! Hvar ertu, manneskja? Hver fjandinn sjálfur er þetta, — þú ert þó ekki farin?“ Stúlkan leit á mig, við horfðum hvort á annað. Smám saman færðist bros yfir andlit hennar, það líktist sólaruppkomu. Við heyrðum manninn æða grenjandi um stofurnar, og áður en langt um leið, tók hann að nálgast aftur, hrópin fóru hækkandi; loks kom hann út í dyrnar eins og hvirfilvindur og þreif um hand- legginn á mér. „Hún er farin!“ æpti hann. „Hún hef- ur stungið af með honum meðan ég var að kjafta við yður! — Skiljið þér það, ha? — Nú veit ég, hvernig í öllu liggur. Þér eruð auðvitað vinur hans, þér hafið hjálpað þeim! Þetta er allt yður að kenna! Andskotinn sjálfur — nú skal ég —!“ Ég beið ekki eftir meiru, en potaði mér út eins fljótt og auðið var. Hann skakklappaðist á eftir mér niður stigann og hélt áfram að bölva, en nam staðar í dyrunum og formælti mér þaðan. Gott, að ég lét bílinn bíða, hugsaði ég. Enn voru ekki tíu mínútur liðnar, hann hlaut að vera þarna ennþá. En hann var þá reyndar farinn. Og hvernig sem á því stóð, varð ég nú allt í einu svo óstjórnlega reiður, að ég réð mér varla. Mér er enn í dag ekki alveg ljóst, hvers vegna ég reiddist svona hrottalega, en það hefur sjálfsagt verið taugunum að kenna, nýtízku sálfræði minnist eitthvað á þess háttar tilfelli, að ég held. Mig langaði mest til að fara inn aftur og berja feita karlinn, en nú var hann búinn að loka dyrunum og sjálfsagt læsa þeim. Ég varð að láta mér nægja að bölva og tala ljótt, en það gerði ég svo svikalaust, að seinast fannst mér koma brennisteinslykt upp úr gangstéttinni. Þá hætti ég, og reiðin rann af mér. I sama bili heyrði ég lág- an, ljúfan hlátur, og fallega röddin úr símanum sagði: „Voðalegt orðbragð er þetta, maður! Hvers vegna látið þér svona? Sjáið þér ekki, að Nafnlausa vinkonan yðar er komin og bíður eftir því, að þér segið eitthvað fallegt við hana?“ „Æ, það vildi ég, að skollinn sjálfur hirti yður?“ sagði ég fýlulega. „Eruð þér nú alveg viss um það?“ sagði hún og horfði rannsakandi á mig. Glettni og firtni voru á hvörfum í svip hennar. Ég horfði á hana útundan mér og gat ekki annað en dáðst að því, hversu fög- ur og yndisleg hún var. Dökku flauels- augun ljómuðu í ávölu andlitinu, sem var hvítt í skyni götuljósanna, og rauð- ar varirnar líktust nýútsprungnu blómi. Svo var hún snoturlega klædd og bar sig eins og prinsessa; það var blátt áfram ómögulegt annað en að hrífast af henni. „Vissi ég ekki!“ sagði hún, og nú var glettnin auðheyrð í röddinni. „Þér getið brosað, mig grunaði þetta alltaf.“ „Ég var alls ekki að brosa!“ hreytti ég út úr mér. „Þér hafið sjálfsagt gam- an af þessu, en það hef ég ekki. Það þykir engum skemmtilegt, að láta fal- lega stúlku hafa sig að fífli.“ „Jæja, yður finnst ég þá falleg, sjá- um til!“ „Já. En samt sem áður finnst mér ég eiga rétt á einhverri skýringu. Ekki þar fyrir, ég veit svo sem, hvernig í öllu liggur. Þér hafið þurft að hjálpa elskhuga hennar til að nema hana burtu frá þessum glæsilega eiginmanni sín- um. Til þess var ég auðvitað tilvalinn! Sennilega hafið þér bara valið eitthvert númer úr símaskránni, rétt af tilviljun, skrifað svo þetta hræsnisfulla bréf og síðan hringt, þegar þér þurftuð á mann- inum að halda. Ágæt hugmynd, og allt gekk eftir áætlun, ég óska yður til ham- ingju! En nú er fíflið orðið þreytt á þessu, enda engin not fyrir það lengur. Verið þér sælar.“ Ég labbaði af stað, en hafði aðeins gengið örfá skref, þegar tekið var mjúkri hönd utan um handlegginn á mér og ég fann rósailm leggja fyrir vit mín. „Bíðið þér eilítið við; ekki svona móðgaður. — Þér báðuð um skýringu, og nú skuluð þér fá hana. Lítið þér á: auðvitað ætluðum við að nota yður, það er rétt, og það er líka rétt, að okkur tókst það, og við erum yður ákaflega þakklátar, báðar, ja, ég veit, að systir mín er það auðvitað líka. Við urðum að finna upp á einhverju; hann hélt henni blátt áfram eins og fanga nótt og dag, hún fékk ekki orðið að fara út á götuna fyrir honum. Og víst eru þau gift, en systir mín elskar hinn manninn og ætlar að giftast honum, sjáið þér til; nú eru þau sloppin, því að þau eru komin um borð í flugvél- ina til Hafnar, og héðan af nær hann ekki í hana, hvernig sem hann lætur.“ Hún þagði andartak, færði handlegg- inn lengra undir arm minn og hallaði sér þéttingsfast að öxlinni á mér. — „Ég verð að játa, að þér hafið rétt fyrir yður: við leituðum í símaskránni og fundum þetta nafn. En ég kannaðist reyndar við yður, ég hef oft séð yður í bankanum, og mig hefur virkilega langað til að kynnast yður. En það vissi ekki systir mín og hún skrifaði bréfið, en ég talaði við yður í símann. Svo undirbjuggum við þetta allt, en hann fann það einhvern veginn á sér og veik ekki frá henni. Það höfðum við nú reyndar séð fyrir, og svo hringdi ég í yður. Meðan við töluðum saman bak- dyramegin, læddist hún út um forstofu- dyrnar, sem ég hafði stolið lyklunum að, og þar beið vinur hennar. Þér voruð verulega vænn að láta bílinn bíða eftir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.