Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 30
Lífið eftir dauðann Framh. af bls. 11. um bláa lit í áru hans. Hann skortir samræmi og frið. Tekurðu eftir þessum stóru skýjum úr hálf lýsandi efni, sem líða hægt hjá? Taktu eftir hvað litbrigðin eru mismun- andi. Þetta eru hugsanagerfi, og gefa til kynna félagshugann. Sjáðu einnig hvernig þessi ský draga til sín smá hugs- anagerfi, sem eru af svipaðri orku og gerð. Hér sérðu tilhneigingu hinna ýmsu hugsanagerfa til að draga að sér og sameinast álíka hugsanagerfum, þau hópast saman eins og fuglar að haust- degi, vinir og fjölskyldur og hér sést einnig hvernig maðurinn skapar sitt eig- ið hugsanaandrúmsloft. Þegar við minnumst á andrúmsloft, taktu eftir að sérhver búð hefur eigið hugsanaandrúmsloft. Ef þú lítur á hús- in beggja vegna götunnar sérðu, að það sama á sér einnig stað þar. Jafnvel strætið sjálft hefur sérstakt andrúms- loftsgerfi, samsett úr samhuga þeirra, sem búa við það og eiga leið um það. Nei, farðu ekki niður eftir þessu stræti, andrúmsloftið og áhrifin þar eru of nið- urdragandi, og litir þess eru of hræði- legir og viðbjóðslegir fyrir Þig nú til að byrja með. Þú gætir orðið óttasleg- inn og flogið til baka og leitað hælis í hinum jarðneska líkama þínum. Líttu á hugsanagerfin, sem þjóta gegn um andrúmsloftið. En sú margbreytni sköpunar og lita! Sum hugsanagerfin eru fögur önnur ósköp venjuleg, en sum virðast grimmdarleg og rífa sig áfram að marki sínu. Sjáðu þessi, sem hring- snúast og þeytast burtu frá verzlunar- húsunum. Sjáðu þessa áttaarma ó- freskju, sem rís upp af húsinu handan við götuna. Hún reynir að teygja arm- ana og vefja þeim umhverfis fólk, sem á leið framhjá, svo það leggi leið sína inn í hið glansandi danshús og drykkj- arkrá. Þetta er djöfulleg ófreskja, sem við hefðum gert vel í að eyðileggja. Einbeittu hugaraflinu að henni og hugs- aðu þér að það verði að engu. Já, svona, 205 „Hvers vegna þurjtir þú endilega að brjótast út einmitt núna?“ 30 FÁLKINN það er rétta aðferðin. Sjáðu hvernig hún verður veikluleg og skjögrandi. En því miður vex hún upp aftur frá þessum stað. Nú skaltu einbeita þér að því að hækka þig upp yfir hústoppana. Þú get- ur auðveldlega gert það, ef þú skynjar einvörðungu að þú getur það, ég hef hjálpað þér að gera það í þetta skipti. Það er auðvelt aðeins ef maður er ör- uggur með sjálfan sig. Ef þú verður óttasleginn fellurðu niður til jarðarinn- ar og skaðar þannig stjörnulíkama þinn. Úr þessari hæð skulum við líta um- hverfis okkur. Þú munt sjá mergð kerta- ljósa, sem sérhvert stendur fyrir eina mannssál. Hér og hvar muntu sjá mikið bjartari ljós, með löngum millibilum muntu samt sjá ljós, sem skína eins og bjartir raflampar miðað við kertaljósin. Þessi björtu ljós eru sérkenni stjörnu- heimanna á þroskuðum sálum. „Lát ljós yðar svo skína“. Sjá útgeislunina, sem stafar frá þessu auðmýktarlega húsi þar sem einlæg guðsdýrkun á sér stað og berðu hana saman við hið leiðinlega andrúmsloft umhverfis þessa stórgerðu kirkju, sem stendur við hliðina á því, Geturðu ekki lesið sögu andlegheitanna og skort þeirra í tilfellinu um þessar kirkjur? Enda þótt þessar sýnir séu eftir- tektarverðar og nytsamar, því að Þær sanna þér þau fyrirbrigði, sem þú hefur lært munnlega og af bókum, eru þær ekki nærri því eins skemmtilegar og það, sem fyrir ofan er. Komdu, tak í hönd mér, sveiflum okk- ur hærra. Komdu. BRÚÐURLEITIN - Framh. af bls. 21. — Mig langar ekkert til að vera á- hugalaus um þetta, Kata, en ég held að þú gerir þér óþarfa áhyggjur út af því. Ég veit að þú hefur enn áhyggjur af bróður þínum, en hafðu þolinmæði meðan ég er að ljúka við þetta verk, sem hvílir á mér núna, og þá skal ég gera allt, sem mér er unnt til að hjálpa þér. — Þú heldur þá, að hann hafi ekki brugðizt af frjálsum vilja? spurði hún eftirvæntingarfull. — Þér dettur kannske í hug að Frank hafi verið rænt? En það finnst mér sannast að segja ólíklegt, nú á dögum, — finnst þér það ekki líka? sagði Bern í umburðarlyndistón. — Jú, svaraði Kata raunalega. — Það er aðeins ein skýring til önnur, og hana þoli ég ekki að taka gilda. — Þú átt við að hann væri kannske dáinn? Hún hneigði höfuðið hægt og var mjög föl. — En ef svo væri, er ástæðulaust fyr- ir Dennison og Sullivan að segja þér hina söguna. — Það getur hugsazt, að þeim sé áhugamál að ég trúi henni. Þá hefðu þau tangarhald á mér. Hann horfði fast á hana. — Hvers vegna skyldu þau óska að hafa tangar- halda á þér, Kata? — Ég veit ekki, svaraði hún. — Nema þá að það væri til þess að láta mig gera ýmislegt fyrir þau, eins og til dæm- is það, að fá Helgu ofan af því að fara til Adelaide á hressingarhæli. Hann hló. — Góða mín, ekki getur það skipt nokkru máli. Kötu hafði ekki orðið nein huggun að samtalinu við Bern. Og hún hafði aðrar áhyggjur: Hún gat ekki gleymt kvöldinu heima í Surrey, þegar Adrian var að reyna að fá hana til að telja Frank á að verða heima, en fara ekki til Ástralíu. Gat ekki hugsazt, að stirð- lyndi Franks og taugaveiklun síðustu mánuðina heima væri út af ósamkomu- laginu við Adrían? Hugsum okkur, að Frank hefði grunað eða vitað, að Adrian notaði stöðu sína sem flugmaður fyrir leyniþjónustuna til þess að gefa óvin- unum upplýsingar? Væri það ekki skýr- ing á þunglyndi hans og hinni breyttu afstöðu til Adrians? Og hvað gat ekki hafa komið fyrir þegar þeir komu hingað saman? Hafði Frank loks fengið sönnunina sem vant- aði, hafði hann reynt að gera skyldu sína? Og hafði Adrían þeirra hluta vegna blátt áfram losað sig við hann, og síðan soðið saman þessa sögu til Þess að tryggja sjálfan sig? Svona voru hugrenningar hennar nótt og dag. Það var kvöl, að gruna Adrian um svona svik, — en hvað gat hún annars gert? Hún heimsótti Helgu í sjúkrahúsið daginn eftir. Hún sat ein í forsælunni úti á svölunum. Hún var mjög föl og skinin, en ljómandi falleg samt. — Þú lítur út eins og þú hugsir of mikið, Helga, sagði Kata og reyndi að gera að gamni sínu. Geturðu ekki hætt þessum heilabrotum um stund. Svo bætti hún við alvarlegri: — Ertu mjög áhyggjufull? Helga kinkaði kolli, en svaraði ekki. Kata settist á stól hjá henni. — Hver veit nema þú verðir glaðari þegar þú ert kominn heilu og höldnu til Ade- laide. — Já, ef ég kemst þangað nokkurn tíma, sagði Helga og það fór skjálfti um hana. — Hví skyldir þú ekki komast þang- að, sagði Kata og reyndi að vera sann- færandi. — Heldurðu, að þau hleypi mér þang- að? sagði Helga rólega og horfði á hana. Kata lézt ekki misskilja neitt. — Hvernig ættu þau að banna þér að fara? Hún hló og bætti við: — Þú ert

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.