Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 31
frjáls og fullveðja, og í þessu landi er hver og einn sjálfráður gerða sinna — svo langt sem lög leyfa, vitanlega. — Já, þetta er dásamiegt land, Kata, sagði Helga. — Ef þú vissir, hvernig er í öðrum löndum: ótti, ofsóknir, hermd- arverk hvar sem litið er. Land eins og þetta — virkilega frjálst land — er þess virði að barizt sé fyrir það, já, dáið fyrir það, ef þörf gerist. Jafnvel þó .... jafnvel þó maður yrði að fórna lífi annara líka, — Kata horfði skelkuð á hana, en sagði ekkert. Helga hélt áfram: — Þegar ég kom hingað, hélt ég að það mikilsverðasta í veröldinni væri ör- yggi sinnar eigin þjóðar, ég á við ör- yggi vina og ættingja. Mér fannst mað- ur ætti að gera hvað sem vera skyldi, fórna hverju sem vera skyldi til þess að öðlast þetta öryggi. En ég hef haft nægan tima til að hugsa núna í veik- indunum. Og ég held að þessi skoðun sé röng. Ég held að lífsskoðanir eigi að ráða meiru en ættarböndin. Ertu sam- mála, Kata? Kata vissi hvorki úr né í, og Helga hélt áfram: — Ég hef afráðið hvað ég ætla að gera, þegar ég kem til Adelaide — ef mér tekst að komast þangað. Aðalvand- inn núna er að sáð, að maður veit ekki hverjum maður má treysta. Jafnvel hjúkrunarkonurnar og sjúkraliðið getur verið keypt á einhvern hátt. Ég borða aldrei nokkra máltíð án þess að hug- leiða, hvort hún verði mín síðasta . . . Hún brosti: — Og þegar ég fæ sprautu, held ég niðri í mér andanum af hræðslu — fásinna, finnst þér ekki? En ég hef lifað svo lengi í sífelldri angist — svo hræðilega lengi .... — Ég held, að þú ættir að komast til Adelaide sem allra fyrst, sagði Kata einbeitt. — Gætirðu ekki komizt með flugvél á morgun, heldurðu? Helga leit hvasst á hana. — Það mun ekki hafa verið það, sem þú komst til að segja mér, Kata. Attir þú ekki að fá mig til að fara aftur til Dennisons? Hafa þau hótað þér, kannske? Kata hikaði: — Það gæti maður að vissu leyti sagt. — Settu það ekki fyrir þig, sagði Helga. — Þau þora ekki að gera neitt núna, — þau búast við að eitthvað muni ske. Kata hallaði sér áfram. — Veiztu, hvað það er, sem þau búast við? spurði hún með eftirvæntingu. — Nei, svaraði Helga. — En þau treysta mér ekki framar, og þau eru hrædd um að ég viti of mikið. — Hvað er það, sem þú veizt, Helga? spurði Kata hás. — Getur þú ekki sagt mér það? — Nei, Kata, sagði Helga. — Þér gæti stafað hætta af því. Eins og ég var að segja áðan, er ómögulegt að vita hverjum maður má treysta — eða hverj- um þú getur treyst. Það getur stofnað lífi þinu í voða. — En heldur þú ekki að líf mitt sé í voða? Eftir þetta atvik með kóngu- lóna? — Ég held afdráttarlaust, að það hafi verið í voða, en nú er hættan liðin hjá. En því minna sem þú veizt og því minna sem þú talar við aðra — því betra. Trúðu engurn fyrir neinu, Kata, — ekki einu sinni mér! Það væri kannske hægt að þvinga mig til að segja það. Ég veit ekki hve mikið ég þoli, ef nærri mér verður gengið .... Hjúkrunarkonan kom inn og sagði ró- lega: — Ég held að ungfrú Prava ætti að hvíla sig núna. Hún hefur verið tals- vert óróleg í allan dag. Kata brosti. — Afsakið, ef ég hef ver- ið of lengi. Svo sneri hún sér að Helgu og klapp- aði henni: — Þetta gengur allt vel, sjáðu til. Og reyndu að komast til Adelaide sem allra fyrst! Ratsjáin í nýja flugskeytið var að heita mátti tilbúið, og þeir gátu þá og þegar fengið skipun um að koma til Kangaroo Field til þess að ljúka við tilraunirnar. Kata komst ekki hjá að taka eftir að Bern hafði breyzt mikið upp á síð- kastið. Hann var ofreyndur og þreytt- ur, og hún vissi að það stóð á miklu fyrir hann að tilraunirnar tækist vel. En stundum þóttist hún sjá, að það væri fleira, sem mæddi þungt á honum. Hann var oft óþarflega hastur við fé- laga sína í rannsóknarstofunni, og það kom fyrir, að hann var stuttur í spuna við hana líka, þó hann bæði alltaf af- sökunar á því eftirá. Það kom fyrir að honum tókst að hvílast og róast, þeg- ar hann kom til hennar, hann lét hana setjast á hnén á sér, tók utan um hana og strauk henni um hárið. En það var ekki hægt að segja, að hann væri gló- andi af ást, og henni þótti vænt um það. (Framh.) Þórður á Tröðum- Framh. af bls. 9. smíðahúsinu sínu það sem eftir var dagsins og fram að kvöldi. Ása á Svalbarði var ráðskona hjá hreppstjóranum á Völlum á þessum ár- um og þess vegna frétti hún þegar um kvöldið það, sem fram fór á hrepps- nefndarfundinum, því að hreppstjórinn var einn nefndarmanna. Morguninn eft- ir átti hún leið út með firðinum til þess að fá sér fiskmeti. Hún kom í smíða- húsið til Þórðar á úteftirleiðinni og leiddi þá talið að mjólkurleysinu hjá Jóhannesi á Hamri og sultinum þar. — Þórður tók ekkert undir þetta, en vin- átta þeirra Ásu og Þórðar á Tröðum var rótgróin og stóð föstum fótum, og var því ekki ólíklegt, að Þórður tæki tillit til umsagna hennar og bæna. — Þetta vissi Ása og þegar hún kvaddi Þórð, tók hún báðum höndum um hægri hendi hans og sagði um leið: „Hjálpaðu Jóa vegna barnanna hans, Þórður.“ Þórður leit undan og svaraði ekki. Svo stóð hann í dyrum smíðahússins og horfði á eftir Ásu, þegar hún gekk út bakkana, en kallaði svo á eftir henni: „Þú kemur við, þegar þú ferð inn hjá.“ Ása lauk erindi sínu fram í sveitinni og kom svo við hjá Þórði gamla á inn- eftirleið. Þá fór karlinn fram í hjall- inn, dró þar tvö riklingsstrengsli ofan af rá og stakk þeim undir handlegg hennar. Tveimur dögum síðar fór unglings- maður um hlaðið á Völlum, þar sem Ása var. Hann var með nýtt tvílitt hross- hárstagl undir hendinni og ætlaði suður í sveit. Hann gat ekkert um erindi sitt, en kvöldið eftir kom hann aftur og teymdi þá dumbrauða fyrsta kálfs kvígu nýborna, sem hann hafði keypt fyrir Þórð gamla í Tröðum. — Þórður bað piltinn að teyma kvíguna heim að Hamri til Jóhannesar bróður síns, en umfram allt að skila sér aftur reiptaglinu. Jó- hannes mun hafa orðið feginn að fá gripinn, en enginn vissi, hvort þeir bræðurnir sáust nokkurn tíma eftir þetta. Jóhannes dó nokkrum árum síðar. Nú er Þórður gamli á Tröðum farinn veg allrar veraldar. Það er búið að jarða hann og opna kistilinn hans. Prest- urinn er búinn að halda yfir honum væmna smeðjuræðu og það er búið að borga honum hana vel samkvæmt fyrir- lagi hins framliðna. Börnin hans Jóhannesar á Hamri, sem öll voru orðin fullorðin og myndarfólk, fylgdu honum til grafar, en þá var enn óvíst um, hverjum hann hefði gefið reit- ur sínar. — í kistlinum var erfðaskráin. Hana hafði hann gert fyrir nokkrum ár- um hjá sýslumanni, því að Þórður var forsjáll karl, sem ekki dró allt á lang- inn. Hann hafði gefið syni hjónanna á Tröðum allt eftir sig. Hann hafði verið gamla manninum svo hugulsamur og hugþekkur, að honum vildi hann launa fyrir. Það voru rúmar 13 þúsundir, sem hann lét eftir sig, þ. á m. hálfa jörðina. Óvíst er hvort börn Jóhannesar á Hamri hefðu fylgt Þórði gamla frænda sínum til grafar, ef kistillinn hans hefði verið opnaður, áður en jarðarförin fór fram... Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. Einar Viðar, hdl. Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11 . Sími 19406 FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.