Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 34
UM SÍMON DALASKÁLD OG FLEIRA FÓLK SÍMON DALASKÁLD gisti eitt sinn á bæ á Suðurlandi. Dóttir bónda var ung og ógefin, en talinn hinn bezti kven- kostur. Hafði Símon glöggt auga í þessu efni, enda var hann talinn kvenhollur í frekara lagi. Fólkið svaf allt í bað- stofunni, og þegar bóndadóttir fór að hátta um kvöldið, kvað Símon þessar vísur: Með því nú er komið kvöld, og kærstur liðinn dagur, rennur undir rökkurtjöld röðull klæðafagur. Sál mín brynni af Sjafnareld, sæl um njólustundir, ef hjá mér rynni hýr í kvöld hringasólin undir. ★ LÖGFRÆÐIN GURINN var að verja mann, sem ákærður var fyrir innbrot, og sagði: — Herra dómari! Ég staðhæfi, að skjólstæðingur minn hafi alls ekki brot- izt inn í húsið. Hann kom þar að opnum glugga, rétti inn handlegginn og tók einhverja muni á borðinu fyrir innan gluggann. Nú er handleggur skjólstæð- ings míns ekki hann sjálfur og ég get ekki séð hvernig þér getið refsað öll- um manninum fyrir það, sem handlegg- urinn hans hefur gert. Oft hafði dómarinn á löngum starfs- ferli sínum hlustað á furðuleg rök verj- enda í vonlausum málum, en nú blöskr- aði honum. Hann sagði: — Ja, þér eruð svei mér rökfimur maður, það verð ég að segja. Og ekki skal standa á mér að kveða upp rök- réttan dóm í málinu. Ég dæmi handlegg skjólstæðings yðar í árs fangelsi. Mað- urinn ræður því svo sjálfur, hvort hann verður handleggnum samferða eða ekki. Verjandinn brosti, en ákærði losaði af sér gervihandlegg, lagði hann á borð- ið fyrir framan dómarann og gekk út. ★ UNGUR skrifstofumaður var kallaður inn til forstjórans. — Ég hef tekið eftir, hóf forstjórinn máls, — að af öllu mínu starfsfólki haf- ið þér mestan áhuga á starfinu. Yður finnst aldrei of lengi unnið og þeir smá- munir eru ekki til, sem þér látið fram- hjá yður fara. — Já, herra forstjóri, sagði skrif- stofumaðurinn upp með sér og brosti út undir eyru af skjallinu. — Og þess vegna, hélt forstjórinn á- fram, — neyðist ég til þess að segja yður upp starfinu. Það eru einmitt ungir menn eins og þér, sem lærið hérna og farið svo og setjið upp verzlun í sam- keppni við mig . . . ★ ALRÆMDUR innbrotsþjófur stóð í varð- stofu fangelsisins og verið var að tína fram það, sem var í vösum hans. Hver einstakur hlutur var skrásettur og rann- sakaður vandlega um leið. Meðal munanna, sem fundust í fórum innbrotsþjófsins, var mjög slitinn og snjáður silfurdollar. Fanginn mændi á peninginn og sagði auðmjúkur við varð- manninn: — Ekki mætti ég víst biðja yður um, að lofa mér að halda þessum pening eftir? — Hvers vegna þá? spurði varðmað- urinn. — Þetta er líklega viðkvæmni í mér, sagði fanginn og snökti lítið eitt. — En þetta er nefnilega fyrsti dollarinn, sem ég stal á ævinni. ★ EIGANDI stórrar heildverzlunar lét prenta fjölda eintaka af spjöldum, sem báru áletrunina: — Gerðu það strax! Hann hengdi Þau upp yfir hverju borði í skrifstofunni í þeirri von að það mundi auka vinnuafköst starfsfólksins. Nokkru síðar kom kunningi hans inn í einkaskrifstofuna og spurði hvernig þetta hefði gefizt. — Jæja, eiginlega ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir, svaraði heildsalinn heldur önugur. — Gjaldkerinn hvarf með 150.000 krónur, aðalritarinn hljóp á brott með einkaritarann minn, þrír starfsmenn heimtuðu launahækkun og sendillinn sagði upp starfinu til þess að ganga í bófaflokk . . . ★ Á HVERJUM DEGI eru notuð mörg þús- und þerripappírsblöð, en fæstir vita, hvernig þetta þarfablað varð til. Það var tilviljun ein, sem olli því að þerripapp- írinn fannst. Svo bar við einn góðan veðurdag á nítjándu öldinni, að verka- maður í enskri pappírsgerð gleymdi að setja lím í pappírskvoðuna, sem átti að fletja í arkir. Þegar kvoðan var flött út varð að fleygja henni, því að hún loddi varla saman og verkamaðurinn var rek- inn úr vistinni. En nokkrum dögum síðar tók einhver eftir því, að þessi ó- nýti pappír hafði drukkið í sig vatn og var nú farið að gera tilraunir, sem urðu til þess að það tókst að búa til þerri- pappír. Verkamaðurinn var tekinn í sátt aftur og þurfti ekki að iðrast gleymsku sinn- ar framar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.