Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 4
HJÁ BÓKFELLI ER B BÓKBANDIÐ J BEZT F E llveríisgötn 78 — Símar 11806 !■ 19825 L PIPAR w$, ENDA ÞÓTT mörg ár séu liðin frá dauða Bernhard Shaw, er ennþá verið að draga fram í dagsljósið sög- ur af þessum óviðjafnanlega snillingi. Einu sinni kom hann í samkvæmi, þar sem erlend- ur fiðlusnillingur átti að skemmta gestunum. — Allir hlustuðu með andakt. Á eft- ir kom gestgjafinn til Shaw og spurði hann, hvernig honum hefði fundizt leikurinn. — Fiðluleikarinn minnti mig á Paderevski, sagði Shaw. Gestgjafinn varð meira en lítið undrandi og sagði: — Já, en Paderewski var alls ekki fiðluleik- ari. — Nei, það er nefnilega það, sagði Shaw. KVIKMYNDALEIKARINN Denny Kaye hefur byggt sér villu í útjaðri Hollywood- borgar. Hún stendur hátt uppi á fjalli og allir vinir Danny kvarta sáran yfir því hversu hræðilega erfitt sé að aka upp alla þessa brekku. — O, það hefur sína kosti að búa í svona arnarhreiðri, svaraði Danny Kaye. — Sérstaklega þegar við fáum óvænta gesti. — Hvernig þá? — Jú, við hlustum bara eftir vélarhljóðinu. Ef bíll kemur, sem fer alla brekkuna í þriðja gír, þá fara bæði Þjónninn og þjónustustúlk- an út til þess að taka á móti gestunum. Ef einhver kemur, sem skiptir í annan gír í miðri brekkunni, þá sendum við bara þjónustustúlk- una út. Og ef einhver bíll kemur, sem skríður upp brekkuna í lægsta gír, þá læsum við dyr- unum og opnum ekki, þegar hann hringir ... HLJÓÐFÆRAVERZLUN POUL BERNBURG H.F. Vitastíg 10 — Sími 3-82-11. Býður yöur allar tegundir hljóðfæra og hljóðfæravarahluti EINGÖNGU NÝ HLJÓÐFÆRI Það er eins árs ábyrgð á öll- um okkar hljóðfærum. Kynnið ykkur hitia hagkvæmu greiðsluskilmála. VIÐ SEIVDUIVI IM ALLT LAMD - SÍIVII 38211 EIN AF vinsælustu sögum Hemingways er ,,Og sólin rennur upp“, og fjallar um dvöl Ameríkana í París og för þeirra til Spánar, þar sem þeir dvelja á 8 daga drykkju- og nautaatshátíð. Saga þessi hefur verið kvikmynduð og sýnd hér. Eitt af aðalhlutverkunum, Lady Brett, var leikið af Övu Gardner, og meðan hún lék þetta hlutverk tók hún slíku ástfóstri við Spán, að hún lét svo ummælt, að hún kærði sig ekki um að hverfa aftur til kvikmynda- versins, heldur ætlaði hún að halda áfram að njóta lífsins á Spáni. Hemingway hefur fyrir skömmu lokið við að skrifa nýja skáldsögu. Hún nefnist „Hættu- lega sumarið“ og fjallar um keppni milli tveggja nautabana og þjóðhetja, Dominguin og svila hans, Ordonez.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.