Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 6
Frá Reykjavík til Rússlands 1942 27. júní 1942 var heitur sumardagur í Reykjavík, skýjað loft og örlítill norð- anblær. Þetta var sumarið, þegar tvenn- ar alþingiskosningar fóru fram, svo að stjórnmálin og sumarleyfin voru helztu umræðuefni manna, — auk stríðsins. Reykvíkingar voru orðnir svo vanir miklum skipa og flugvélaferðum, að þeir veittu því enga sérstaka athygli, þegar fjöldi kaupskipa og herskipa létti akkerum á ytri höfninni þennan dag og sneri stefnum til hafs. Jafnframt kom fjöldi skipa út úr Hvalfirði, unz kaupförin voru orðin 33, en aragrúi tundurspilla og vopnaðra togara sigldi umhverfis þau. Ekki vissu þeir íbúar höfuðstaðarins, sem þó tóku eftir þess- ari skipalest, hvert ferð hennar var heit- ið né hver örlög biðu hennar. í flotastöðinni Camp Knox í Kapla- skjóli voru ferðir þessara skipa vand- lega merktar á kort og boð send um brottför þeirra til Seyðisfjarðar, til flotahafna í Englandi og Bandaríkjun- um og til herskipa á höfum útit sem voru mörg um þetta leyti. Skipalest PQ-17 hafði látið úr höfn. Þessi skipalest var á leiðinni frá Reykjavík til Murmansk í Rússlandi og um hana var háð næstu þrjár vikur ein mesta sjóorusta allrar heimsstyrjald- arinnar og tvímælalaust mesta orrusta sem nokkru sinni hefur fram farið um eina skipalest. Þegar Þjóðverjar réðust á Rússa í júní 1941, lofuðu Bretar og Banda- ríkjamenn þegar að senda alla þá að- stoð sem þeir gátu til hinna nýju banda- Efri myndin sýnir Hvalfjörð á stríðsárunum og liggja þar flugvélamóður- skip, orrustuskip, beitiskip og minni herskip. Skipalestirnar, sem fara áttu til Rússlands, komu fyrst saman í Reykjavík og Hvalfirði en síðan vestur og norður fyrir land og tóku þaðan stefnu á Norður-Noreg. — Á neðri myndinni sést amerískur flotaforingi í brú á herskipi úti fyrir Hornströnd- um, en þá leið sigldu skipalestirnar til Rússlands frá Reykjavík. manna sinna í austri. En það reyndist erfitt að koma þeirri aðstoð í hendur Rússa. Var um þrjár flutningaleiðir að— - ræða: til Austur-Síberíu og síðan með járnbraut til Rússlands, til Persaflóa og þaðan landveg norður til Kákasus — eða sjóleiðina til Murmansk í Norð- ur-Rússlandi. Tvær fyrrnefndar leiðir eru geysilangar og samgöngur á landi erfiðar, svo að þriðja leiðin var fyrst í stað valin, unz Þjóðverjar gerðu hana með öllu ófæra. Þegar senda átti skipalestir til Norð- ur-Rússlands, var hinum ýmsu kaup- skipum og fylgdarskipum stefnt til Reykjavíkur og Hvalfjarðar. Þar var skipalest mynduð og þaðan sigldi hún vestur fyrir land, innan við tundur- duflasvæðið úti fyrir Vestfjörðum, fyr- ir Horn og síðan í norðausturátt á haf út. Nefndust þessar skipalestir jafnan PQ og báru síðan númer, en á heim- leiðinni frá Rússlandi. til Reykjavíkur voru þær kallaðar QP. Segir hér sögu skipalestarinnar PQ-17, sem mestum .erfiðleikum mætti á leið sinni og hlaut raunalegust örlög. SCHNIEWIND AÐMÍRÁLL. Þjóðverjar sáu, að þeir mundu fá tækifæri til að gera bandamönnum mikla skráveifu með árásum á þessar skipalestir. .Höfðu þeir hinar æskileg- ustu bækistöðvar í Noregi, og sendu þaðan flugvélar, kafbáta og orrustu- skip, en flugvélarnar reyndust kaup- skipunum lang hættulegastar. í maí- mánuði voru gerðar áætlanir um mikl- ar árásir á þær skipalestir, er vafa- laust mundu reyna að komast norður fyrir Noreg sumarmánuðina, þegar ís var minnstur, og var Schniewind flota- foringi sendur til Noregs í lok maí til þess að stjórna árásunum. Hefur síðan komið í Ijós, að Þjóðverjar vissu ná- kvæmlega um undirbúning að siglingu skipalestar PQ-17, hvort sem þær upp-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.