Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 8
Þetta er sönn saga, sem gerðist t Ham- borg. Hiín fjailar um gamla konu, sem skrifaði eldheit ástarbréf í fyrsta sinn á ævinni á sjötugsaidrí ... Fröken Agatha Dornberg rak tóbaks- verzlun sína í hliðargötu í hafnarhverfi Hamborgar. Verzlunin var illa útlítandi og eigandi gerði heldur ekki meira en vinna sér inn fyrir daglegu brauði með rekstrinum. Hún bjó í íbúð á bak við verzlunina. Viðskiptavinir hennar voru mest sjómenn og hafnarverkamenn, og þeir höfðu mjög gaman af að gera gys að henni. Þeir voru allir sannfærðir um, að falleg hefði Agatha gamla aldrei ver- ið, en engu síður var hún sú vinalegasta og heiðarlegasta manneskja, sem þeir þekktu. Önug var hún, en engum datt samt í hug að hæðast að frökeninni, eins og þeir kölluðu hana alltaf, — þegar hún heyrði til. Hún var orðin 69 ára gömul og hefur áreiðanlega ekki gert ráð fyrir að verða annað en fröken úr því sem komið var. Jafnaldrar hennar í götunni sögðu, að karlmaður hefði aldrei komið við sögu í lífi hennar. Um ellefu leytið á föstudagsmorgni kom hafnarverkamaður inn í tóbaks- verzlunina hennar. Það vakti undrun hans, að gamla konan skyldi ekki standa fyrir innan búðarborðið, eins og hún var vön. Hann ræskti sig nokkrum sinnum, en þegar það dugði ekki, barði hann á glerplötuna með mynt. Það gat varla verið, að sú gamla hefði sofnað á þess- um tíma dags. Meðan hann beið, fannst honum skyndilega eins og einhver annarleg lykt væri í búðinni. Hún var ekki þess leg, að hún gæti verið af neinni tóbaks- tegund. Það var engu líkara en þetta væri gaslykt. Og það var gas. Hann hraðaði sér bak við búðarborðið og tók í húninn á dyrunum, sem lágu inn í íbúð gömlu konunnar. Dyrnar voru læstar. Einhverju hafði verið troðið í skráargatið og sömuleiðis rifurnar milli stafs og hurðar. Og milli þröskuldarins og hurðarinnar hafði verið troðið hand- klæði. Þegar hafnarverkamaðurinn hafði- orðið var við þetta, barði hann með steyttum hnefum á dyrnar. Ef til vill var enn þá tími til að koma til hjálpar. — Fröken Dornberg, hrópaði hann. — Þér verðið að koma. Það eru við- skiptavinir í búðinni. Ekkert svar. Allt var óhugnanlega hljótt bak við luktar dyrnar. Hann lagð- ist allur á dyrnar og reyndi að brjóta þær upp, en án árangurs. Þetta var að vísu gamalt hús, en auðsjáanlega ramm- lega byggt. Hann gat ekki opnað þær án verkfæra. Það var of seint. Það var enginn sími í búðinni, svo að hann varð að hlaupa inn á ölkrá í ná- grenninu til þess að komast í síma. Fá- einum mínútum síðar hemlaði lögreglu- bifreið fyrir framan hús gömlu konunn- ar, tveir lögregluþjónar opnuðu dyrnar í einu vetfangi, en það var of seint .... Fröken Dornberg sat í gömlum sófa, grúfði sig yfir borðið og það kom brátt í ljós, að hún var látin fyrir góðri stundu síðan. í eldhúskitrunni var skrúfað frá báðum gashönunum. Lögregluþjónarnir náðu rétt að opna gluggana og loka fyr- ir gasið. Að því búnu þustu þeir út á götuna til þess að bíða þess, að loftið hreinsaðist. Þeir sóttu í millitíðinni lækni og sjúkrabifreið. Þegar hinum látna hafði verið ekið á brott, fannst bréf á borðinu í stofu fröken Dornberg: — Elsku Pétur minn. Enn einu sinni ávarpa ég þig á þenn- an hátt, en nú er það í síðasta sinn. Þú ert ungur og þess vegna geturðu að öll- um líkindum ekki skilið, það sem gerzt hefur. Þegar ég fékk bréfið frá þér, þar sem þú sagðir, að þú værir lagður af stað frá Ameríku og yrðir kominn heim eftir nokkra daga, vissi ég, að ekki var um annað að ræða fyrir mig, en hverfa á braut. (Ég þori ekki að horfa framan í þig. Ég hef raunar aldrei séð þig, og ef við mundum hittast nú, mundi ég deyja úr skömm. Ég hef aldrei fengið ástarbréf frá karlmanni, aldrei skrifað sjálf bréf af því tagi og aldrei þráð karlmann. Það hefur verið svo undarlegt allt saman. Ég hef beðið með óþreyju eftir bréfun- um þínum, rétt eins og ég, gamla kon- an, væri kornung stúlka. Ég hef roðn- að og fengið hjartslátt, þegar pósturinn hefur fært mér bréfin frá þér. Þú getur fundið öll bréfin þín í efstu kommóðu- skúffunni. Efst liggur eitt til þín, þar sem ég segi þér allt eins og það er í raun og veru og játa afbrot mitt. Ég hef að- eins gert þetta vegna Rósu. Augu henn- ar ljómuðu, þegar hún talaði við mig um þig og ást ykkar. Ég mátti ekki til þess hugsa, að þú yrðir fyrir sárum vonbrigðum. Það er mín eina afsökun. f Ef ég hef fundizt áður en þú kemur, bið ég lögregluna að afhenda bréfin og útskýringu mína. Lifðu heill. Sjálf fer ég nú þangað, sem hún Rósa er. • Þín Agatha. Hin mikla ást. Þetta var undarlegt bréf, sem fröken Agatha Dornberg hafði skrifað, áður en hún skrúfaði frá gasinu, settist í sófann og beið dauðans. Lögreglan gat ekki í fljótu bragði fundið neina skýringu á því. En hún tók bréfin úr efstu komm- óðuskúffunni og fór með þau niður á lögreglustöðina, þar sem rannsóknar- lögreglan tók að sér að upplýsa þennan harmleik. Agatha Dornberg hafði átt hálfsystur 29 ára gamla. Móðir hennar lézt af barnsförum, er hún átti Agöthu, en fað- ir hennar hafði gifzt aftur. Þegar Rósa kom í heiminn, var hálfsystir hennar orðin 38 ára gömul. Rósa og hún áttu sem sagt sama föður en sitt hvora móð- ur. Móðir Rósu hafði verið dansmær og gat ekki unað sér í litlu hafnargötunni, þar sem maður hennar rak tóbaksverzl- un þá, er Agatha tók síðar við. Hún yf- irgaf manninn og barnið og gerðist dansmær í sirkus, sem ferðaðist um landið þvert og endilangt. Hún dansaði á línu í sirkusinum og eitt sinn á æfingu gerðist það óhapp, að henni varð fóta- skortur og hún féll til jarðar. Hún meiddist lífshættulega og lézt eftir þunga legu. Agatha og faðir hennar tóku sér þetta mjög nærri, og faðir hennar svo mjög, að hann svipti sig lífi skömmu síðar. Á dánarbeðinu fékk hann Agöthu til þess að lofa sér því, að hún skyldi annast Rósu litlu, og gera það eins vel og hún frekast gæti. Það gat hún því aðeins gert, að hún UNDIR FÖLSKU FL 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.