Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 34
Auglysinga getraun 3 1 Miðbænum er fyrirtæki, sem hefur einkaumboð á Islandi fyrir INTER- NATIONAL WATCH, sem munu vera með vönduðustu úrum í heimi. Auk þess selur fyrirtækið hin þekktu svissnesku tækniúr BREITLIMG. Finnið nafn fyrirtækisins, götu- og símanúmer. Þess skal getið, að götu- heiti er ekki það, sem stendur í símaskránni. ZANUSSI-kæliskápar hafa náð miklum vinsældum hér á landi, enda framleiddir i 5 stærðum: 4.75 — 5.6 — 6.5 — 7.4 og 8.3 kúbikfetum. Þessir kæliskápar fást aðeins í einni raftækjaverzlun hér í bænum. Hvað heitir hún og hvar er hún? 1 Vogahverfinu er fyrirtæki, sem smíðar miðstöðvarkatla fyrir allar gerðir olíukyndingartækja, sérbyggða vatnshitara (sþirala) og íorhitara fyrir hitaveitu.- Auk þess framleiðir fyrirtækið allskonar varahluti fyrir þungavinnuvélar. Finnið nafn fyrirtækisins, götu- og simanúmer. Neðarlega á Laugaveginum er heildsölufyrirtæki, sem selur m. a. hið þekkta slitvarnarefni fyrir vélar LIQUIMOLLY, þétti og lekavamar- efnið PROTEX, SUBSTRAL blómaáburð, ALUMILASTIC kítti og fata- límið FIX-SO. Finnið nafn, götu- og símanúmer fyrirtækisins. 1 Kópavogi er fyrirtæki, sem framleiðir m. a. vörutegundir, sem seldar eru undir þessum vöruheitum: „GEISLA" sellulósalakk, „GRIP“ trélím, „ÞOL“ utanhússmálning. „KRAFT" bílalakk og SPRED Satin málning. Hvað heitir fyritækið og hvað er símanúmer þess? yerksmiðja hér i bænum framleiðir mikið af gami og prjónavörum úr því. 1 sambandi við verksmiðjuna er rekin verzlun með allskonar prjónavörur og margskonar stykkjavöru. Hvað heitir verksmiðjan, hvar er hún og hvar er verzlunin? Aðeins fyrsta stafinn í nafni verksmiðj- unnar á að nota Á Grettisgötunni er verzlunarfyrirtæki, sem selur allskonar byggingar- og rafmagnsvörar. Fyrirtæki þetta hefur afarfjölbreytt úrval af vegg- flísum og mosaik. Það hefur lagt sérstaka áherzlu á að flytja inn fyrsta flokks rafmagnsvörur frá V.-Þýzkalandi og Italíu. Finnið nafn fyrir- tækisins, götu- og símanúmer. Hvaða heimsþekkt vörumerki er hér á landi, sem selur lyftiduft, búð- inga, ávaxtahlaup og súkkulaðiduft. Miðstafur orðsins er y. Finnið nafn vöramerkisins og skrifið það í þessa línu. 1 Holtunum er heildsölufyrirtæki, sem selur m. a. hið þekkta hrein- gerningarefni Spic & Span, sem flestar ísl. húsmæður kannast við. Einnig selur það amerískar klórtöflur, sem era sérlega handhægar í notkun vegna þess að þær eru í föstu formi. Enn fremur selur fyrirtækið hinar vinsælu DURA-GLOSS og FLAME-GLO snyrtivörur. í nafninu eru aðeins 4 stafir. Finnið nafn fyrirtækisins og hvar það er Ora- og skartgripasali, sem hefur verzlanir á 2 stöðum hér í bæ, aðra í Austurbænum en hina í Miðbænum og auk þess útibú í Keflavík, selur mikið af verðlaunagripum, ROAMER-úrum, listmunum og alls konar skart- gripum, silfur- og plettmunum. Finnið nafn skartgripasalans og hvar verzlanir hans eru í bænum, en af nafni verzlunarinnar, sem er í Austur- bænum, á að nota fyrsta stafinn. Firmað Optima, Garðastræti 17, hér i bæ, selur m. a. heimilistæki, sem mjög hafa rutt sér til rúms hér á landi hin síðari ár. Sérstaklega era þessi tæki hentug á heimili í sveitum, sem ekki hafa rafmagn, og óhætt er að fullyrða að þau séu ómissandi i hverjum sumarbústað, því að þau má nota jafnt til eldunar, hitunar og ljósa. Hvaða eldsneyti er notað við þessi tæki? Nálægt Aðventistakirkjunni er verzlunarfyrirtæki, sem selur að mestu leyti rússneskar vörur, svo sem kvikmyndavélar, hljóðfæri, hljómplötur og bækur. Einkenni allra þessara vara er að verð þeirra er lægst á land- inu. Finnið nafn fyrirtækisins, götu- og simanúmer. Ath. Enginn munur er gerður á i og í. Skýringar era þær sömu og voru við Auglýsingagetraunina í 7. tbl. NAFN: HEIMILISFANG:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.