Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 6
 Od Þegar tveir deila Það var mjög rifizt um ungfrú Þýzkaland, árið 1959, Carmelu Kúnzel. Eru það aðallega tveir menn, kvikmyndafram- leiðandinn Kurt Ulrik og tízkuteiknarinn Heinz Oestergaard. Vill annar f á Carmelu Kúnzel í kvik- myndaverið en hinn í tízkuhúsið. En ungfrúin vill gera báðum til hæfis og svarar: — Þeir geta áreiðanlega skipzt á, því að Heinz hefur gaman af kvikmyndum, en Ulrik hefur yndi af snotrum klæðnaði. Frétt úr ensku blaði — Fyrst var fluttur fyrirlestur um kaffiiðnað- inn og síðan var sýnd kvikmynd um þennan sama iðnað, vöxt hans og •viðgang. Á eftir var drukkið te. — Tekjumikill kjallaravörður Kjallaravörður er virðuleg staða innan þjónastéttarinnar í Eng- landi en er nú óðum að leggjast niður. Einn hinna frægari kjallara- varða er Tivendale nokkur. Hann hefur nefnilega fundið upp aðferð til þess að auka tekjur sínar mjög. Hún er fólgin í því, að þegar hann sækir um nýja stöðu, krefst hann þess, að fá mánaðarlaun fyrir fram. Þegar hann ber svo fram matinn í fyrsta skipti, gætir hann þess vandlega að hella niður, annaðhvort á borðdúkinn eða einhvern af gestunum. Venjulega er hann rekinn strax og auðvitað hefur hann þá mánaðarlaunin með sér. Samkvæmt enskum blöðum hefur hann á tveimur árum verið í 200 stöðum og alls staðar fengið greitt fyrir fram. Nú hafa menn varað við honum, en fólk það, sem hefur ráðið þennan mann, hefur ekki kært hann fyrir lögreglunni af ótta við að, það væri gert gys að því fyrir bragðið. List fyrir almenning ísraelskur málari að nafni Michael Osterweil hefur fundið upp ráð, sem hann heldur að stuðli að því að málverk hans seljist betur og verði keypt af almenningi. Michael býr í London og hann fékk leyfi til þess að hengja upp málverk sín á almenningsþvottahúsum. Hann heldur því fram, að húsmæður hljóti að líta einhvern tíma upp frá suðandi þvottavélunum eða upp úr mánaðaritunum og geti þá dáðst að listinni. Og ef til vill munu Þær fá eiginmanninn með sér þarna inn áður en lokað er til þess að kaupa málverk, auðvitað með afborgunum. Listamaðurinn hefur þegar selt nokkrar myndir á þennan hátt og heldur, að þarna vinni listin hug alþýðunnar með tímanum. í Bandaríkjunum er forsetinn oft og tíðum gagnrýndur þannig, að hinir óánægðu senda honum skeyti, þar sem þeir telja það upp, sem þeim finnst fara aflaga. Nú hefur hið mikla símskeyta- félag, Western Union, fengið þá hugmynd að lækka verðið á gagnrýniskeytunum svo mikið, að sendandi fær að segja meiningu sína í 15 orðum fyrir aðeins 30 krónur. Þess má geta að yfirvöldin í Hvíta húsinu eru síður en svo hrifin af þess- ari hugmynd. Samkvæmt áreið- anlegum fréttum Hollywood, er Mar- lyn Monroe farin að dansa á tánum. Það þýðir ekki, að við eigum eftir að sjá hana í ballett- mynd, en læknir hennar hefur sagt henni, að siíkur dans sé hið bezta megrunarmeðal, sem hún geti fundið. Hún hefur lengi háð harða baráttu gegn nokkrum auka kílóum. En menn geta jafn- vel fengið of mikið af kroppi Marlyn Monroe. Það veit hún ósköp vel — og sorgmædd hefur hún horft upp á hvern ósigurinn á fætur öðr- um í bardaganum við kílóin. En nú vonar Marlyn, að tádansinn geri kraftaverk. Forsætisráðherra Iraks, Abd el-Kar- j im Kassim leikur við og við sama leikinn og fyrirrenn- ari hans fyrir þús- j und árum, Harun- al- Raschid. Kassim gengur um götur Bagdad borgar dul- \ búinn til þess að I vita, hvar vindur- inn blæs. Um daginn þegar hann fór í eina slíka ferð, ók hann spölkorn í strætisvagni og fór að tala við farþegana. Þeir höfðu allir hið sama að ræða við hann: Hið óhemju háa fargjald með almenningsvögnum. Og nú geta borgarar glaðzt yfir för hans, því að þegar hann kom aftur til stjórnar- skrifstofanna, gaf hann út tilskipun um það, að fargjöld með almenningsvögnum skyldu lækka um 25%. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.