Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Side 8

Fálkinn - 28.03.1962, Side 8
PANDA DG LANDKGNNUÐURINN MIKLI Þrátt fyrir að vélin skrölti öll, var hún samt kyrr í loftinu, og enda þótt fjöldamargar skrúfur féllu af og til úr skrokk flugvélarinnar virtist það engin áhrif hafa á gang flugvélarinnar. Panda var mjög ánægður. „Þetta var raunveruleg landkönnun“, hrópaði hann hrifinn. „En hvað það var fallegt af sölumanninum að láta þig hafa þessa vél í staðinn fyrir gamla jeppann.“ „Jeppinn minn var alls ekkert gamall“, leiðrétti land- könnuðurinn Panda“, ég held að hann verði ekki eyði- lagður. „En hann hafði rangt fyrir sér. Fornsalinn var að ljúka við að eyðileggja jeppann og hann notaði Aloysius frænda til þess..“ ,,Ó, stanzið", hrópaði Aloy- sius frændi, „ég vissi ekki, að þetta væri þinn jeppi, ég skal hafa við þig kaup.“ Þar sem Aloyisius frændi var ekki aðeins fús til þess að bæta tjónið, sem hann hafði gert, heldur keypti einnig hraðfleyga þotu ásamt nokkrum sandpokum, komst .sölumaðurinn aftur í gott skap. „Allt í lagi“, sagði hann og brosti ánægjulega um leið og hann taldi seðlana, sem hann var að fá. „En ... en . . . hvað ætl- arðu að gera við sandpokana?“ „Ég ætla að fara með þá í eyðimörkina“, svaraði Aloysius frændi dularfullur á svip. Án þess að útskýra þetta nánar, lyfti hann pokunum um borð og þaut af stað. Þotan var ekki lengi að ná rokki landkannaðarins, en landkönnuður- inn átti í erfiðleikum við að halda sinni vél á lofti. Panda var líka niðursokkinn í þetta starf, svo þeir tóku ekki eftir þotunni. Einmitt þegar landkönnuðinum hafði tekizt að halda henni á lofti, þaut eitthvað fyrir ofan þá. „Hvað er þetta?“ spurði Panda hræddur. „Þrýstiloftsvél“, sagði landkönnuðurinn rólega. „Hvað skyldi hún vilja?“ Það kom brátt í ljós. Þegar hún fór yfir rokkinn, greip Aloysius frændi sandpoka og kastaði þeim yfir vél þeirra Panda. Og vél landkannaðarins var hulin sand- skýjum. „Sandstormur .. . etsh ...“, sagði Panda og greip fyrir vitin. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.