Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Page 10

Fálkinn - 28.03.1962, Page 10
i F'erwningargjöfin i ar STÓRA ALFRÆÐIORÐABÓKIN NORDISK KONVERSATIONS LEKSIKON sem nú kemur út að nýju á svo ótrúlega lágu verði ásamt svo hag- stæðum greiðsluskilmálum, að allir hafa efni á að eignast hana. Verkið samanstendur af: 8 stórum bindum í skrautlegasta bandi sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500 síður, innbundið í ekta „Fab-lea“, prýtt 22 karata gulli og búið ekta gullsniði. Bókin er öll prentuð á fallegan, sléttan og ótrénaðan pappír, sem aldrei guln- ar. í henni er fjöldi mynda auk litmynda og landabréfa, sem prentuð eru á sérstakan list- prentunarpappír. í bókina rita um 150 þekktustu vísindamanna og ritsnillinga Danmerkur, og öllum mikilvægari köflum fylgja bókmenntatilvísanir. Nú, á tímum geimferðanna, er það nauðsynlegt, að uppdrættir af löndum og borgum séu stað- settir á hnattlíkani þannig að menn fái raunverulega hugmynd um, hvað er að gerast umhverfis þá. Stór, rafmagnaður Ijóshnöttur með ca 5000 borga og staðanöfn- um, fljótum, fjöllum, hafdjúpum, hafstraumum o. s. frv., fylgir bók- inní, en það er hlutur, sem hvert heimili verður að eignast. Auk þess er slíkur ljóshnöttur vegna hinna fögru lita hin mesta stofu- prýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konversa- tions Leksikon fylgist ætíð með tímanum og því verður að sjálf- sögðu framhald á þessari útgáfu. AFHENDING: Áætlað er, að bindi bókarinnar komi út með fjögurra mánaða millibili. — Hnattlíkanið er þegar hægt að afhenda, ef gerð er í það pöntun tafarlaust. VERÐ alls verksins er aðeins kr. 4.800,00, ljóshnötturinn innifalinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við móttökubókarinnar skulu greiddar kr. 400,00, en síðan kr. 200,00 mánaðarlega, unz verkið er að fullu greitt. Gegn stað- greiðslu er gefinn 20% afsláttur, kr. 960,00. Bókakið NORÐRA, Hafnarstræti 4, sími 14281. Fatakaup. Kæri Fálki. -— Ég ætla að skrifa nokkrar línur um föt, sem ég keypti nýlega. í haust. sem leið keypti ég í búð tweed jakka, úr því bezta tweedi sem hægt var að fá, þ. e. a. s. Harris Tweed. Jakki þessi hefur reynzt mér prýðilega, efnið er mjög gott og það sér ekki á því, en jakk- inn er saumaður hér og það eru saumarnir og fóðrið, sem er farið að láta sig. Það sagði mér saumakona, sem saumað hefur mikið í ákvæðisvinnu, að það væri ekki nokkur mynd á því, hvernig gengið væri frá saumum og öllu smá- vegis hér. Hún hefur saumað mikið erlendis á saumastofum og sagði, að slíkri vinnu væri venjulega hent í saumakon- urnar aftur. Ég held, að ég verði að taka undir þetta, því að ég keypti buxur úr hinu víðfræga efni, terrelyne í haust og virtist efnið vera mjög gott enda voru buxurn- ar rándýrar, en fyrstu vikuna fóru saumarnir að láta sig og rifnaði t. d. alveg út úr buxna- vösunum. Til samanburðar átti ég danskar buxur úr sama efni og entust þær þá þriðja ár, án þess að nokkurn tíma rifnaði út úr saumi. Hvernig víkur þessu við? Halda íslenzkir iðnrekendur, að þeir geti komizt upn með svona óvandaða framleiðslu. Virðingarfyllst, S. T. Svar. Þér cettuð að snúa yður til neytendasamtakanna eöa snúa yöur beint til viðkomandi verzl- unar og reyna aö fá lilut yöar réttan. Einkennileg Ijósmynd . . . Ég verð að segja, að mér fannst hún svolítið einkenni- leg myndin af Ásgeiri Stefáns- syni í Hafnarfirði. Ég trúi því varla, að um ljósmynd hafi verið að ræða. N. N. Svar. Þér eruö athugull maöur, því að um Ijósmynd af málverki var að ræöa. Dægurlagatextar. Kæri Fálki. — Ég ætla að spyrja þig, hvort sé ekki hægt 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.