Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Page 12

Fálkinn - 28.03.1962, Page 12
 111888 / i ' WMHSi. V/-/' - M 1öO ára nilnning Henriks Ibsen H iðáásgjásjjáiás FYRSTA MYN „Blaði þ’ví sem nú hefur göngu sína er annað hlutverk ætlað en títt er um hérlend blöð. Það sneiðir algjörlega hjá aðal verkefni flestra íslenzkra blaða, stjórnmálunu.m. Það segir ekki útlendar fréttir eða innlendar á þann hátt sem venjulegastur er, en lætur myndir með .stuttum textum ann- ast frásögnina. Það vill flytja fróðleik og markverð tíðindi í þeirri mynd, að sem flestum geti komið að notum. Og það vill vera skemmtiblað jafnframt því að vera fróðleiksblað. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að útgáfa vikublaða með myndum hefur aukist stórkostlega hin .síðari ár með nálega öllum menningarþjóðum og vinsældir þessháttar blaða hafa orðið afar miklar. Oss dylst eigi að það er ýmsum annmörkum bundið að halda hér úti góðu og skemmtilegu vikublaði. Ræður þar miklu um fjarlægðina frá öðrum þjóðum og stopular sam- göngur, svo og vöntun á ýmsu því er snertir iðnfræðilega hlið útgáfunnar. Eigi að síður gerum við okkur vonir um, að takast megi að gera blað þetta svo úr garði, að það verði kærkominn vikulegur gestur sem allra flestra íslenzkra heimila og að þar verði jafnan eitthvað að finna, sem hverjum einstökum les- anda þykir fengur í, hvort heldur hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Um efni blaðsins skal það tekið fram, að vér munum kosta kapps um að hafa það sem fjölbreyttast. Virðingarfyllst. Næstkomandi laugardag eru liðin 35 ár síðan FÁLKINN hóf göngu sína. Þegar FÁLKINN kom út var hann algjör nýjung í íslenzkri bladamennsku, fyrsta myndskreytta vikublaðið og fyrsta vikublaöiö, sem var óháð öllum stjórnmálastefnum. Hér á eftir verÖur rakin stuttlega saga FÁLKANS og mestur hluti þessa blaös er einnig helg- aÖur 35 ára afmæli blaösins. FÁLKINN Þannig leit forsíða fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs af FÁLKANUM út. Vilhjálmur Finsen, Skúli Skúlason, Svavar Hjaltested." 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.