Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 13

Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 13
DSKREYTTA VSKUBLAÐIÐ Þannig heilsaði Fálkinn lesendum sínum í fyrsta tölublaði fyrsta árgangs, 31. marz 1928. Með útkomu Fálkans var brotið blað í sögu blaðamennskunnar hér á landi: Hafin var útgáfa fyrsta myndskreytta vikublaðsins og jafnframt blaðs, sem ekki var háð neinni stjórnmálastefnu. Tildrögin að stofnun Fálkans voru þau, að Vilhjálmur Finsen hafði lengi velt fyrir sér, hvort tök væru á að gefa út myndskreytt vikublað hér á landi. Þegar hann hafði selt Morgunblaðið og starfaði sem blaðamaður hjá Dagens Ny- heter, ákvað hann að gera þessa hugmynd sína að veruleika. Hann fór þess á leit við Svavar Hjaltested, að hann gerðist meðeigandi og stofnandi að blaðinu ásamt þriðja manni. Þeir voru heilt ár að undirbúa blaðið, útvega sambönd í mynda- mótum og efni og fleira. 1928 kom Skúli Skúlason til lands- ins frá Kaupmannahöfn, en hann hafði verið samstarfsmaður Vilhjálms í fjöldamörg ár hjá Morgunblaðinu og getið sé: gott orð sem dugmikill og fjölhæfur blaðamaður. Hann gerðist þriðji stofnandinn og aðalritstjóri. Útkoma Fálkans vakti mikla athygli, enda var blaðið algjör nýlunda hér á landi. Auk smásagna og greina bæði inniendra og erlendra, kom Fálkinn með ýmsar nýjungar: Hann birti fyrstur blaða afmælismyndir af þekktum borgurum, hann birti fyrstu krossgátuna, sem kom í íslenzku blaði, hann flutti fyrstu myndasögupersónuna hér á landi, Adamson, sem enn skemmtir lesendum, — og þannig mætti lengi telja. Viðtökurnar urðu strax miklu betri en útgefendur höfðu þorað að vona. Fyrstu tölublöðin eru gjörsamlega ófáanleg, enda þótt upplagið hafi verið geysihátt með tilliti til annarra blaða á þeim tíma. Upplagið óx síðan ár frá ári og vinsældir og áhrif blaðsins jukust jöfnum höndum. 1942 var Vilhjálmur Finsen orðinn sendiherra í Stokkhólmi og seldi þá þeim Skúla og Svavari sinn hlut í blaðinu. Síðan voru þeir tveir eigendur Fálkans, allt þar til núverandi eig- endur keyptu það. Þeir Skúli og Svavar unnu báðir stöðugt við blaðið í 34 ár og inntu af hendi mikið og óeigingjarnt starf. Skúli var rit- stjóri öll þessi ár, og enda þótt hann dveldist langdvölum í Noregi, sendi hann þaðan allt efni blaðsins nema hið innlenda, sem var unnið hér heima. Svavar sá um alla framkvæmda- stjórn blaðsins og var jafnframt auglýsingastjóri og af- greiðslustjóri. Starf þessara tveggja manna í þágu blaðsins er ómetanlegt og á þessum tímamótum í sögu blaðsins vilja þeir, sem nú standa að útgáfu þess, færa þessum tveim stofnendum og brautryðjendum sínar beztu þakkir og kveðjur. Fyrstu tvö árin var Fálkinn prentaður í Gutenberg. 1929 var Gutenberg seld ríkinu, og fluttist þá Fálkinn í spánýja prentsmiðju, Herbertsprent, sem hafði keypt prentvél sérstak- lega fyrir blaðið. Fálkinn var fyrst til húsa uppi á lofti í Austurstræti, þar sem Síld og Fiskur er nú, en þegar blaðið skipti um prent- smiðju, var byggð afgreiðsla að Bankastræti 3. Þar var Fálk- inn til húsa, þar til Herbertsprent var selt. Stuttan tíma var blaðið til húsa í Ingólfsstræti og Vesturgötu 3 unz það flutt- Framhald á bls. 50. Myndirnar þrjár hér að ofan eru af stofnendum FÁLK- ANS. Talið frá vinstri: Vilhjálmur Finsen, Svavar Hjaltested og Skúli Skúlason. FALKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.