Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Side 14

Fálkinn - 28.03.1962, Side 14
1 tilefni afmælisins höfum við flett nokkrum gömlum árgöngum af FÁLKANUM og staldrað við hér og þar. — Tímarnir hafa breytzt ótrúlega mikið og margt rekumst við á, sem kemur okkur kynlega og skemmtilega fyr- ir sjónir . . . AF SÍÐUM FÁLKANS Neðri myndin, sem hér fylgir er tekin við Goðafoss, og sézt þar ríkiserfingi og Ásgeir forsætisráðherra, en þriðji maðurinn, sem snýr baki að, er Stefán Þorvarð- arson. Hin myndin er tekin um borð í ISLANDI og sjást þar frá vinstri: Dóra Þórhallsdóttir forsætisráð- herrafrú og bak við hana West kapteinn, Jacobsen líflæknir, Broberg kapteinn, Fontenay sendiherra, for- sætisráðherra, Sig. Eggerz sýslumaður, ríkiserfinginn og frú Eggerz. ÍSLANDSFÖR RÍKISERFINGiANS Friðrik, ríkiserfingi íslands og Danmerkur, hélt af stað heimleiðis með ísland síðast- liðinn laugardag eftir tíu daga viðdvöl hér á landi. Var við- dvölin hér mestmegnis notuð til ferðalaga. Fyrstu tvo dag- ana var farið að Gullfossi og Geysi og voru ráðherrar með ríkiserfingjanum í þeirri ferð. Þá var haldið norður í land með Island til Akureyrar og komið við á ísafirði og Siglu- firði. Tóku bæjarfógetar á móti ríkiserfingja á þessum stöðum, en í fylgd með hon- um í ferðinni voru Ásgeir for- sætisráðherra, Fontenay sendiherra og frúr þeirra, Jacobsen líflæknir og West herkapteinn, Broberg kap- teinn og Stefán Þorvarðsson utanríkisritari. Frá Akureyri var haldið austur í Þingeyjar- sýslu, allt að Mývatni og gist að Skútustöðum, en veður var slæmt í þeirri ferð. Annars var veður hagfellt í öllu ferðalaginu. Frá Akureyri var haldið landleiðina til Reykja- víkur í bifreiðum og gist á Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, en ekið síðari daginn suð- ur að Hvalfirði, en farið það- an með Ægi til Reykjavíkur. Ríkiserfingi sat veizlu hjá forsætisráðherra og hafði sjálfur boð inni um borð í íslandi kvöldið áður en hann fór. En síðdegis á laugardag hafði sendiherra Dana boð fyrir ríkiserfingjann og voru gestirþar,ráðherrarnir allir og ýmsir fleiri embættismen ís- lenzkir, erindrekar erlendra ríkja, foringjar af varðskipinu Fylla, hafrannsóknarskipinu Framh. á bls. 40. HÓPFLUG ÍTALA TIL ÍSLANDS Italir hafa löngum komið mikið við sögu flugmálanna. Þeir hafa átt kunnáttusama vélverkfræðinga og ágætar vélsmiðjur, sem gerðu þá sjálfkjörna til að leggja góð- an skerf til framfara fluglist- arinnar, því að þær byggjast ekki síður á góðum hreyflum, en hagkvæmum vélagerðum. Á stríðsárunum höfðu ítalir allmikinn flugflota og höfðu á árunum fyrir stríð staðið næstir Frökkum að því er snerti smíði flugvéla. Þeir riðu fyrstir á það vað að smíða stórar flugvélar og vöktu Caprionivélarnar ít- ölsku éftirtekt um allan heim, þegar þær komu fram fyrst því að þá hafði engum manni komið til hugar að smíða svo stórar vélar. Á stríðsárunum lét ítalski flugherinn mikið til sín taka og komu flugvélarnar að ó- metanlegum notum víða á vígstöðvum ítala, þar sem erfitt var um aðrar samgöng- ur, svo sem gegn Austurríkis- Myndin hér að ofan er af Tomassi konsúl (í miðju) þar sem hann kynnir Balbo fyrir flugmálaráðherra og forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirssyni. Myndin hér til hægri er af Balbo ráðherra í hópi blaðamanna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.