Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Page 15

Fálkinn - 28.03.1962, Page 15
NÝR OG GLÆSILEGUR PÓSTBÍLL Þessi mynd er tekin á fæðingardeild Landspítalans og sjást þar þrettán nýfædd börn í kringum yfirljósmóðurina, Jóhönnu Friðriksdóttur (merkt með x á myndinni). Síðasta ár fæddust 326 börn á fæðingardeildinni, eðá nærri því eitt barn að meðaltali á dag, og sýnir það hve miklum vinsældum deildin á að fagna og hve margir eru farnir að nota hana. Að jafnaði eru 8—10 ljósmæðraefni nemendur í þessari deild. (1933). FÁLKINN 15 mönnum í Alpafjöllum. Fræg er frá þeim árum flugferð Locatellis, er hann var sendur norður yfir Þýzkaland, en frægust þó flugárás skáldsins d’Annunzio, sem sjálfur gerð- ist flugmaður á fullorðins aldri og vann það afrek að bjarga borginni Fiuma, eftir að hún með samningum var gengin úr greipum ítala. Eftir stríðið færist flugvéla- smíði Itala enn í aukana. I Ítalíu voru í mörg ár smíðað- ar vélar þær, sem lengi þóttu hentugastar til langferða og stórræða. Dornier-Whalvél- arnar, sem íslendingar kann- ast vel við frá heimsóknum Locatellis og von Gronau og úr leiðangri Roald Amund- sen til Norðurpólsins 1925. I því sambandi má minnast á loftskipasmíði ítala, að þeir smíðuðu loftskip Amundsen, sem hann flaug á yfir Norð- urheimsskautið frá Spitzberg- en til Teller í Alaska 1926 og Nobiles, er hann notaði í hina ógæfusamlegu för norður í höf. Frh. bls. 38 FÆÐiNGARDEiLD LANDSSPÍTALANS Hér birtist mynd af hinni nýju póstbifreið, sem verður í förum milli Reykjavíkur og Akureyrar og hóf hún ferðir íyr- ir mánuði. Er hún fjóra daga í ferðinni. Bifreiðin hefur rúm fyrir 9 farþega og aftast klefa fyrir póstflutning og má líka nota hann fyrir farþega. Bifreiðarstjórinn er Guðmundur Albertsson. (1933). KUNNIR BORGARAR KEPPA í KNATTSPYRNULIÐI FRAM Knattspyrnufélagið Fram átti 25 ára afmæli nýlega. Er það næstelzta knattspyrnu- félag bæjarins og var í upp- hafi stofnað af kornungum piltum. Félaginu óx brátt styrkur og bar um mörg ár ægishjálm yfir öðrum knatt- spyrnufélögum hér og var vinsælasta félagið hér í bæn- um um þær mundir. Eru mönnum enn í minni menn eins og Friðþjófur Thorsteins- son, sem óefað var einn bezti knattspyrnumaður landsins, Pétur Sigurðsson, Tryggvi Magnússon, Gunnar Thor- steinsson og mætti fleiri nefna. Þessir gömlu Framarar nú komnir á þau árin, að þeir eru hættir að leika knattspyrnu og um sinn bar lítið á félaginu, því að það hafði vanrækt að koma sér upp nýliðum, En nú er úr þessu bætt og hefir nýtt fjor færzt í félagið núna fyrir af- mælið. Stjórn félagsins skipa nú þessir: Ólafur K. Þorvarðs- son, Harry Frederiksen, Kjartan Þorvarðsson og Lúð- vík Þorgeirsson, en formenn Framh. á bls. 40.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.