Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 16
AF SÍÐUM FÁLKANS TÍZKUSÝNING Á BORGINNI Kvöldkjóll úr svörtu og bláu silkiflöjeli eftir fyrirmynd frá Patou. Slóði er á þessum kjól. Annars eru nýju kvöldkjól- arnir heldur síðari að aftan en framan. Útlendir ferðamenn hafa oft á síðustu árum dáðst að því, hve vel Reykjavíkurkven- fólkið væri klætt. „Það er al- veg eins og stúlkurnar hafi | stigið út úr kvikmynd", hafa þeir sagt. Og þó hefir kven- fólkið í Reykjavík staðið verr að vígi en kvenþjóðin í nokk- urri annarri höfuðborg álf- unnar — því hér hafa engar tízkusýningar verið haldnar, fyrr en á sunnudaginn var, að verzlunin Gullfoss stóð fyrir tízkusýningu að Hótel Borg. Það var líka ekki svo lítil eftirvæntingin, þegar það spurðist um bæinn, að tízku- sýningin væri í vændum, og sýnir það bezt, að hér var verið að bæta úr verulegri þörf. Hver kona, sem boðsbréf fékk, komst strax í nokkurs konar umsáturs ástand; allar vinkonur hennar, sem engin boðsbréf fengu, sátu um að hún byði þeim með. Og þegar sýninguna loks bar að hönd- um, voru allir salirnir á Borg svo þéttskipaðir, að ekki hefðu Hádegisklæðnaður úr bláu ullarefni, við bláköflótta silki- blússu. Hatturinn í sama lit. fleiri komizt að með nokkru móti. Það er öðru nær, en að vandalaust sé, að stofna til slíkrar sýningar, en það er ó- hætt að fullyrða, að þessi fyrsta sýning hafi farið ágæt- lega úr hendi, að svo miklu leyti sem til verzlunarinnar Gullfoss kom, og þeirra ann- arra, sem lögðu til sýningar- muni, en það voru verzlunin Smart og Hattastofa Gunn- laugar Briem. Og nú þarf eng- in, sem sýninguna sá, að vera í vandræðum með að velja sér föt, segjum til utanfarar, sem jafnast á við það nýjasta og bezta úti. v Fyrst var sýnt náttkjóll og sloppur, er Ellen Thomsen hafði teiknað. Náttkjóllinn úr ljósbláu crepe-satin, hár í háls með puff-ermum, öllum með „fagot" saum, en slopp- urinn, sem líka var úr bláu crepe-satin, var fóðraður með sama drablit. Annar náttkjóll, hvítur með jakka úr chiffon, og nátlföt, tvílit, einnig úr crepe-satin — allt þetta bar vott um smekk í vali lita og sniðs, og vandvirkni í frágangi. Og svo komu kjólarnir: Sportföt, hádegisklæðnaður, teklæðnaður, tekjólar, coctail- kjólar og kvöldkjólar, — því maður verður að fylgjast með tímanum á hverjum degi. En nú er úr vöndu að velja, því Fálkinn telur orðin. En fyrst golf er nú að flytjast hingað norður til íslands, þá er sjálfsagt að segja frá golf- kjólnum; ullarkjóll úr gráu efni, með kaffibrúnum jakka, ermalausum; en pilsið var ekki pils — heldur tvær skálmar, enda engin vanþörf, því maður þarf að skálma við golf, enda er kjóllinn jafngóður fyrir tennis eða til að ganga í úti í sveit eða bregða sér á hestbak, ef með þyrfti. Af hádegisklæðnaðinum vakti aðallega tvennt eftir- tekt: Dökkblár angora jersey, með slái, sem var heilt að framan, en spaðar, sem vís- lögðust að aftan, voru svo teknir fram yfir og hnepptir á pilsið; hinn var blár, einn- ig með slái áföstu við jakka, og kom kraginn á treyjunni yfir það á hálsmálinu. en treyjan var úr smáköflóttu Golfkjóll grár og kaffibrúnn. Sýnast vera með pilsi — en það er ekki. Vel fallinn til fleiri sportiðkana. efni, bláu og hvítu. Hattar frá Gunnlaugu Briem pöss- uðu eins og þeir hefðu verið gerðir sárstaklega við fötin. Af tekjólum verður að nefna fyrirmynd frá Agnes — Drecoll, grænan satin kjól, með ferköntuðu háls- máli, og eina puntið hand- unnið með gullþræði. Víddin á pilsinu er alla leið frá mitt- inu, — en ekki neðst ein- göngu. Það er líka áberandi nýung í kvöldkjólunum. Rósóttur silkikjóll eftir fyrir- mynd frá Alix var líka ein- staklega huggulegur, erm- arnar mjög víðar, rikktar undir líningu, og þá má ekki gleyma svörtum satinklæðn- aði, pilsi og jakka, við treyju úr blárri blúndu. Smekkleg- ur hattur með osprey punti fylgdi. Coctailkjóll úr dökkbláu silki eftir teikningu Frau Gold- stein. MiIIiverkið er allt hand- unnið. En þá koma „coctailkjól- arnir", síðir, en þó svo langt frá því að vera formal. Mesta eftirtekt vakti grænn coctail kjóll úr moire (það er mjög vinsælt efni í ár). Hann var beltislaus (princess-snið var á þeim fleirum) með slái, en undir því var kjóllinn úr ferskjulituðu satin. Loks komu kvöldkjólarnir, hver öðrum fallegri, og þar gátu háar, grannar, þreknar, ljósar og dökkar stúlkur, all- ar fundið kjól, hver við sinn smekk, hvort heldur þær vildu hafa kjólana sina íburð- armikla eða afar einfalda. En nú eykst vandinn að segja frá. Á að velja bleika blúndu- kjólinn eftir Frau Goldstein, ¦— ekki sást nokkurs staðar saumur á honum — eða á að velja hvíta georgette kjólinn Frh. á bls. 38

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.