Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 17
HYENÆR EIGN- UMST VIÐ SÝNINGARHÖLL? í tilefni af fimmtugsafmæli Kjarvals 1935 var haldin sýn- ing á fimmta hundrað mynda hans á göngum og sal Mennta- skólans í Reykjavík. í grein um afmælissýningu Kjarvals stendur eftirfarandi klausa í Fálkanum og mætti hún verða mörgum umhugsunarefni enn í dag: Margar af myndunum njóta sín ekki.. . Hvenær eignast Reykjavík fullkomna sýningarhöll fyrir málverk, þannig að hægt sé að skoða þau í hæfilegri fjarlægð við rétta birtu? NÚ GETUR ÍSLAND TALAD VIÐ UMHEIMINN Fyrir nálægt 40 árum upp- lifðu íslendingar að eignast sinn fyrsta talsíma, „Málm- þráðinn svonefnda milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Þá var það að ýmsir roskn- ir og ráðsettir menn, sem þóttust vita sínu viti, fullyrtu að þetta málmþráðartal væri ekki annað en fals og lygi. Menn þættust heyra hver til annars í þræðinum en gerðu það ekki. Og þegar þeir svo loks urðu að viðurkenna stað- reyndina, þá snéru þeir við blaðinu og sögðu að þetta væru galdrar, komnir beina leið frá djöflinum, og voru ekki í vafa um, að mennirnir sem að fyrirtækinu stóðu, væru óguðlegir menn, sem réttast væri að stúta umsvifa- laust. Síðan hefur margt breytzt. Meðal annars eru menn . nú hættir að neita staðreyndum, þegar teknisk efni' eru annars vegar, þó að margir keppist við að neita þeim, þegar stjórnmál eiga í hlut. Menn hafa upplifað svo marga galdra á síðustu áratugum, að þeir hafa valið sér það hlut- skipti að segja: ,,Það er bezt að sverja ekki fyrir neitt. Furðuverk tækn- innar eru óþrjótandi. Við höf- um upplifað það, að vagnar án hesta þjóta um landið hraðar en nokkur hestur getur hlaupið. Við höfum séð menn fljúga í vélum, hraðar en nokkur fugl flýgur. Við höf- um heyrt rödd fjarlægra, dá- inna manna í grammófón. Við höfum talað við fólk á öðr- um landsenda. Við höfum fengið skeyti sem send voru með þræði frá útlöndum og við heyrum daglega fréttir, fyrirlestra og söng, sem ein- hver er að flytja suður í Reykjavík, þótt ekkert þráðar- samband sé á milli. Nei, við sverjum ekki fyrir neitt." Þessari forherðing má símastjórnin íslenzka þakka það, að hún þarf ekki að vera hrædd um, að fólk fari að bendla hana við kukl og heimti að hún verði brennd á báli eða hengd fyrir síðustu nýjungina, sem orðin er í símamálum íslands; opnun talsambandsins við önnur lönd .... (1935). Margar auglýsingar frá fyrstu árum Fálkans koma okkur nú spánskt fyrir sjónir, eins og t. d. þessar: Nú er orð- ið ódýrt að aka innanbæjar með okkar bílum: Lægsta gjald 50 AURAR. Nýja Bíla- stöðin. — Nýtt! Nýtt! Jeo- phine Baker húfur (tvær teg- undir). Hattaverzlun Maju Ólafsson. —¦ Kolasundi 1. — (1929). HANN JAFNAST Á YIÐ ATLAS Hér birtist mynd af aflraunamanninum Gunnari Salómons- syni. Eins og kunnugt er var hér á ferð fyrir einu og hálfu ári aflraunamaðurinn Atlas, sem sagðist hafa heimsfrægð að baki sér. Við sýningar hans mun hafa vaknað löngun margra ungra manna til þess að reyna hve nærri þeir kæmust Atlas. Meðal þeirra var Gunnar Salómonsson. Hann hefur í öllu náð betri árangri og í sumu betri. Hann hefur slitið mun sterkari kaðla og beygt sterkari járn. Auk þ'ess hefur hann stundað lyftingar og lyft með hægri hendi 140 pundum og báðum 402. (1935). FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.