Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 18

Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 18
WSSm Wm BW Æ:vW,v ’ ■ »« ÍiS«i ipiilill HBfa &W&2Í&$§ÍK® afflSÉtöagSSS&í w«' AF SÍDUM FÁLKANS ÍSLANDSFÖR GRAF ZEPPELIN Það hefur vakið mikla at- hygli víðsvegar um lönd, að Graf Zeppelin hefur nú farið tvær ferðir til íslands. Margar af stærri borgum Norðurlanda hafa alls ekki fengið að sjá ar nema einu sinni. Erlendu blöðin töluðu mikið um hina síðustu ferð skipsins og minnt- ust þess í því sambandi að þetta væri upphaf að flugpóst- ferðum milli Islands og Evrópu, en ekki er laust við að dálítillar afbrýðisemi kenni í ummælum þeirra og þeim finnst að þeirra land og þeirra borg sé haft útundan. Þessar loftferðir hafa tví- mælalaust átt góðan þátt í því, að leiðrétta hugmyndir erlendra þjóða um ísland og sýna þeim og sanna, að hér er ekki það veðravíti. sem hindrar flugferðir Hin fallega mynd, sem hér birtist og er tekin yfir Reykja- vík gengur nú á milli heims- blaðanna og vekur hina mestu athygli Nú er loftskipið að búa sig undir pólflugið og ef úr því verður að skipið leggi upp núna á mánudaginn eins og ásetlað hefur verið, mun allur heimurinn standa á öndinni eftir fregnum af „Greifanum“ og ekki sízt íslendingar, sem þekkja svo vel til skipsins. Er vonandi að sama gifta fylgi þessu fræga skipi í þeirri ferð eins og undanförnum. (1931) MARGUR ER KNÁR, ÞÓTT HANN ... FRÆKILEGT SUND- AFREK KONU Kvenfólkið virðist stunda sund af alefli nú orðið, ef dæma má eftir þeim sundaf- rekum, sem nú gerast öðru hverju. Fyrir nokkru þreytti Asta Jóhannesdóttir kappsund við Jón Lehmann kringum Örfirisey og hafði heiður af. En á laugardaginn var synti hún úr Viðey og inn á stein- bryggju og er það lengsta sund, sem kona hefir þreytt, síðan íþróttin var tekin upp að nýju, eða röskir fjórir kílómetrar. Var hún eina klukkustund 55 V2 mín. á leið- inni og sjórinn 12 V2 stiga heit- ur. Þessa leið hafa Benedikt Waage og Erlingur Pálsson synt áður og var leið Erlings mun lengri. (1928). Reykvíkingar hafa ekki komizt hjá því að veita eftirtekt litlu bifreiðunum, sem sjást hér á götum, en eru að stærð eins og krakki innan um fuilorðið fólk, þegar þeir sjást með öðrum bílum. Þessir bílar eru enskir og smíðaðir af Austin- bifreiðaverksmiðjunum og hafa aðeins sjö hestafla vél. En sprettharðir eru þeir engu að síður. Nýjasta gerðin af þessari bílategund setti nýlega heimsmet í ökukeppni fyrir H-flokk bifreiða á kappakstursbrautinni við Daytona í Florida. Sama bíltegund hafði áður heimsmetið, með 87,7 enskra mílna hraða á klukkustund, en nýja gerðin fór 94,031 enska mílu á sama tíma. Hefur ekkert farartæki, fyrr eða síðar skilað svo miklum hraða fyrir jafn litla vélarorku. En Austin Seven hefur unnið fleiri sigra, en nokkur annar bíll í veröldinni. Metið setti Malcolm Campell, sem líka hefur heimsmet í kappakstri, sett á Bláa fuglinum, sem hefur 1400 hestöfl. Munur er nú á. En Blái fuglinn ætti að skila jafnmikium hraða að tiltölu við vélaorku og Austin Seven gerir, ætti hann að fara .18800 enskar mílur á klukkustund. (1931)

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.