Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Síða 20

Fálkinn - 28.03.1962, Síða 20
Efsta myndin: Jóhannes Jósefsson, myndin er tekin 29. júlí 1933. Miðmyndin: Auglýsing' frá fjölleikahús- inu Empire. Nafn Jóhannes- ar er prentað með stærsta letrinu til þess að sýna, að sýningaþáttur hans sé helzti liðurinn í skemmtiskránni. Neðstíi myndin: Jóhannes Jósefsson 25 ára. 20 FÁLKINN FIMMTUGUR AFREKSMAÐUR Á undan mér gekk maður. Hann kvað fyrir munni sér í sífellu: Vertu’ ei blauður heldur hetja, Hníg ei dauður fyrr en þarft. Það er langt síðan. Ég var um fermingaraldur og mað- urinn, sem á undan gekk var rúmlega tvítugur. En það var eitthvað, sem gerði þetta ó- gleymanlegt. Þar sem hann þrammaði skaflana. Þrekið og viljinn í hreyfingu og mál- hreim. Ég var hljóður og ekkert heyrðist gegnum ó- veðurshvininn, nema þetta sama upp aftur og aftur; Vertu’ ei blauður heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarft. Síðan hef ég aldrei séð þennan mann svo, að ekki hafi rifjazt upp fyrir mér þessi atburður. Mér virðist æviferill hans benda til, að hann hafi gert þetta karl- mannlega stef að einkunnar- orðum sínum. Sumarið 1908 taka íslend- ingar í fyrsta sinn þátt í Ol- ympsleikjunum. Þeir voru þá háðir í Lundúnum. Á leikjunum var sýnd íslenzk glíma og þótti mikið til henn- ar koma. Höfðu ensku blöðin orð á því að hingað til hefðu menn álitið, að einna erfið- ast mundi vera að koma Jap- önum af fótunum, én íslend- ingar hefðu sýnt það, að þeir mundu vera enn þá erfiðari viðfangs. Auk þess sem Jó- hannes tók þátt í íslenzku glímunni á Olympsleikunum og glímusýningum, sem flokkurinn hélt vísvegar um Bretland að afstöðnum leikj- unum tók Jóhannes þátt í grísk-rómverskri glímu á sjálf- um leikjunum. Varð hann þar einn af fjórum, sem komust í úrslit í miðþyngdarflokki. Fyrst glímdi Jóhannes við Ungverjann Orosz og sigraði hann á 12 V2 mínútu. Úrslita- glíman var milli Jóhannesar og Svíans Anderson og höfðu menn búizt við, að Jóhannes mundi sigra, því blöðunum Framh. á bls. 37. NÝR BÚNINGUR Þjóðbúningur kvenfólksins er að ganga fyrir ætternis- stapa. í höfuðstaðnum er það orðið sjaldgæft að sjá ungar stúlkur á þjóðbúningi og er ekki annað sýnna en hann hverfi á næstu árum. Myndin sýnir tilraun til þess að búa til nýjan íslenzkan < búning. Stúlkurnar eru klædd- ar í íslenzk efni eingöngu, íslenzkt prjón, íslenzkan vefnað og íslenzka skó. Og því verður ekki neitað, að stúlkurnar sóma sér prýði- lega. (1932). I HELDUR BETUR HÁRPRÚÐAR SYSTUR Hér er mynd af tveimur stúlkum, sem ekki hafa tollað í tízkunni hvað drengjakollinn snertir, enda er þeim það ekki láandi. Það éru þær systur Sigurbjörg Magnúsdóttir í Reykja- vík og Halla Magnúsdóttir í Hafnarfirði. Sýnir myndin að hárprúðar konur eru enn til í landinu, en líklega eru ekki margar systur til, sem geta boðið þeim byrgin í þessu efni, (1932).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.