Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 21

Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 21
Lítill maður og pervisaleg- ur horfði raunalega á sorp- hauginn, sem safnast hafði fyrir skammt frá eldhúsdyr- unum. Þessi tvö ár, sem hann hafði átt heima þarna í hús- inu, hafði hann oft fengið samvizkubit, er hann leit á hauginn, bæði af því að hann var alltaf að stækka og af því að hann var ekki til neinnar prýði — hvorki útlitið, legan né lyktin — þarna alveg við þjóðveginn. En aldrei hafði hann rann- sakað hauginn eins vel og í dag. Svona haugar voru í rauninni rannsóknarefni. Þarna var allt saman komið, sem fjölskylda fleygir á árinu: Blikkdósir, flöskur, tappar, glóaldinbörkur, gjall og út- brunnar ljósaperur, — heil saga af lifnaðarháttum fjöl- skyldunnar vetur, sumar, vor og haust. Það var skiljanlegt, að gömlu öskuhaugarnir dönsku væru aðalfornsögu- heimild Norðurlanda. Raunasvipurinn á Arnold- stad skrifstofustjóra varð að örvæntingarsvip. Hann gaut hornauga til hússins síns, sem var þarna alveg hjá. Friðheim- ar hét húsið og var því vel haldið við. En öll landareignin var ekki nema 30 metrar á hvorn veg, svo að eiginlega var ekki hægt að snúa sér við þarna. Aðeins rúm fyrir einn bekk og blómabeð fyrir fram- an húsið og svo sem álnabreið gata í kringum það. Þarna í kring voru reisulegir bústaðir með stórum görðum, en inn á Friðheima gátu allir glápt eins og þeim sýndist. Hann glápti enn á sorp- hauginn og gekk svo andvarp- andi inn í húsið. — Ég veit ekki, hvað mað- ur á að gera við þennan ó- þverra, mælti hann og gaut augunum til konu sinnar. Hún sat við gluggann og var í jafn •ömurlegu skapi og hann. — Það varst þú, sem endi- lega vildir kaupa þetta hús, sagði frúin þurrlega. — Þú sagðist kunna svo vel við þig í sveit. Nú verður þú að taka ,á þig afleiðingarnar. Hún tók bréf af borðinu og renndi yfir það augunum. Það var undirritað af formannin- um í félaginu Heill og þar stóð berum orðum, að sorp- dríluna yrði að flytja undir eins, því að grannarnir kvört- uðu mjög undan megnri fýlu af henni, hvenær sem hann væri á sunnan. — Hvað viltu að ég geri, Frá því að FÁLKINN hóf göitgu sína, hafa birzt í honum alls liðlega 3000 smásögur. Hér á eftir birtum við til gamaits fyrstu söguita. Hún er eftir Erik Lee og nefnist ert skapaður, Jóhann. Þú hlýtur þó að hafa fundið lykt- ina. Það er henni að kenna, að ég fæ höfuðverkinn. En nú skalt þú fá að sjá fyrir þessu. Ég fer á morgun. Ég vil ekki láta fólk henda gam- an að því, að ég sé svo úrræða- laus, að ég geti ekki komið haughlassi af hlaðinu hjá mér. Hún strunsaði út og skellti hurðinni á eftir sér. Skrif- stofustjórinn horfði agndoft á eftir henni. Ágústa mundi ekki sitja við orðin tóm, það vissi hann. Annaðhvort hlaut að fara, hún eða haugurinn. Hann fór í nýja bónorðsför til verkamannanna í nágrenn- inu. — Svo fór hann til hrepp- stjórans og tjáði honum raun- ir sínar. —• Ja, það er ekki gaman að þessu, svaraði hreppstjór- inn. Enginn vill aka sorpi — og enginn skyldugur að taka við því. — En þér getið grafið það. — Ég á ekki svo mikið sem mold ofan á eina líkkistu. — Ja, þá veit ég ekki hvað þér eigið að gera, svaraði hreppstjórinn. Skrifstofustjórinn var eins og maður, sem hefur í hyggju að fremja sjálfsmorð á leið- inni heim. Ágústa? mælti hann og setti upp bænaraugu. Hér er enga hjálp að fá, þó gull væri í boði. Og skíturinn þarna er svo gjallblandaður, að enginn vill hann„ jafnvel ekki gef- ins. Hvað gera þeir við sorpið sitt, hinir? — Það skal ég segjp þér. Þeir grafa það niður, mælti frúin. Það er alltal gert í sveitinni. Ég hélt þú vissir þetta, með allan búskapar- áhugann. — Já, en við eigum engan blett til að grafa sorpið í, Ágústa. Það er meinið. Ég hef gert allt, sem hægt var að gera, en enginn vill fást við sorpið, jafnvel ekki blaða- menn. Frúin stóð upp — Ég flyt mig inn í bæinn á morgun, Jóhann. Ég þoli ekki við hér. Ég finn, að við erum öll til athlægis hér. Ég fæ ekki að henja upp þvott án þess að glápt sé á mig, get ekki klætt mig án þess að draga fyrir gluggana, ekki setið á svölun- um án þess að fólkið góni. Og svo er haugurinn. Hann hefur legið eins og farg á mér í allt sumar. Fólk snýr að honum bakinu og tekur fyrir nefið, þegar það gengur hjá. Þetta er okkur til skammar og vit- anlega er það haugnum að kenna að enginn hefur boðið okkur heim. — En hvað á ég að gera? spurði skrifstofustjórinn kjökrandi. Það stendur ekki á peningunum, ef einhver feng- ist til að flytja sorpið. —Ég skil ekki, hvernig þú Hjónin töluðust varla orð við um kvöldið. Frúin var að tína saman pjönkur sínar og raða þeim ofan í töskur. Og hann fór að hátta. Hann bylti sér til og frá í rúminu og gat ekki sofnað. Loksins snaraðist hann fram á rúmstokkinn. Nú var vandinn leystur. Hann vatt sér í fötin og gekk út. Allir sváfu, en birtu lagði frá fölu tunglinu og austurhiminn var farinn að roðna. Klukkan var yfir þrjú. Hann náði í gríðarstóran kassa og velti honum að eld- húsdyrunum. Svo tók hann skóflu og í tvo tíma hamaðist hann við að moka sorpinu í kassann. Þetta var sóðaverk, en tilhugsunin um að hafa unnið þrekvirki hélt honum uppi. Þegar hann loks var bú- inn, negldi hann lokið vand- lega á, kom kassanum á hand- vagn, fór inn og eftir nokkra umhugsun skrifaði hann á seðil: Herra Hansen, Moss og negldi svo seðilinn á lokið. Svo dró hann kassann á járn- brautarstöðina. Það tókst, því það hallaði undan fæti. Og kassinn fór sem hraðflutn- Framh. á bls. 40. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.