Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Síða 22

Fálkinn - 28.03.1962, Síða 22
VEÐMÁLIÐ ÞAÐ VAR DIMMT kvöld í nóvember. Bankaeigandinn gamli skálmaði fram og aftur um skrifstofugólfið sitt, en hug- ur hans var fullur af minningum um annað dimmt nóvemberkvöld fyrir fimmtán árum. Hann hafði haldið stóra og ríkmannlega veizlu það kvöld. Fjöldi lærðra manna og tiginna hafði setið kringum borðið hjá honum, — menn sem unnu að heill ættjarðarinnar og mannkynsins. Þar bar margt á góma, og meðal annars barst talið að dauða- refsingunni. Einn maður í samkvæminu lét það álit í ljós, að dauðarefsing væri smánarblettur á siðuðu þjóðfélagi og ætti því að nema hana úr lögum, en láta ævilangt fangelsi koma í staðinn. — Ekki er ég yður sammála um það, mælti húsbóndinn. — Að vísu hef ég hvorki verið tekinn af lífi eða setið í fangelsi ævilangt. En ef það er á annað borð mögulegt að dæma um þetta án persónulegrar reynslu, vil ég óhikað halda því fram, að líflát sé réttlátara og mannúðlegra en ævilöng fangelsis- vist. Hið fyrra drepur samstundis, en hið síðara murkar úr manni lífið, smátt og sm^tt. Og hvor böðullinn er misk- unnsamari, sá, sem tekur líf mannsins á örfáum stuttum sekúndum, eða hinn, sem togar það úr manninum í smábit- um ár eftir ár. — Hvort tveggja er jafn lastavert, sagði einn gestanna, — því að hvort tveggja hefur sama markmið: að drepa. Það er aldrei rétt að taka það, sem ekki er hægt að skila aftur, hvernig sem þess væri óskað. Meðal gestanna var ungur málflutn- ingsmaður, á að gizka tuttugu og fimm ára, sem fram að þessu hafði látið sér nægja að hlusta á, án þess að leggja orð í belg. En nú tók hann til máls: — Já, hvort tveggja er ámælisvert, aftakan og fangelsið. En ætti ég að velja á milli, mundi ég kjósa það síðara. Það er betra að lifa hversu aumu lífi sem það er, en lifa ekki. Það komst kapp í umræðurnar. Banka- eigandinn, sem þá var yngri og blóð- heitari en nú, missti stjórn á sér og barði í borðið: — Þetta er lygi! Ég skal véðja við yð- ur tveimur milljónum um að þér mund- uð aldrei vilja sitja í fangelsi. Þótt ekki væri nema í fimm ár! — Er yður alvara, sagði málflutnings- maðurinn — Sé svo, þá skal ég ganga að veðmálinu og sitja í fangelsi ekki aðeins í fimm ár heldur fimmtán. — Fimmtán! Ég geng að því, sagði bankastjórinn. Herrar mínir, ég legg tvær milljónir undir. -—- Það er gott. Þér fórnið tveimur milljónum, en ég frelsi mínu, sagði mál- flutningsmaðurinn. Þannig voru tildrögin að þessu gífur- lega og heimskulega veðmáli. Banka- eigandinn, sem var duttlungafullur maður, sem hamingjan hafði hossað hátt, átti fleiri milljónir en hann gat talið á fingrum sér og var mjög hreykinn yfir veðmálinu. Yfir borðum sagði hann í ertnistón við málflutningsmanninn: — Hugsið þér yður um, ungi maður, áður en það er orðið of seint. Mig mun- ar ekkert um tvær milljónir, en þér missið þrjú—fjögur beztu ár ævi yðar. Ég segi þrjú—fjögur, því að lengur þolið þér ekki vistina. Þér verðið líka að muna, að inniseta af fúsum vilja, er miklu verri en sú, sem gerð er fyrir nauðung. Hugsunin um að þér getið ver- ið frjáls hvenær sem er, ef þér aðeins viljið, mun eitra líf yðar í klefanum. Ég kenni í brjósti um yður. Allt þetta rifjaðist upp fyrir banka- eigandanum þarna sem hann gekk um gólf í skrifstofunni sinni og nú spurði hann sjálfan sig: — Hvers vegna fór ég að veðja um þetta? Hvaða gagn varð eiginlega að því? Málflutningsmaðurinn hefur kastað á glæ fimmtán árum af ævi sinni og ég á glæ tveimur milljónum. Sannar þetta nokkuð, hvort sé skárra, dauðarefsing eða fangelsi? Nei, þetta er flónska. Frá minni hálfu voru þetta glettur manns, sem hafði kýlt vömb sína, en af mál- flutningsmannsins hálfu ágirnd. Hann mundi skilmálana eins og þeir hefðu verið settir í gær. Fanginn átti að vera í tveimur herbergjum í annarri álm unni í húsi bankaeigandans. í fimmtán ár mátti hann ekki koma út úr þessum herbergjum, ekki sjá fólk né heyra mannsraddir, ekki fá blöð né bréf. En hann mátti iðka hljóðfæraslátt, lesa. bækur, skrifa bréf, drekka vín, reykja tóbak og borða það sem hann langaði í.. Allar tilkynningar sínar varð hann að senda bréflega gegnum lúgu, sem sett hafði verið á bilið. í þessa lúgu var svo látið það sem hann bað um, en þann- ig gengið frá, að hann gat hvorki séð né- heyrt þann sem færði honum. Allt hafði verið þrauthugsað, þannig að hann yrði gjörsamlega einmana í fangelsinu og: málflutningsmaðurinn skuldbatt sig til að vera þarna rétt fimmtán ár, — frá klukkan tólf þann 14. nóvémber 1870 og til klukkan tólf þann 14. nóvember 1885. Ef hann gerði tliraun til að rjúfa skilmálana, í hvað litlu sem væri, var bankaeigandinn laus allra mála. Fyrsta árið kvaldist fanginn mikið af leiðindum og hugarangri, að því er mönnum virtist af orðsendingum hans. Slaghörpusláttur heyrðist frá klefa hans daga og nætur. Hann fyrirleit tó- bak og vín. — Vínið, skrifaði hann,— vekur girnd- irnar og þær eru versti óvinur fangans. Tóbakið eitrar loftið í herberginu. Bæk- urnar sem hann las voru mestmegnis léttmeti, — ástarsögur, lögreglusögur, gamanleikir og þess háttar. Annað árið þagnaði hljóðfærasláttur- inn alveg og nú bað málflutningsmað- urinn eingöngu um rit sígildra höfunda. Fimmta árið fór hljóðfæraslátturinn að heyrast aftur og nú fór fanginn að biðja um vín. Þeir sem höfðu gát á hon- um, sögðu, að hann væri lengstum að eta og drekka, þess á milli lægi hann í rúminu sínu geispandi og talaði stund- um við sjálfan sig og var þá æstur. Bækur las hann ekki. Stundum sat hann uppi mest af nóttunni og skrifaði og skrifaði, en reif undir morgun í tætlur allt sem hann hafði skrifaði um nótt- ina. Stundum heyrðist hann gráta. Síðara misseri sjötta ársins fór einbú- inn að læra tungumál og lesa heimspeki og mannkynssögu. Hann gekk að þessu með svoddan áfergju, að bankaeigand- inn hafði varla við að útvega allar bæk- urnar, sem hann bað um. Á fjórum ár- um gleypti hann í sig rúm sex hundruð bindi. Svo var það, að fangavörðurinn fékk eitt sinn þetta bréf: SMÁSAGA EFTIR HINN ranm^Mnai^HíB^nRBBBi 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.