Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Síða 23

Fálkinn - 28.03.1962, Síða 23
r" „Kæri fangavörður: Ég skrifa þessar línur á sex tungumálum. Látið fróða tungamálamenn líta á það. Ef þeir finna ekki eina einustu málfræðivillu, þá grátbæni ég yður um að láta skjóta af byssu hérna úti í garðinum. Þetta skot flytur mér fréttina um, að þessum ár- um hafi ekki algjörlega verið á glse kastað. Mikilmenni allra þjóða og allra alda tala mismunandi tungum. En sami elurinn brennur í þeim öllum. Ó, ef þér gætuð skilið þá yfirnáttúrlegu gleði, sem ég finn til nú, síðan ég gat skilið þá.“ Ósk einbúans var uppfyllt. Banka- eigandinn lét skjóta tveimur skotum í garðinum. Svo vel hafði málflutnings- maðurinn skrifað bréfið. Síðar, — eftir að tíunda árið var liðið, — sat málflutningsmaðurinn lengstum við borðið sitt og las í biblíunni. Banka- eigandanum fannst skrítið, að maður, sem lesið hafði 600 vísindarit á fjór- um árum, skyldi verja heilu ári til þess að lesa aðeins eina bók, sem var svo auðskilin og ekki afar löng. Á eftir biblíunni tók svo við trúarbragðasaga og guðfræði. Tvö síðustu árin las einbúinn talsvert, en ekki eftir neinni ákveðinni áætlun, að því er virtist. stundum náttúrufræði, stundum Byron og Shakespeare. Til dæmis bað hann í einu bréfinu um kennslubækur í efnafræði og læknis- fræði, skáldsögur og guðfræðirit, allt samtímis. Þetta val hans minnti á skip- brotsmann, sem syndir innan um sprek og grípur hvert af öðru, alltaf að reyna, hvort það næsta sé ekki betra. Gamli bankaeigandinn mundi öll þessi atvik. Á morgun klukkan tólf átti einbúinn að fá aftur frelsi sitt og um leið taka við tveimur milljón rúblum. HEIMSFRÆGA RITHÖFUND, ANTON TJEKOV — Ef ég borga, hugsaði bankaeigand- inn, — er ég gjaldþrota maður. Fyrir fimmtán árum hafði hann varla komið tölu á milljónirnar sínar. En í dag þorði hann varla að rannsaka hvort stærra væri, eignirnar eða skuld- irnar. Hann hafði alltaf haft gaman af að leggja mikið í hættu. Sama áhættu- fíknin, sem hafði dregið hann út í þetta heimskulega veðmál, og sem enn var mesta ástríða hans hafði teygt hann lengra og lengra út í kreppuna. Þessi mikilláti, ríki, djarfi og ósveigjanlegi maður var nú ekki nema víxlari í meðal áliti og fékk hjartslátt í hvert skipti sem gengið féll eða hækkaði í kaup- höllinni. — Þetta bölvað veðmál, muldraði hann og greip báðum höndum um grá- hært höfuðið. Hvers vegna dó maður- inn ekki í fangelsinu? Hann rakar mín- um síðasta eyri. Svo giftir hann sig og nýtur lífsins. Hann, betlarinn, fer að verzla í kauphöllinni, þar sem ég var konungur einu sinni, en ég, gjaldþrota maðurinn, horfi á hann með öfund og fæ daglega að heyra sömu orðin; Það eruð þér, sem ég á gæfu mína að þakka. Lofið mér að þakka yður! Nei, það má aldrei verða. Eina björgun mín frá gjaldþroti og óvirðingu er sú, að mað- urinn deyi. Klukkan í næstu stofu sló þrjú. Bankaeigandinn stóð kyrr og hlustaði. Allir í húsinu sváfu. Rigningin buldi á rúðunum og vindurinn hvein í trján- um. Það var eina hljóðið, sem hann heyrði. Eins og hann væri að stelast og með limaburði og andlitsdráttum manns, sem er að ráðast í glæp, opnaði hann eldtryggan skáp og tók út lykilinn að dyrunum, sem ekki höfðu verið opnað- ar í fimmtán ár. Hann fór út úr hús- inu, steig niður þrepin niður í dimman garðinn. Kaldur vindurinn lék um eyru honum og rigningin lamdi hann í and- litið. Hann rýndi framundan sér og gat ekki greint neitt í myrkrinu, engar hvítar myndastyttur, engin rósabeð, engin tré. Tvívegis kallaði hann á næt- urvörðinn, en fékk ekkert svar. Hann hafði auðvitað flúið inn vegna óveðurs- ins og lá nú einhvers staðar steinsof- andi. Ef ég hefi hugekki til að framkvæma áform sitt, fellur grunurinn á nætur- vörðinn, hugsaði hann. Hann fálmaði fyrir sér og komst um síðir að þrepinu upp að dyrunum á út- byggingunni. Þegar hann kom inn í Frh. á bls. 34 FÁ'l.KlNN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.